Góða kvöldið kæru gestir, ef það eru einhverjir. Var að koma heim úr vinnunni og verð að sjálfsögðu að skrifa nokkrar línur fyrir svefninn. Silla kom hér í morgun og lagaði bloggið, og það var sko ekkert smá mál, neibb það var sko stórmál. Nú getið þið kommentað á það sem ég er að krota hér og svo telur síðan mín líka hversu margir líta inn hjá mér. Jeiiiiiiiiiiiiiiiiii. Oh þetta er svo gaman. Svo leit ég á bloggið hennar Sillu, og hvað haldið þið. Þau nýgiftu eru sko að fara til Rómar í fyrramálið. Lítill undirbúningur það. það var ákveðið seinnipartinn í dag. Vona bara að þau njóti sín vel og mikið. Það mætti kannski líta á þetta sem nokkurskonar brúðkaupsferð. Jamm og já.
Lonni og Baldur litu við hjá mér í vinnuna í kvöld, þau voru að koma úr bíó, fóru að sjá Scari movie 3 og þótti hún bara he..... góð. Svo komu pabbi og mamma líka í heimsók í vinnuna til mín. Þetta var sko farið að líta út eins og ættarmót hjá mér. En það er sko bara í góðu lagi. Það var reyndar vaktstjórafundur á S4 í dag, en þar sem ég fékk ekki að vita um hann fyrr en um 9 í gærkvöldi fór ég ekki. Því að ég var búin að boða Silluna heim í bloggið. Ótrúlegt með þessi samskipti í þessari vinnu minni. Fundurinn var ákveðinn á mánudag og hefði ég vitað af honum þá. þá hefði ég beðið Sillu að koma annan dag. But so be it.. Nú er bókin hennar Stínu komin út og vonandi gengur vel að selja hana. Ég verð nú að segja það að ég hlakka nú soldið til að lesa hana. Hún hefur átt ótrúlega erfitt líf en komið niður á báðar fæturnar. Ég kynntist Stínu þegar ég byrjaði í Gospelsystrum, og svo komst ég að því seinna að hún og mamma unnu saman fyrir margt löngu. Svona er heimurinn lítill. Ég bauð pabba og mömmu í mat á föstudaginn en það er ekki víst að þau komi. Henni langar upp í sumó. Ég held hreinnlega að hún gæti búið þar. En ég er voða glöð fyrir þeirra hönd hægri og mína vinstri að þau eigi þetta skjól í sveitinni. Það gefur þeim ótrúlega mikið. En þau fara sko ekki til að slappa af, ó nei. það er smíðað, málað, pússað, sagað og neglt. Ótrúleg orka í þessu fólki. Þyrfti að vera hægt að tappa þeim á flösku. Þannig að þegar ég þyrfti að þrífa, þá tæki ég einn góðann sopa af mömmu og ef Diddi þyrfti að laga og bæta, þá fengi hann sér bara einn sjúss af pabba. Er það ekki. Jú mér líst vel á það. Jæja best að fara að koma sér í rúmið. Hroturnar í Didda heyrast hingað inn í sjónvarpsherbergi og mig sifjar af þessum hljóðum. Er farin að öfunda hann af þessum dásamlega svefni, svo nú er bara að færa Stubbinn sem sofnar alltaf í mömmu bóli og skríða svo upp í heitt rúmið.
Góða nótt og sofið rótt í alla nótt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli