laugardagur, febrúar 18, 2006

Alltaf sama sagan á þessum bæ.

Komin helgi og mín vakandi fram eftir öllu. Ekki að spyrja að því. Við mæðgin skruppum til Olgu í Idol gláp og ég er gjörsamlega yfirgengin af hneykslan. Come on. Hvað er í gangi með þessa þjóð. þessar þrjár sem lentu í neðstu sætunum eru með þeim sterkari þarna. Halló. Eiríkur og, sorry to say því ég held mikið upp á hann, Snorri áttu að vera þarna báðir tveir. Alveg sammála Bubba. If you can´t make it then fake it. Það sást langar leiðir að Snorri var ekki að fíla þetta Diskó. En þetta er ekki spurning um það. Survivor er málið honey. En oh ny god. Var Alexander Aron æði eða æði. Shitt mar. Ég var eins og fjórtán ára gelgja þegar hann fór í splittið. Veinaði upp og alles. Hann var gjörsamlega brjálæðislega flottur. En nóg um Idol í bili. Nú er það Evróvisjón
(eins og þeir segja), á morgun. Kæmi mér virkilega á óvart ef Silvía Nótt vinnur ekki þessa keppni, svo Birgitta getur bara haldið annan krísufund heima hjá sér með kaffi og kleinum. hehehe.... Er að spá í að skreppa í Mosóið og horfa með Guðnýju og Sigga á tjaldinu stóra. Heyri í henni á morgun og tékka hvort þau séu bissy eður ei. Annars væri ég líka alveg til í að senda Regínu Ósk þarna út. Ógeðslega flott stelpa, með beautiful rödd og lagið hrikalega flott. Verð svo að fara að drullast til að panta tíma hjá henni Ríkey minni í lit og klippingu. Og PLOKKUN. Er komin enn og aftur á þann stað að nú get ég farið að flétta helv.... augabrúnirnar. Þoli þær ekki. Öskubuska næsta föstudag með Sillunni minni. Hlakka alveg svakalega til. Bara heyrt gott um þá sýningu. En nú er komið að bóltíma. Góða nótt ljúflingarnir mínir.
Yfir og út krúsarknús...........

Engin ummæli: