miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Góða og blessaða kvöldið. Var að stíga inn úr dyrunum. Fór á kóræfingu, það var samæfing með Voxurum og Stúlknakórnum, Úff, hitinn í þessu húsi þegar allar þessar konur eru samankomar. Svo mætti fiðluleikarinn, og hann var alveg hreint æðislegur. það er nú meira hvað mér finnst þetta hljóðfæri dásamlegt. Yndisfagrir tónar. Síðan rokið beint upp í Ými þar sem Strætó kórinn var með tónleika. Þeir voru bara ferlega góðir. Sungu lögin sem eru á diskinum sem þeir voru að gefa út. Og að sjálfsögðu var hann keyptur. (diskurinn). Silla kom í dag og margt var spjallað. Þurfum að hittast oftar, núna þegar við hittumst ekki lengur á æfingum. Svo er ég núna að bíða eftir að tíminn líði því að ég er að fara á næturvakt. Jísös, mín verður dauð á morgun, því að þá á ég kvöldvakt. Ussuss, þetta blogg mitt er farið að hljóma eins og vinnuskýrsla. Annars sendi Lilja mín á mig sms og spurði hvort ég vildi baka til jólanna með henni. Og ég sem ætlaði að láta bakaríið baka fyrir mig. Spurning hvort maður geri það ekki fyrir hana þessa elsku. Hún er jú að reyna að vera voða myndarleg húsmóðir.
Kannski að maður taki vanilluhringi og piparkökur. Þær eru alltaf bestar. Svo er laufabrauðsbakstur í skólanum hjá Erni á laugardaginn. Og við skrifuðum okkur fyrir 20 kökur. Svo við þurfum að mæta og skera út. Gaman gaman. Jæja dúllurnar mínar læt þetta duga í bili, er að hjálpa drengnum að læra. Merkilegt að það skuli alltaf dragast framm á kvöld og hann orðin þreyttur og úrillur. Svo kveð ég að sinni og fer að næra fólk á pyslum með kartöflusalati í nótt.
Knús og kossar.

Engin ummæli: