Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Þvílíkt og annað eins slen. Man hreinlega varla eftir að hafa verið svona doll áður.
Netti ekki að skrifa hér í gær, en átti mjög góðann dag í gær. Eins og áður hefur komið framm fórum við Örn Aron að sjá Dýrinn í Hálsskógi. Og ég verð bara að segja það að þetta er leikrit sem batnar með árunum. Fór síðast með Lonni mína, en þetta var mikið skemmtilegra núna. Veit ekki hvort okkar skemmti sér betur. Stubburinn minn kom mér heldur betur á óvart. Hann sem þykist vera orðinn svo stór og fullorðinn (10 ára) lifði sig svo inn í leikritið að það hálfa væri nóg. Hjálpaði Lilla klifurmús að snúa á Rebba og ég veit ekki hvað og hvað. Litli strákurinn hennar mömmu sinnar er þarna ennþá. Mikið var ég glöð að sjá það. Svo var nú ekki leiðinlegt að lenda akkúrat á sýningu sem Andri frændi hanns leikur í. Hann er íkornastrákur. Stóð sig bara voða vel. Svo var afmæliskaffi hjá pabba í gærkvöldi og tókst með ágætum. Mikið gott að borða og alltaf gaman að hitta frænkur og frændur sem maður annars hittir ekkert. Það er af sem áður var. Þá var maður svo duglegur að fara í heimsóknir og fá fólk í heimsókn, en núna fer maður ekki neitt. Ótrúlegt hvað allir eru orðnir upptekknir við ekki neitt. Jæja nú bara get ég ekki pikkað meira á þetta lyklaborð, var svo óheppin að skera mig á kassa í vinnunni áðan og það beint á góm vísifingurs. Ósköp lítið og ómerkilegt sár en skrattanum sárara.
Knús og kossar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli