sunnudagur, nóvember 30, 2003

Góða kvöldi lesarar mínir kátir og glaðir. Þá er búið að kaupa fullt fullt af málningu og byrjað að mála. Það gengur samt ekki nógu hratt fyrir sig. Við eru í afturábakgírnum hjónin. En við ætlum að vera voða dugleg á morgun. Diddi fór í Hörpu-Sjöfn með skrifað á blaði frá mér, nöfn og litanúmer á þeim litum sem við völdum. Arrrrrrrg, haldiði ekki að ég hafi skrifað vitlaust litanúmer við einn litinn. Og liturinn sá er alls ekki nógu góður. Vona að það sé opið á morgun svo við getum farið með þennann ljóta lit og athugað hvort ekki megi bjarga honum. Plíííís góði Guð. Fiktaði aðeins í blogginu hennar Lonni og setti inn linka á heimasíður og blogg annarra. Voða dugleg. Þarf svo að setja inn hjá henni Commentið og teljara. Þá verður þetta orðið gasalega smart hjá henni. Svo þvoði ég stofu og eldhúsgardínur í dag og pússaði alla myndaramma, og þeir eru sko ekki fáir. Ætla ekki að hafa þetta lengra í kvöld, þarf að fara að koma mér í bólið svo ég verð hress á morgun. Sýnist á öllu að ég verði að beila á Kramhúsið með kórnum. So bí it.
Góða nótt og sofið rótt.
Knús og kossar.

Engin ummæli: