föstudagur, nóvember 07, 2003

Jæja hér er ég komin þrátt fyrir spár um annað. Verð bara að setja inn minn skammt.
Mamma og pabbi voru að fara, komu hér og borðuðu með okkur fiskibollur a la Diddi. Þær gerast bara ekki betri. Örn Aron vildi ekki fiskibollur og sá sæng sína útbreidda þegar Lonni kom hér við eftir klippingu og sagðist vera að fara að kaupa Pizzu með Idolinu, og henn fékk náðasamlegast að fara heim með henni. Mikil gleði þar. Er núna að bíða eftir þvottavélinn, er að þvo vinnubuxurnar og þarf að henda þeim í þurrkarann, svo þær séu klárar fyrir nóttina. Er svona að velta því fyrir mér hvort það borgi sig að leggja sig, en ætli maður verði þá bara ekki eins og gólftuska í vinnunni. Svo kannski borgar það sig ekki. Varð annars heldur betur kát áðan. Diddi fór að tína dósir á svölunum áðan sem höfðu fokið úr poka sínum í rokinu, og hvað haldið þið að hann hafi fundið. En ekki eina flösku af Passion Diablo. Jeiiiiiii. Hún verðu sko drukkin áður en ég fer að sofa í fyrramálið eftir næturvaktina. Þá ætti ég að sofna, en, to, tre. Jæja elskurnar mínar, það er best að fara og tékka á vélinni og henda í þurrkið. Heyrums síðar.
Bæbæ

Engin ummæli: