Góða kvöldið enn og aftur.
Hún er nú farin að hljóma soldið þreytt þessi hæ kveðja. Veit ekki alveg hvernig ég á að byrja þetta blessaða blogg mitt. Ef þið hafið skoðun á því, endilega látið mig vita. Nóg um það, var að skríða heim úr vinnunni og löng helgi frammundan. Fer á stubb á morgun. þ.e. 12 til 18. Tók svo að mér aukavaktir bæði föstud. og laugardags nótt, frá klukkan 24 til 06. Svo það er viðbúið að lítið verði um skrif hér fyrr en á sunnudagskvöldið kannski. En, það gefur krónur tvær á bak við kletta að taka nokkrar aukavaktir, eins og Björvin hefði orðað það. Jæja, nú eru Silla og John í Róm og hafa það öurgglega voða næs og huggó. hmhm. Adda kom hér í dag og þurfti að fá einn "óþverra" áður en ég fór í vinnu, og að sjálfsögðu vann hún mig. Skil ekkert í þessari sjálfpyndingarhvöt í mér að spila þetta aftur og aftur og svo tapa ég alltaf. ARG. Ég verð að viðurkenna það að ég er orðin annsi tapsár upp á síðkastið. Svo keyrði ég Örn Aron í bankann og hann tók út af bókinni sinni til að kaupa sér Fífa 2004 í Play station tövuna sína, og svo skokkaði hann hinn glaðasti ásamt Antoni Erni besta vini sínum í strætó inní Smáralind að versla. Það er ótrúlegt að sjá stoltið skína af andliti barnsins þegar það hefur náð að spara fyrir einhverju sem það virkilega langar í. Allt annað en þegar þau fá það að gjöf. Auðvitað eru þau glöð að fá pakka, en það er alltaf spes að safna sjálfur, og sjá að nammiaurarnir geti orðið að einhverju varanlegu. Jæja þetta er að verða ágæt, enn og aftur er komin tími til að fara í ból. Merkilegt með mig, að mér finnst jafnleiðinlegt að fara að sofa á kvöldin eins og mér finnst leiðinlegt að fara framm úr á morgnana.
Góða nótt þið öll.
Bæbæ.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli