miðvikudagur, desember 03, 2003

Jæja,jæja,jæja. Þá er mín mætt aftur eftir 2ja daga hlé. Úff, ég var valveg búin að steingleyma hvað það er mikið fyrirtæki að mála. Hér er allt á rúi og stúi. Og það er sko langt síðan það hafa komið svona margir gestir eina helgi og þessa síðustu.
Hér fór eiginlega ekkert að ganga í málardæminu fyrr en Ámundi kom og bað um bol. Þá fóru hlutirnir að ganga. Hann kom svo beint úr vinnu aftur í gær og þá var klárað að mála. En æjæj, hér varð smá slys. Helv.... stofuskápurinn gliðnaði í
sundur og öll glösin okkar fóru í gólfið. Jíses kræst. Allur kristalllinn og gamla gamla bollastellið frá afa og ömmu Didda.
Ásamt kakó könnunni sem fylgdi því. Það var sárt að sjá þetta allt fara mélinu smærra. En gott að enginn slasaðist. Diddinn minn hrasaði í stiganum og datt á skápinn og bæng. Bara gliðnaði þannig að hillurnar duttu. Þetta er svona þetta Ikea dót, allt fest saman á einhverjum litlum töppum. En hér er samt orðið voða fínt, bara eftir að mála skáphurðirnar í ganginum og ganga frá og þrífa. Og það er ekkert smá af ryki hér eftir þessi herlegheit. Skrópaði á kóræfingu í kvöld sökum anna hér heima, og er með bullandi móral. Því mín er ekki með þetta allt á hreinu. Tók mér sumarfrí í vinnunni í dag og á morgun. Var svo heppinn að eiga inni 5 daga. Svo nú á ég 3 daga eftir. Notalegt að eiga svona inni þega maður þarf aukafrí. Sá Stínu stuð í Ísland í bítið í morgun. Og hún var bara voða fín og einlæg. Verst að hafa misst af útgáfuteitinu í kvöld, en svona er lífið, það er víst ekki allt fengið. Nú held ég að ég verði að fara að drífa mig og skrúbba eldhúsgólfið og koma því í lag.
Heyrumst síðar.
Knús og kossar.

Engin ummæli: