fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Well, þá er mar búin að skila af sér skiptivaktinni. Alltaf gott að vera skuldlaus á vaktirnar. Svo fór maður bara í gott fótabað og tók neglurna í gegn á tásunum og skrapaði siggið af, og þá bara svífur maður um. Semsagt gott pedicure. Eða heitir það ekki það. Svo er jólahlaðborð í vinnunni á föstudag á Loftleiðum. Og ég sem var búin að vera með stór orð um það að ég ætlaði sko ekki að fá mér í glas, því nóg væri komið á þessu blessaða hausti. En svo áskotnaðist mér aukamiði á þessu dásamlega lága verði 1500 kall og sló til og bauð spúsanum mínum með og reddaði mér fríi í vinnunni til klukkan eitt á laugardaginn. Svo eitthvað verður víst smakkað. :-)))) Ég bað stubbinn minn að taka upp Fólk með Sirrý í kvöld því að hann man allt svona miklu betur en bóndinn, en svo gleymdi hann því þessi elska. Hringdi í mömmu sína í vinnuna og hvíslar fyrirgefðu. Og ég spyr hvað ég eigi að fyrirgefa. Og aftur er hvíslað. Ég gleymdi að taka upp fyrir þig. Og þessi ræfill var alveg hreint miður sín, að gleyma þessu. En hann lofaði að minna mig á endursýninguna. Er þetta ekki sætt. Svona geta þau verið stundum. Ekkert nema hugulsemin. Góður frídagur frammundan, kannski að maður fari að gera eitthvað tengt jólum. Þvo glugga og tjöld. Svo þarf að fara að hringja í vini og ættingja og bjóða miða á jólatónleikana.
Drífa í því áður en fólk velur sér eitthvað annað. Talandi um jólajóla. Heyrði i Diddú og Palla hjá Gísla Marteini síðustu helgi, og ég verð bara að segja það að þau eru hreint yndi. Ég fékk bara tár í augun. Þetta var alveg hrein dásamlegt lag sem þau sungu. Og það er alveg klárt að þessi diskur verður keyptur inn á þetta heimili. Jæja núna er mín orðin væmin svo það er best að fara að hætta þessu og koma sér í ból.
Knús og kossar.

Engin ummæli: