Oh my gos, hvað það er búið að vera næs að vera í fríi í dag. Kom bara heilmiklu í verk. Ryksugaði. þurrkaði af, kláraði að þvo tauið og tók til. Hvort sem þið trúið því eða ekki er ekki ein tuska í óhreina tauinu og snúrugrindin er ekki inni í stofu. Stendur upp við vegg í hjónó. Dísös, ég hreinlega man ekki hvenær þessi bansetta grind hvarf úr stofunni síðast. Hm, verður samt örugglega ekki langt í að hún hökti út úr hjónó og stilli sér upp í stofunni eins og hún eigi hana. Hjálppppp, mig vantar þvottahús, ætli það væri ekki best að byggja bara yfir svalirnar og stilla henni upp þar. Haha. Jæja ég var að koma frá Olgu og dýragarðinum, fékk að koma og glápa á Idolið. Ég kaus Helga nr 8 og var svo í vandræðum með hitt atkvæðið en lét svo vaða á Tinnu Ósk nr 7 fannst hún bara helv..... góð miðað við aldur. En hún komst ekki áfram greyið.
Það verður gaman að sjá hvaða 8 krakkar mæta í næstu viku. Einhvernveginn finnst mér að það ættu allavega að vera þau sem lenntu í 3ja sæti, en hvað veit ég sosem, venjuleg húsmóðirin. Þið eruð kannski að velta því fyrir ykkur því ég segi Olgu og dýragarðinum. Málið er að þar er allt fullt af dýrum. Hún er með, læðuna Birtu, tíkina Tátu, og svo að mig minnir 2 kanínur og svona kannski 10 hamstra. Var með páfagauk, en gaf hann vegna þess að hann var að æra hana, sendi sms liðlangann daginn. Annars get ég bara alls ekki skilið hvernig fólk getur haft nagdýr í sínum húsum. Það er bara ekkert eins ógeðslegt til. Ég get ekki horft á þessar skepnur, t.d. er ég bara búin að horfa á hálfa Stuart mynd. Ok, það getur vel verið að ég sé biluð en þetta er bara fóbía hjá mér. Kanínur eru voða sætar en ekki inn á mitt heimili. Silla kommentaði á mig og spyr mig hvað "óþverri" sé. Það upplýsist hér með að það er spil sem spilað er á nokkra spilastokka og hefur þann annmarka að sá sem byrjar getur bara ekki hætt. Svo Silla mín, kannski ég bjóði þér í spil einhverntíman þ.e.a.s ef þú hefur gaman af spilum. Ok. Lonni mín fór til Svíþjóðar í morgun á MS ráðstefnu og kemur heim á sunnudaginn, svo ég er ansi hrædd um að hún verði útkeyrð eftir helgina. Þetta eru ótrúlega stíf prógröm á þessum ráðstefnum. Og svo hún Lilja mín, hún var að byrja að vinna hjá heimaþjónustunni, vona bara að henni gangi vel þar. Annars átti ég að vera að vinna fyrir Jónu Hlín á morgun, skiptivakt, en svo var Diddi búinn að taka að sér aukavaktir um helgina svo ég varð að redda því öðurvísi. Það er ekki endalaust hægt að skilja drenginn eftir einan heima. Nóg er nú samt. Jæja er þetta bara ekki orðið ágætt í kvöld. Síjaleiteraligeiter
Knús og kossar.
Hvað er eiginlega að þessu drasli. Nú er ég búin að klikka mörgusinnum á post&publish og það bara gerist ekkert . Ef þetta tekst ekki þá nenni ég allavega ekki að skrifa þetta allt saman aftur. :-(
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli