Jæja þá er maður loksins komin heim. Ahhhhhhhhh hvað það er nú gott að koma heim eftir svona langann dag. Fyrst í vinnuna og svo á bökunarnámskeið, rétt leit við heima til að ná í kórtöskuna og svo á æfingu. Mundi svo á leiðinni heim af æfingu að það væri saumó hjá Kollu í kvöld. Svo ég mátti bruna þangað og stoppaði að sjálfsögðu mikið lengur en til stóð. Undarlegt með þessa saumaklúbba, alltaf mesta slúðrið þegar maður er að fara að standa upp og týja sig heim, svo niður sest marður aftur og klukkan tifar. Tikk takk, tikk takk. Og svo annað. Haldiði ekki að ég hafi gleymt auka kóræfingu sem átti að vera í gær. Arg arg, djö. sem ég var reið út í sjálf mig. Held að minnið sé alveg að gefa sig. En mér er sagt að ég hafi ekki misst af miklu, svo ég sætti mig við orðin hlut. En hvað um það, held ég nenni ekki að skrifa meira hér, þarf að vakna korter fyrir 7 til vinnu svo ég held að best sé að drífa sig í ból.
Knús og kossar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli