mánudagur, mars 13, 2006

Jæja frúin öll að koma til.

Hreystra reyndar eins og fiskur á þurru, á handarbaki mínu hægra. Táin orðin góð og hausinn eins góður og hann getur orðið. hehe...Fór á Öskubusku á laugardaginn með Sillunni minni. Skemmtileg sýning og fjörug. Bergþór hélt sýningunni uppi að mínu mati og Davíð og Garðar Thor voru líka mjög góðir. Kvennraddirnar fundust mér frekar máttlausar og slappar. En það er bara mitt álit. Svo náttla Idolið. Alveg tímabært að Ingó fær heim. En erfitt er þetta orðið. Öll mjög góð sem eftir eru. Annars er þetta orðin spurning um það hvort þetta sé söngvaraleit eða dómaraleit. Held að dómararnir hafi aldrei verið eins skemmtilegir og þetta seasonið. Palli og Einar algjörlega að slá í gegn og Bubbi never better. Sigga siglir bara sinn sjó og er alltaf eins. En strákarnir my oh my. Love them. Hringdi í morgun á heilsugæsluna til að panta tíma hjá heimó doctore en nei mín kæra, má ekki bóka tíma hjá honum fyrr en tuttugasta og eitthvað mars. Þetta er eins og að panta tíma hjá kónginum að fá tíma hjá honum. Hef spáð í að skipta um lækni en nei mín kæra, þeir liggja sko ekki á lausu. Mér er nebbilega farið að vaxa horn. Jabb horn. Og það neðan úr hælnum. Ákvað að láta líta á þetta áður en halinn kæmi líka. Á að prufa að hringja á miðvikudaginn og kanski, bara kanski ef ég er heppin gæti ég fengið tíma hjá öðrum lækni. Læknamafían hvað. ha. Fór að skoða íbúð á Seilugranda í dag. Ferlega sæt og krúttleg íbúð. Hentar mér að öllu leyti nema einu. Og það er stofan. Eða það er að segja sýnishornið af stofu. Hefði þurft að losa mig við lötu strákana og hillusamstæðuna. Og það er sko ekki í myndinni. Lötu strákarnir fylgja mér og hana nú. En nú skal jeg lulle.
Yfir og út krúsarknús.............

Engin ummæli: