á þessu bloggútliti mínu. Langar að breyta algjörlega um útlit á þessari síðu. En er eitthvað rög við að byrja, skíthrædd um að tína einhverju sem ekki má tína. Spái í þetta seinna. Fór í dag og lét taka fínu neglurnar af mér. Fékk alltíeinu upp í kok af þessum nöglum. Og bara varð að losna. Oh það er svo erfitt að vera skvísa. Ég verð bara að segja það. Átum svo á okkur gat af baunum og saltara. Slurp. Gott, gott. Stelpurnar komu með sínar familýju og átu á sig gat okkur til samlætis. Lenti í soldið skemmtilegu í gær. Eins og alþjóð veit var nottla öskudagur og fullt af furðufuglum komu og sungu í búðinni hjá okkur, í tilefni dagsins. Nema að ég hleyp inn á bakvið til að ná í skiptimynnt og þegar ég kem fram aftur standa fjórar stúlkur við kassann. Þrjár þeirra saman og ein svona sér. Hélt samt að þær væru allar saman. Nema hvað að þessi sem stendur ein spyr hvort hún megi syngja fyrir mig. Og er það sjálfgefið. En eitthvað fer hún á taugum greyið og segist vera svooo feimin og ég eitthvað, nei, nei láttu ekki svona. Og bæti svo við. Því syngið þið ekki allar saman. Stúlkukindin horfir á mig eins og ég sé eitthvað skrítin. (Sem ég náttla er). Í því sé ég konu koma labbandi innan úr búð sem ég kannast við sem móður vinar Arnar Arons. Og ég alveg, nei hæ hvað ert þú að gera hér. Og hún bara fer að hlægja og segir. Hvernig líst þér svo á "dóttur" þína. Mín bara alveg eitt ??merki. Og þá heyri ég hlátur fyrir aftan mig. Og viti menn. þessar þrjár yndisfögru stúlku voru sem sagt sonur minn Örn Aron, vinur hans Valgeir og bróðir hans Einar. Halló. Ég horfði á Örn og ég þekkti hann ekki. Ekki einu sinni þótt ég vissi að þetta væri hann. Minni er sko farið að förlast. Einu sinni mér áður brá. Ótrúlega flott gervi hjá Guðrúnu mömmu drengjanna. Jæja best að fara og sofa úr sér saltið.
Yfir og út krúsarknús............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli