laugardagur, nóvember 15, 2003

Jæja þar datt allt út. Skil ekki hvað gerðist, þetta er ekki í fyrsta skiptið. Ég búin að skrifa helling og svo rek ég mig í einhvern hel...... takka og allt hverfur af skjánum. Fatta þetta ekki. En þá er bara að byrja upp á nýtt. Eins og kemur framm í blogginu hér á undan gat ég ekki publisað í gærkvöldi, en mín var sniðug og copy-aði það inn í Word og vistaði þar, og núna áðan sótti ég það og paste-aði því hér og það tókst. Er mín ekki klár? Við Örn Aron fórum í Hagkaup Skeifunni í dag og keyptum tvenna skó á hann. Þetta gat ekki gengið svona lengur, hann var kominn með tærnar út úr hinum. Og þar sem Adda á heima í næstu götu komum við þar við og að sjálfsögðu var tekinn einn júnóvott. Svo hringdi Klemens í mig úr vinnunni (hann var á aukavakt) og grátbað mig að vinna á morgun svo að hann þyrfti ekki að taka alla vaktina, og ég sá aumur á honum og lofaði að koma hálf átta til hálf tólf. Gat því miður ekki verið lengur því að við Örn erum að fara að sjá Dýrin í Hálsaskógi með Olgu og Kristínu. Og svo er afmæliskaffi hjá pabba annað köld. Hann á reyndar afmæli í dag. Til hamingju með daginn pabbi minn. Jæja ætli það sé ekki best að klára tiltekktina frá í gær og taka sjónvarpsherbergið í gegn. Það varð útundan í gær. Dí mar, ég er farin að hljóma eins og Silla. skúra, skrúbba og bóna. Nei bara grínast.
Nú held ég að þetta sé orðið gott í dag.
Knús og kossar.

Engin ummæli: