Góða kvöldi lesarar mínir kátir og glaðir. Þá er búið að kaupa fullt fullt af málningu og byrjað að mála. Það gengur samt ekki nógu hratt fyrir sig. Við eru í afturábakgírnum hjónin. En við ætlum að vera voða dugleg á morgun. Diddi fór í Hörpu-Sjöfn með skrifað á blaði frá mér, nöfn og litanúmer á þeim litum sem við völdum. Arrrrrrrg, haldiði ekki að ég hafi skrifað vitlaust litanúmer við einn litinn. Og liturinn sá er alls ekki nógu góður. Vona að það sé opið á morgun svo við getum farið með þennann ljóta lit og athugað hvort ekki megi bjarga honum. Plíííís góði Guð. Fiktaði aðeins í blogginu hennar Lonni og setti inn linka á heimasíður og blogg annarra. Voða dugleg. Þarf svo að setja inn hjá henni Commentið og teljara. Þá verður þetta orðið gasalega smart hjá henni. Svo þvoði ég stofu og eldhúsgardínur í dag og pússaði alla myndaramma, og þeir eru sko ekki fáir. Ætla ekki að hafa þetta lengra í kvöld, þarf að fara að koma mér í bólið svo ég verð hress á morgun. Sýnist á öllu að ég verði að beila á Kramhúsið með kórnum. So bí it.
Góða nótt og sofið rótt.
Knús og kossar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli