mánudagur, nóvember 24, 2003

Úff. loksins er hún liðin þessi vinnuhelgi. Hún varð reyndar öðruvísi en ætlað var vegna veikinda næturstarfsmanns á laugar og sunnudagsnótt. Í hnotskurn var helginn einhvern vegin á þessa leið. Vinna frá hálf átta til sex á föstudag, heim í sturtu og beint til Stebbu í fordrykk fyrir jólahlaðborð. Mætt á Loftleiði um átta og ég mæli hiklaust með þessu danska jólahlaðborði þeirra. mmhmm. Fæ vatn í munninn að hugsa um það. Svo var farið upp í keiluhöll þar sem við á Bústaðavegi ætluðum að rústa Suðurfellinu í keilu. En það var klukktíma bið svo við fórum bara heim. Komin heim um hálf eitt og í rúm um eitt. Svaf eins og kreist sítróna til klukkan 12 og fór þá í vinnu og var til sex. Og þar sem það er víst í mínum verkahring að redda fólki ef það koma upp veikindi og svoleiðis leiðindi og ekkert fólk var að hafa, ýmist svöruðu ekki eða nenntu ekki, að þá bara tók ég að mér næturvaktin og mætti aftur klukkan 23.30 og var til klukkan 11.15 á sunnudagsmorguninn. Þá kom ein og kláraði mína vakt sem var til sex. Svo aftur á sunnudagsnóttina 23.30 til átta. Þannig að frídagurinn minn í dag sem átti að fara í það að setja upp jólagluggann minn fræga í eldhúsinu fór í svefn og ekkert gert. Er reyndar búin að þvo allann þvottinn. Er svo á kvöldvakt á morgun því að kóræfingin var færð til miðvikudags svo enn þurfti ég að fá skipt. Átti nebbilega að vera í fríi á morgun. Ótrúlegt hvað þessar elskur sem vinna með mér eru liðleg við mig. Svo þegar ér var rétt búin að redda þessum skiptum hringdi Jóhanna í Suðurfell og bað mig að koma í fyrramálið og hjálpa sér að taka á móti vörum og ganga frá, klukkan 9 til 2. og svo kvöldvaktin kl. 15.30 til 01.00. Ég verð dauð annað kvöld. Spurnig hvort ég komist upp stigana. Skil bara ekkert í því að ég skuli alltaf lenda upp á þriðju hæð. Næt þegar ég flyt verða ekki skoðaðar íbúðir nema þær séu á jarðhæð eða í lyftuhúsi. Og hana nú. Nú svo var mín að setja í jólalíkjörin, eins og allar aðrar húsmæður virðast vera að gera núna. Þessi sem kom í kökublaði Gestgjafans. Það var sko ekki heiglum hennt að fá vanillustangirnar, þær voru uppseldar búð eftir búð. En það hafðist að lokum. Eins gott að hann bragðist vel svo ég þurfi ekki að sjá eftir vodkanum í þetta. Jæja dúllurnar mínar það er enn og aftur komin tími á ból hjá mér. Ég þarf snemma af stað í fyrramálið því að ég þarf að LABBA í vinnuna. Það er svosem ekkert langt upp í Suðurfell en það er kallt og hált. Svo nú fer ég í hátt.
Knús og kossar.

Engin ummæli: