föstudagur, nóvember 21, 2003

Þá er frídagurinn liðinn og vinnuhelgi frammundan, ásamt jólahlaðborðinu. Vona bara að maturinn standist væntingarnar sem við öll berum að sjálfsögðu í brjósti. Fórum út í Viðey í fyrra og ég var sko bara ekkert ánægð með þann mat. Sósan var svört eins og svartasti Namibíu-búi, Risalamandið var allt í kekkjum, og mín sem er alin upp við Risalamand (dönsk) var sko ekki glöð með það, súpan eins og versta sósa og bara kló í kjallaranu og við upp í risi. Þið getið bara ímyndað ykkur allar ferðirnar í kjallarann þangað til við föttuðum að það mátti reykja þar. svo við vorum bara þar. Fínir sófar og stólar. Frídagurinn mikli þar sem átti að gera svo mikið er liðinn og ekkert gert. hmrffff. Skruppum þó til Dóra og Dagnýar. Dóri voða duglegur búinn að mála loftið í stofu, eldhúsi, borðstofu og gangi. Ó sú dásamlega málningarlykt. Styrkti mig í þeirri ákvörðun minni að við verðum að mála stofu, eldhús og gang fyrir jól. Hér hefur ekki verið málað síðan við fluttum inn og síðan eru liðin 5 ár. Og það er gjörsamlega vonlaust að þrífa þessa málningu. Er komin með litaspjöldin heim, fékk þau lánuð hjá Ámunda fyrir viku eða svo, svo nú er bara að taka ákvkörðun um liti. Og svo ætlar Baldur (Lilju) að smíða boga fyrir mig til að skilja af gang og stofu. Þannig að nú er bara að minna hann á það, þessa elsku. Lærður húsasmiðurinn ætti ekki að vera lengi að því. Lonni hringdi í hjálpartækjabankann og bað þá að sækja rúmið sem hún hafði fengið hjá þeim, því hún og Baldur (já Baldur. Þær eru ótrúlega fjölbreyttar í nafnavali á þessum tengdasonum mínum) fengu gefins rúm fyrir tvo. Sem er gott, því mér skilst,þau hafi verið á mörkunum að fá legusár í hinu rúminu. Það var lagst upp í á kvöldin og ekki hreyft sig meir fyrr en annað fór á fætur. Jísös, þvílík ánauð. Maður verður að vera frjáls í svefninum og hafa sitt pláss. Eða það finnst mér. Var að horfa á lokaþátt Bachelor og hann valdi að mínu mati réttu konuna. Það er að segja ef það er hægt við þessar aðstæður. Nú bíður maður bara eftir Íslenskum piparsveinaþætti. Hann hlýtur að koma eins og allt annað frá Ameríku. Skil ekki því við þurfum að apa allt upp eftir þeim.
Britney Spears hér í bakgrunninn hjá Jay Lenno, er ekki alveg að fatta hana. But ég hef heldur aldrei fílað hana. Obbs I did it again,I play with your heart......... Nóg um hana. Komin tími á ból, vakna klukkan 6.50 og vinna klukkan hálf átta.
Svo góða nótt og sofið rótt.
Knús og kossar.

Engin ummæli: