þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Hey du. Þá er maður sestur við tölvuna aftur. Er nú eitthvað löt við þetta akkúrat núna. Gerði nákvæmlega ekkert í dag, fer að efast um að það renni í mér blóðið. Skrapp aðeins til Ásthildar í kaffi (hún býr í næstu blokk). Og eitthvað fannst henni ég vera að drepast úr leti því að hún bauðs til að keyra mig heim. hahahahaha. hún er svo mikill húmoristi. Betri dagur í vændum á morgun, þá er söngtími hjá MP og svo kóræfing á eftir. Svo ætlum við Lonni að skreppa í Kringlun saman og kannski að við fáum okkur gott kaffi og spjall með. Það klikkar aldrei. Jæja ég nenni ekki að krota meira núna og bíð ykkur öllum góðra nætur. Verð vonandi öflugri á morgun
Bæbæ

Engin ummæli: