föstudagur, nóvember 28, 2003

Jæja dúllurnar mínar. Hér er ég mætt aftur. Ég get bara svarið það að þetta er orðið eins og dóp. Ég bara hreinlega get ekki farið að sofa fyrr en ég hef bloggað. Var að koma af kvöldvaktinni, svo stubbur á morgun 12-18 og svo tveggja daga frí. Jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. Oh hvað mig hlakkar til. Spúsinn er að tala um að mála um helgina, vona bara að hann standi við það .
Annars er ég með videoið í gangi og er að horfa-hlusta á Idolið. Wild card þáttinn. Og ég er nú bara hneyksluð að krakkarnir hafi ekki fengið að syngja aftur. Annars er ég voða doll núna og hef eiginlega voða lítið að segja. Sit hér og geyspa þessi heil ósköp. Held að ég láti þetta duga í kvöld, verð vonadi duglegri annað kvöld.. Sí ja leiter.
Knús og kossar.

Engin ummæli: