miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Skipti, skipti og meiri skipti. Mundi það í morgun klukkan hálf átta að það átti að vera saumó í kvöld hjá Hrönn. Síðasti fyrir jól, svo ég varð náttúrulega að redda mér öðruvísi. Endaði á því að skipta á næturvakt annað kvöld. Jís það sem mar leggur á sig. Ég er eiginlega búin að komast að því að ég hreinlega má bara ekkert vera að því að vinna. En það er ekki í boðinu. Svo maður verður að redda því sem reddað verður. Labbaði upp í Suðurfell í morgun, og á leiðinni byrjaði að kyngja niður snjónum og ég var eins og snjókelling þegar ég náði á leiðarenda. Og mikið var þetta hressandi að byrja daginn svona. Held að það sé langt síðan ég mætti svona vel vakandi í vinnuna að morgni til. Slapp samt við að labba heim því að Diddi kom með bílinn og var þá búinn að láta setja vetrardekkin undir. Allt annað líf. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að spóla og komast hvorki lönd né strönd. Saumóinn fínn í kvöld og við ákváðum það að breyta honum aðeins eftir nýárið og hafa léttkvöldverðisklúbb og sleppa þessum tertum og heitu réttum. Sýndi þeim bloggið mitt, því sumir voru ekki alveg að skilja út á hvað þetta gengi, og fannst hálfskrítið að skrifa sona dót sem hver og einn gæti lesið. Þær ættu bara að prófa. Ég er viss um að þær yrðu húkkt eins undirrituð. Sætu stjarfar við tölvuna og pikkuðu í gríð og erg. Svo er Stætó kórinn með tónleika í Ými annað kvöld og ég ætla að reyna að stinga af snemma af kóræfingunni. Báðir bræður Didda og mágur eru í kórnum svo ég verð að komast. Og ekki skemmir að þeir eru að frumflytja lag og ljóð eftir tengdapabba. Lilja systir Didda kunni lagið frá því að hún var ung og söng það inn á spólu og svo var einhver snillingur sem skrifaði nótur eftir því. Þetta er alveg yndislegt lag, og þó að ég næði bara að heyra það þá væri ég ánægð. En nú er klukkan orðin margt og ég þarf að lúlla soldið svo enn og aftur.
Knús og kossar.

Engin ummæli: