fimmtudagur, mars 23, 2006

Líkþorn!!!!!!!!!!!!!!!!

Jebb, líkþorn á hæl mínum fagra. Ekki að spyrja að því. Svo nú er að skunda í apótekið og kaupa líkþornsplástur. Finnst einhvernvegin að það séu bara gamlar konur sem fá líkþorn, en ég er ekkert gömul svo sú kenning stenst ekki lengur. Sumarbústaðaferð saumaklúbbsinns síkáta framundan. Jibbýjey. Heitur pottur, rauðvín, Sing star með Kollu í aðalhlutverkinu og Hljómar. Þeir eru okkur kellum mjög kærir. Keypti mér ilmvatn í dag. Liljan mín fann konu á Barnalandi sem er að selja Viktoria´s secret vörurnar og keypti fyrir mig Love spell. Svo nú lykta ég eins og nammi. Mmmmmm svoooooo góð lykt af því. Spurning hvernig bóndinn bregst við nýju lyktinni. Kannski hann éti mig barasta. Og svo elsku bestu bestu sem mig þekkja og dá. Mín er í söluátaki fyrir kórinn og sonurinn fyrir fótboltan. Ef ykkur vantar skeinir eða eldhúsblöð, lax, rækjur eða bekkjarýjur, endilega kommenta á mig og ég hef samband. Plíssss. Þið sko bara vitið ekki hvað það er gott að eiga fulla geymslu af skeinir. Losna við að bera þetta úr búðinni. hehehe.... Grínlaust alveg satt. Frí heimsendingarþjónusta og gleðin að sjá moi..... En nú skal ég í ból. Vinnan á morgun.
Yfir og út krúsarknús.....

Engin ummæli: