Jæja þá er ég mætt aftur, og miklu hressari en í gær. Skil ekki þetta slen sem var yfir mér í gær. En það er farið sem betur fer. Ætli þetta sé bara ekki skammdegið og allt þetta myrkur. Enginn snjór til að lýsa upp tilveruna, þó svo að ég geti ekki sagt að ég sakni hanns. Kannski bara komin tími til að hengja upp jólaljós og lýsa upp daginn, sé að fólk er aðeins byrjað á því. Kannski að maður drífi bara í því eftir helgina. Þá er vinnuhelgin að baki. Ótrulegt hvað þessar þrjár vikur líða fljótt. Mér finnst ég alltaf eiga vinnuhelgi, þó svo að það sé aðeins á þriggja vikna fresti. Fór á kóræfingu í kvöld sem var í styttri kanntinum, var samt mjög góð og ótrúlega lítið að tjatti. Það er alveg ótrúlegt hvað þessar konur þurfa alltaf að tala mikið á æfingum. Um leið og síðasti tónn er sleginn af breytist þetta annars ágæta hús í fuglabjarg. Jísös mar, maður getur sko alveg fengið sig fullsadda af kellingum stundum. Nóafens, mér er ekkert illa við þær. Mættu bara fara sjálfar eftir því sem þær kenna börnum sínum. Að taka eftir því sem kennarinn segir og ekki vera með læti í tíma. Eða hvað finnst ykkur?
En eins og ég sagði var lítið um mas í kvöld og við náðum að fara yfir "allt" prógrammið. Er vi ikke dugtige. Meðan ég sit hér er Survivor í bakgrunninn í endursýningu,sem ég fylgist að sjálfsögðu náið með, og mér er algjörlega hulin ráðgáta hvernig í ósköpunum skuli standa á því að þessi ótrúlega leiðinlegi Jon er ekki löngu farin. Hvað eru þau að pæla. Það er ekki eins og hann fari ekki í taugarnar á þeim, þau tala ekki um annað en hvað hann er leiðinlegur og svo framleiðis..
Annars komin tími á ból, enn og aftur.
Knús og kossar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli