sunnudagur, nóvember 09, 2003

Well,well.well. God afton alle mine venner. Nú er þessi helgi liðin og ekkert gert annað en að vinna og sofa. Svo ekki hefur maður frá mörgu að segja. Það er soldið annað að vinna á nóttunni en daginn, það er allt annar þjóðflokkur sem verslar þá. Ég verð nú að segja það að alveg er það ömurlegt að sjá alla þessa krakka koma svo blindfull og dópuð í pylsu og kók. Mann tekur hreint og beint í hjartað. En jæja nú er ný vika framundan og morgunvaktir. Það er nú alltaf bestu vaktirna, búin klukkan 4. Fengum heimboð frá Sigga og Guðnýju og Siggi var ekkert að tvínóna við hlutina og skellti í eina brúna Betty.
Svo tók hann upp nikkuna og gaf okkur smá sýnishorn af því sem hann kann. Það er nú alltaf smá fílingur í nikku-tónlistinni.
Mann fer alltaf að klæja í tærnar og langar að taka sporið. Einn Polka eða Skottís. Á morgun er vinahópur hjá Erni Aroni og við ætlum að skella okkur í Mjóddina og taka einn leik í keilu. Heppin ég að þeir eru bara 4. svo heim í kex og mjólk. Það er nokkuð ljóst að það er alltof gaman í Róm til að Silla hafi tima til að blogga. Eitthvað var hún búin að hóta því að setja inn kannski nokkrar línur. Jæja skrítið að alltaf skuli vera komin tími til að fara í ból þegar ég skrifa hér. En hvað um það. Meira seinna.
Góða nótt og sofið rótt.
Bæbæ

Engin ummæli: