Jebb that´s me folk´s.
7 ára og ný flutt í Miðstrætið frá Efstasundinu. Og það er verið að byggja rosa stórt hús á horni Bókhlöðustígs og Þingholststrætis. Og að sjálfsögðu erum við krakkarnir alltaf að klifra þarna. Enda bannað. Svo koma tvær vinkonur frá Efstasundi í heimsókn til mín einn sunnudag og ekki líður á löngu áður en ég segi þeim frá þessum flotta kastala sem er svoooooo gaman að príla í. Og við þangað að sjálfsögðu. Og þar sem ég náttla þekkti hvern krók og kima þessa kastala fór ég fyrst inn. Við ætluðum semsagt að fara inn í kjallarann. En til þess þurfti að hoppa niður úr glugga. Og ég inn með rassinn á undan, einhver spýta lá þarna eftir endilöngu gluggasyllunni, og þegar ég læt mig falla til að hanga á spýtunni þá bara krass. Spýtuskrattinn var laus og við hlunkuðumst báðar tvær niður. Spýtan brotnaði ekki en ég braut úlnlið hægri handar og það báðar pípurnar. Og þarna grenjuðum við allar í kór. Ég af sársauka en Adda og Gunna af hræðslu. Því að þær ætluðu aldrei að ná mér upp aftur.
8 ára úti í Danmörku hjá ömmu. Og hjá ömmu átti ég rosa flott rautt hjól. Amma átti heima í blokk og við annann gaflinn á blokkinni voru snúrustaurar. Úr járni með fjórar fætur. En gallinn var bara sá að þær voru ekki steyptar fastar heldur stóðu á einhverjum steypuklumpum. Og víííí hér kem ég á fullri siglingu á fína hjólinu og ætla svo að beygja á milli húss og staura, en nei. Þá höfðu staurarnir eitthvað færst nær húsinu og mín krassaði. Með vinstri hendi upp að húsinu og braut úlnlið vinstri handa og það báðar pípurnar.
9 ára og enn í Miðstrætinu. þessu yndislega gamla og fallega húsi. Nema að í ganginum niðri var svona risa stór pottofn. Muniði þessi rosalegu þungu. Og þessi var sérdeilis breiður og oft hafði maður setið á honum, það er að segja ef hann var ekki of heitur. En sem sagt þennan tiltekna dag stend ég fyrir framan ofnskömmina og er að myndast við að príla upp á hann, en næsta sem ég viss er að ég sit flötum fótum á gólfinu með skrattanns ofnin ofan á mér. Halló hver losaði ofnin. Shit hvað ég meyddi mig. Leggirnir á mér voru eins og flottustu randalínur, með fjólubláu kremi.
8-9 ára í afmæli hjá Rósu vinkonu í næsta húsi og við fórum í fullt af leikjum og þar á meðal hollinn skollinn. Eða heitir það ekki það. Allavega bundið fyrir augun á mér og svo snúið. En eitthvað varð mín ringluð, missti jafnvægið dett fram fyrir mig og lendi með augað á hornið á skenkinum. Glóðurauga frá helvíti.
Svipaður tími og ég fer í Vindáshlíð. Og þar hlaut ég formlega nafnbótina Hrakfallabálkur. Var að róla mér og rólan slitnar, ég lendi á rassinum og rólan bankar í haus og bak.
12 ára. Er að labba á grindverki. Gerðum ansi mikið af því þessum tíma. Alltaf að æfa jafnvægið eða bara eitthvað. Nema mín missir að sjálfsögðu jafnvægið og kloflendir á fjandans spýtunni
12 ára. Fer á skíði eða tunnustafi eða eitthvað álíka hér upp í móa. Voða dugleg, búin að fara eina ferð sem gekk svona glimrandi vel og svo aðra. En nei. Þá tók sig til eithvert andskotans grjót og skaust fyrir mig. Mín sem sagt krassa aftur og sit eftir með brotinn þumal.
13 ára. Er heima með vinkonu minni og við ætlum að poppa. Set smjörlíki í pott og svo stelumst við til að hringja. Eins og þið vitið af minni kynslóð hringdi maður aldrei nema fá leyfi fyrst. En hvað um það. Við hendum okkur upp í hjónarúm og liggjum þar og blöðrum í símann. Örugglega við einhverja stráka. Og svo veit ég ekki fyrr en bróðir minn kemur og segir, voðalega er skrítin lykt af þessu poppi. Obbosí. Við bara gleymdum poppinu. Hendist fram í eldhús farið að loga í potti og mín grípur pottinn traustataki og hendist fram á bað og set hann undir kalda vatnið. Kviss. Smjörlíkið þeyttist í allar áttir og þá sérstaklega á handlegginn á mér, vinstri. Pabbi kom og keyrði mig upp á slysó og þar mátti ég dúsa með handlegginn í vatni í 4-5 klukkutíma. Síðan svoleiðis vafin frá fingri upp að öxl. Eins og fílsfótur var hann. Hverjum dettur í hug að hlaupa með pottin úr eldhúsinu inn á bað. Ha. Engum öðrum en mér.
15 ára. Skíðaferðalag með Hólabrekkuskóla og það í 3 daga. Jeyyyy. Búin að fá lánaðar allar græjur svo nú átti að taka það. Æfði mig vel og lengi í barnabrekkunni. Og þá vildi kennarinn að ég færi í næstu brekku. Þessa þarna stórhættulegu. Og þar voru svigstangir eða hvað þetta nú heitir. Gengur bara vel í fyrstu ferð. Gerði allt rétt. Hægri vinstri. Hægri vinstri. En í næstu ferð tókst mér að vefja sjálfri mér utan um eina stöngina og endasentist á hausinn. Annað skíðið stakst ofan í snjóinn og öryggislæsingin sem á að opnast við svona tækifæri, tók upp á því að halda bara fast. Ætlaði sko ekki að sleppa mér. Þannig að fóturinn snérist ansi mikið. Hnéð á mér varð kolsvart á hálftíma og ummálið eins og á góðri bowling kúlu. Þetta gerðist eftir hádegi á föstudeginum svo mín mátti húka inni allan tíman
17 ára og ólétt af Lonni. Er að koma frá ömmu og afa í Miðstræti. Labbandi átti engan bíl. Hálka að sjálfsögðu. Húrrast á rassinn og renn niður hálfan Bókhlöðustíginn. Falleg sjón það með kúluna út í loftið. Svo bara hló ég eins og geðsjúk kelling.
17 ára og enn ólétt af Lonni. Er að koma heim á Hagamelin. Labbandi átti enn engan bíl. Og mín náttla að skoða svona í kringum sig og svo bara alltíeinu bamm. Haldið ekki að ég labbi á STÓRAN GULAN VÖRUBÍL. Halló. Gat hann ekki verið aðeins stærri svo ég sæi hann.
31 árs. Stekk inn í herbergi til Lonni og næ að krækja sjalfri mér í hurðarhúninn og missi jafnvægið, dett svona fram fyrir mig og til að reyna að halda jafnvægi byrja ég að dansa á milli draslsins sem liggur á gólfinu hjá heimasætunni, (enda sko nóg af því) og í öllum látunum rek ég tærnar svo skart í rúmgaflinn hjá henni að ég braut eina tá.
36 ára. Ættarmót í Vík í Mýrdal. Vorum í litlu húsunum þarna vinstra megin ef þú kemur úr bænum. Vorum með svona risa partýtjald og því var tjaldað í bala rétt fyrir neðan húsin. Ég er sem sagt að labba niður þessa brekku að tjaldinu á strigaskóm, grasið blautt og hált svo ég náttla renn og heyri "smell". Upp á slysó daginn eftir og þá höfðu trosnað sinar. Finn enn fyrir þessu ef ég beyti fætinum vitlaust.
Hmmm, hvað skyldi nú hafa orðið til þess að ég fer að rifja þetta allt upp hér. Jú mikið rétt. Mín bara stórslasaði sig ÞRISVAR í vinnunni í dag. Halló. Á mar ekki bara að vera undir sæng á svona dögum. Ég spyr.
Nr. 1. Er að laga mér kaffi og þar sem engin kaffikanna er á þessum dásamlega vinnustað mínum eru þetta svona frekar fornar afhafnir. Ég sem sagt sýð vatn í örbylgjunni, set kaffipoka í könnuna mína og helli svo þar í. Svo þarf ég að halda á pokanum á meðan kaffi lekur í gegn. Er svo búina að kuðla opið á pokanum saman í annari og held á bollanum í hinni og er að labba að ruslinu til að losa mig við pokann. En pokadruslan rennur mér úr greipum og hellist yfir hendina sem heldur á bollanum. Og nú er ég svo bólgin að hnúarnir sjást ekki. Feitur sviði fylgir þessu að sjálfssögðu og er það ástæða þess að ég er ekki sofandi núna.
Nr.2. Fer inn í grænmetiskæli að ganga frá vörum sem voru að koma. Tek eftir svona tryllu hrikalega þungri, svona til að lyfta brettum og dóti. Hún sem sagt stendur fyrir framan hurðina inn í kælinn. En ég er ekkert að spá í það. Kem svo út aftur og rek þá stóru tánna af alefli í tryllu drusluna og ég get svarið það ég missti andann. Shit hvað þetta var sárt. Nöglin á þessari tilteknu tá er nefnilega að strýða mér og vex aðeins niður í holdið. ARRRRRGGGGGG.
Nr.3. Fer og fæ mér sígó. Opna hurðina ekki alveg. Svona hurð eins og á bílskúr. Sest svo undir hurðina og drekk mitt kaffi(já ég tók sjensins og lagaði annan kaffi). Stend svo upp og bæng. Rek hausinn upp undir hurðina. Kúla þar.
Mikið sem ég er glöð að þessi dagur er á enda runninn.
Yfir og út krúsarknús. ................. Ætla að gá hvort ég geti ekki sofnað núna eftir allan þennan útblástur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli