þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Jebb, mín er á Portugal

Mikill hiti, og enn meiri sól. En hér er rosa gott ad vera. Vorum ótrúlega heppin, Gudný og Siggi lentu í herbergi vid hlidina á okkur. Svo nú kollum vid bara af svolunum. Erud tid voknud???
Ekki flóknara en tad. Fengum saeti á Saga Class á leidinni út, og nú vil ég sko ekki ferdast odruvísi. Tvílíka plássid sem mar hefur tar. Aetludum í Sea Marine á morgun med fararstjórninni en tar sem ekki fékkst nógu gód maeting verdur ekkert af henni. Gerum bara eitthvad annad í stadin. Fórum í Algare mall í dag og gjorsamlega týndum okkur í Nike búdinni.
Helmingi ódýrara tar en heima. En gott í bili. Frekar erfitt ad fóta sig á tessu lyklabordi.
Aloa

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Gleraugnaveislan mikla

Jamm og já. Mín er búin að kaupa Gucci gleraugun flottu, ótrúlega flott á mér. Meiraðsegjakallinum finnst þau flott. Sonurinn alveg í rusli yfir þessum gleraugnakaupum móðurinnar. Skilur ekki að ég þurfi að eiga tvö sett og það svona dýr. Hehehehe..... þrifavikan mikla í vinnunni þessa dagana. Búin að vera alla vikuna og verð á morgun líka. Smá svona yfirvinna upp í gleraugnakaupin. Eða þannig. Allt að verða spikk og span þarna niðurfrá. Eins gott að þetta fólk sem þarna vinnur gangi nú vel um og haldi þessu við. Við stýran búnar að henda og henda. Ótrúlegt drasl sem safnast hefur þarna upp. Og rykið og drullan. Búin að taka allt úr hillum inni á lager og þvo og bóna. Ætla svo að vera í fríi á föstudaginn og þrífa hér allt út úr dyrum. Gengur notla ekki að bjóða foreldrunum upp á þennann skít. Þau ætla að vera hér með prinsinum á með við skötuhjúin skreppum í sólina í Portugal. Eða var ég ekki búin að segja ykkur það. VIÐ ERUM AÐ FARA TIL PORTUGAL.. Nei, bara svona rétt að nefna það.
But, nenni ekki meir að sinni.
Laters...........

mánudagur, ágúst 22, 2005

Rey news

Jebb, pistill á leiðinni elskurnar mínar. Jájá ég veit, ég veit. Mín búin að vera rosa löt að pistla hér. En nú skal aðeins bætt úr því. Fyrsta vinnuvika eftir sumarfrí búin og nóg að gera á þeim bænum. Höfum fengið hina furðulegustu kúnna inn um dyrnar þessa vikuna. Einn kom og fór í ruslatunnukast inni í búðinni, bara sí sona upp úr þurru. Braut hillugler og rusl út um allt. Nóttina eftir kom stúlka og stal hálfri ískistunni. Þ.e.a.s. innihaldinu, ekki sjálfri kistunni. Strákur í sjoppunni sem sá það og sagði mér frá því. Ég út í bil til stúlkunnar sem var í meira lagi drukkin, og bað hana að skila þessu. Vinkona hennar sem keyrði frekar spæld á sinni og baðst afsökunar fyrir hennar hönd. Ekkert með það, ég inn með ísinn og það næsta sem við vitum er að inn kemur þjófurinn alveg gjörsamlega brjáluð og ræðst á strákinn sem sagði til hennar. Lemur hann sundur og saman og kallar öllum illum nöfnum. Hann hendir henni út, en nei, inn kemur hún aftur og ræðst aftur á hann. Og henni er fleygt aftur út. Og þá loks fór hún. What´s becoming of this world I ask. Varð svo líka fyrir því óláni að annað glerið datt úr gleraugunum mínum eina nóttina og splass. Í þúsund mola. Og mín náttla hálf sjónlaus. Fór svo og verslaði mér ný gleraugu enda staðið lengi til. Lét eftir mér að fá mér svona Titan umgjörð, sem er engin umgjörð. Og kostar sko heilar 32 þúsund kall. En það er sko ekkert. Hvað haldiði að glerin kosti. Ja hér og aldeilis. 57 þúsund kall. Er ekki allt í lagi. Ég bara spyr. Svo þetta kostar heilar 89 þúsund. Oh lord. Eg þarf nebblega tvískipt gleraugu. En málið er að ég þarf samt að eiga önnur gleraugu með. Svona með bara nærsýnis og sjónskekkjuglerjum. Og ég er sko búin að finna spöngina á þau líka. Gucci. Og það fyndna er að hún er ódýrari en hin. Kostar 21 þúsund og er fjólublá. Ætla að kaupa hana líka. Bara að minna ykkur svo á það að eftir viku nákvæmlega verð ég stödd í Portugal í sólinni með bjór eða rauðvín í hönd ásamt spúsa mínum og minni bestu vinkonu Guðnýju og hennar spúsa Sigga. Datt bara í þau fyrir viku að skella sér með okkur og jibbý. Alltaf hrikalega gaman hjá okkur þegar við ferðumst saman og höfum sko farið í margar ferðirna hér innanlands. Diddinn minn átti afmæli á föstudaginn,48 ára orðinn kallinn. Mikael Orri ömmumús átti afmæli á laugardaginn orðin 1 árs og svo átti mín afmæli í gær, 45 ára kellan. Og þá er þessi afmælishrina búin. Til hamingju við öll. Svo var nú samt frekar leiðinlegur laugardagurinn, þrátt fyrir afmæli litla mannsins. Tító hennar Guðnýjar, lítill cavalier 8 ára, fékk hjartaslag og dó. Klinton hennar Ásthildar Silki terryer 4 mánaða varð fyrir bíl og dó. Tveir sama daginn. Elsku litlu krílin. En svona er þetta. Alltaf áhætta með blessuð gæludýrin.
En nú læt ég þessu lokið að sinni, lát að linni.
Laters............

föstudagur, ágúst 12, 2005

Bloggletin

alveg að drepa mig þessa dagana. Er engan vegin að nenna þessu. Hofi bara á lyklaborðið og bíð eftir því að orðin skoppi upp af sjálfu sér. En það er víst ekki að gerast. Svo það er best að kasta einhverju hér inn. Alveg sjálf og hjálparlaust. það er nú skemst frá því að segja að við hjónin höfum fest kaup á ferð til Portugal og hverfum héðan af landi brott þann 29 ágúst. Spriklandi með strákúst. Tvö alein og ekkert barn. Haldiði að það sé. Luxus.... Svo er spurning hvort að við getum myndað herlegheitin. Fína myndavélin sem ég fékk í jólagjöf tók upp á þeim ósköpum að hætta að smella af. En samt var hægt að smella af með fjarstýringunni. Nenni nú samt ekki að púkka upp á það. Fór með hana í viðgerð í gær, og mér til mikils svekkelsis þá senda þeir hana út. Og næsta ferð er ekki fyrr en í næstu viku. Nei sko sjáðu til frú mín góð við sendum ekki út daglega. Sorry. Búin að afreka það að kikka á hana Diddu besta skinn og henna mann á Hvolsvelli. Eiga þetta líka fína krúttlega hús þar. Geta sko látið fara vel um sig þar, myndi ég halda. Allavega gæti ég sko alveg hugsað mér eitt stykki svona hús. Bara hér á mölinni. Annars er ég farin að vera með áætlunarferðir þarna austur fyrir fjall. Fór í dag í Öndverðarnes með Erni að heimsækja vin sinn. Og það er alltaf eins og þeir hittist á hverjum degi. Smella alveg saman eins og flís við rass. Alveg synd að hann skuli búa svona langt í burtu núna. En hann kom svo með okkur heim og liggja þeir núna inni í herbergi og horfa á dvd. Ekki það að nú mætti hann Óli lokbrá alveg fara að mæta og strjúka þeim um augun. Lonni og Baldur að fara að flytja um eina hæð. Fengu lykla af tveggja herbergja íbúð í dag. Verður aldeilis munur fyrir þau greyin. Þetta er soddan hola sem þau eru í núna. Jæja best að fara að reyna koma drengjunum í svefn.
Laters...............

mánudagur, ágúst 08, 2005

Jæja þá er helgin liðin


og allt að falla í sínar venjubundnar skorður. Var að passa litla prinsinn alla helgina. Kom hér seinnipartinn á föstudaginn og svo sóttu þau hann um átta í kvöld. Alveg yndislegt að fá að hafa hann þessa daga. Er nú samt pínu þreytt, alveg gjörsamlega komin úr allri æfingu við að hafa svona kríli. Vakna á næturnar og gefa að drekka og skipta á bleyju. Sussu suss. En hann er samt voða góður að dudda við dótið sitt. Þarf nú samt að hafa hann í gjörgæslu, stendur allstaðar upp og reynir að ná í fína dótið hennar ömmu sinnar. Og videoið er sko í algjöru uppáhaldi. En hann var nú samt farinn að hlýða ef ég sagði nei og hristi hausinn því til staðfestingar. Fór svo aðeins til Olgu í kvöld að kveðja Tótu mágkonu hennar. Hún er að fara heim til Þýskalands á þriðjudaginn. Og græddi sko ógó flott málverk á þeirri heimsókninni sem Tóta gaf mér og heitir Nornirnar. Rosa flott. Spúsanum finnst það hins vegar ekkert rosa. En það er alltílæ. Ég er hér með heilt sjónvarpsherbergi sem á alveg eftir að skreyta með myndum. Svo nú er bara að skunda í Fjögur horn til Alla og láta ramma inn. Er annars bara búin að vera heima alla vikuna í þessari fínu pest sem Olga smitaði mig af. Enda tilkynnti ég mig veika í sumarfríinu. Er sko ekki að gefa þessum mönnum eitt eða neitt. Svo nú á ég þrjá daga til góða. Og ég sem ætlaði í útilegu í tjaldinu góða einu sinni enn fyrir sumarlok. Sýnist nú á öllu að ég geti gleymt því. Haustið er komið með öllu sínu roki og rigningu. Verð bara í startholunum strax næsta sumar. Nýta hverja helgi sem gefst. Hef annars ekki frá miklu að segja eftir þessa veikindaviku. Ekkert gerst, ekki farið neitt nema á náttfötunum í Lazy boy, snýtt mér og hóstað. Svo ég held ég láti þessu bara lokið í bili.
Laters......................

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Lasin.

Já haldiði ekki að frúin hafi nælt sér í líka þetta fína kvef. Og í pakkanum kom með höfðuverkur og beinverkir. Alveg frítt. Góður díll það. Annars fórum við drengurinn og ég í útilegu á miðvikudaginn síðasta eins og til stóð. Varð reynda dáldið örðuvísi en til stóð. Fórum upp í bústað til pa og ma og gistum þar eina nótt. Spiluðum svo minigolf daginn eftir og héldum svo sem leið lá að Flúðum. Náðum þar í fínt tjaldstæði við hliðina á hjólhýsi Stildu og Kidda. Sem var kanski eins gott. Þau voru reyndar ekki komin þegar við komum, biðum í 3 tíma eftir þeim. Svo nú var komið að því að vera sjálfstæð ung kona í útilegu. Hmmm....... Gekk ekki alveg nógu vel. Mér var bara alveg lífsins ómögulegt að koma upp þessu fína tjaldi sem á ekki að vera neitt vandamál að tjalda. Svo við biðum í þessu líka fína fortjaldi þeirra skötuhjúa og spiluðum Yatzy út í eitt í 3 tíma. En ég gat samt kveikt á gasinu og hitað mér kaffi. Dúleg delpa.... Komu þau nú á endanum og Kiddi var nú ekki lengi ásamt Kristjáni syni þeirra hjóna að skutla upp tjaldinu. Það sem klikkaði hjá mér var að það eru svona tippi sem eiga að stingast upp í súlurnar til að það standi. Og þar sem ég er ekki mikið í því að troða tippum upp í svona súlugöt, þá bara fattaði ég þetta alls ekki. En þetta verður ekkert mál næst....Nú er mín sko góð í götum og tippum. hehehe.. Gistum þarna eina nótt og svo brunað í bæinn. Beint að þvo og svo að versla. Og svo af stað upp í sumarbústað til Olgu og Daða á Laugarvatni. Og þar vorum við í góðu yfirlæti alla helgina og komum heim í gærkvköldi. Fannst nú samt Olga ekki sérlega gestrisin að smita mig af þessu asnalega kvefi. Þoli ekki að vera með stíflað nef. Fór til augnlæknis í dag og nú þarf ég að fá mér svona tvískipt gleraugu. 80 þúsund kall þar eða svo. Skil ekki að þetta skuli þurfa að vera svona dýrt hér heima. Kosta helmingi minna út. Kallinn og barnið í afmæli hjá Jónu hans Ella í kvöld, ákvað að vera heima svona drulluslöpp. Fullt af fólki sem á og hefði átt afmæli í dag.. Jóna, tengdamamma, Óskar, mamma Óskars. Siggi mágur Jónu. Til hamingju öll hvar sem þið eruð hér eða uppi. En nú nenni ég ekki meir. Ætla að sauma smá og fara svo bara að lúlla.
Laters..............

mánudagur, júlí 25, 2005

Jibbýkóla


Frúin búin að fara og kaupa tjaldið og svei mér þá ef þetta er ekki mynd af eins tjaldi. Er þetta ekki flott. Mín voða,voða ánægð með þetta. Líka búin að kaupa borð rosa sniðugt með svona stillanlegum fótum þannig að það er alltaf stöðugt. Sonurinn alveg yfir sig ánægður með mömmsuna sína og nú er stefnan sett á útilegu seinnipartinn á miðvikudaginn. Ætlaði að fara á morgun en þar sem sonurinn er að keppa í Íslandsmótinu í knattspyrnu og á leik á miðvikudaginn verður svo að vera. Svo við brunum bara af stað eftir leik. Úff, ég ætla bara rétt að vona að við fáum svona gott veður eins og er búið að vera. Sa vi ber bare guderne om godt var. Loksins búin að þrífa allt út úr dyrum hjá Olgu og Daða. Allt orðið rosa fínt. Þvílíkur munur fyrir þau að losna við þetta ógeðslega hraun sem var á veggjunum. Og ömmingja Daði og Olga. Þau höfðu ekki pláss fyrir Lazy boy stólana sína og ég gerði Daða tilboð sem hann gat ómögulega hafnað. hehehehe..... And I cote.... Heyrðu ég bara fæ stólana og borga þér með einni bjórkippu á mánuði. End of cote.... Henti þessu nú bara fram í gríni. En O.M.G. Ég fékk stólana á þessum díl. Og svo er bara spurnig hvort ég þurfi að kaupa kippu út lífið or what... Halló, þessi stólar eru ekki orðnir árs gamlir, leðurstólar úr Öndvegi. Shitt mar þeir eru svo flottir. Og þægilegri en allt. Mmmmm, ég á svo flotta stóla.. Svo eru þau lika búin að bjóða okkur í bústaðinn til sín um verslunarmannahelgina, slaka á í heita pottinum og svona. Og að sjálfsögðu þiggjum við mæðginin það en elsku spúsinn minn að vinna. Argggg. Átti að vera í fríi þessa helgi en sá sem átti að koma úr sumarfríi á föstudaginn síðasta hringdi og sagðist vera með ofmæmi og mætti ekki vera undir álagi í 10 daga. Heppilegt að það skuli akkúrat lenda á þessari helgi. Argggg. Og enginn annar tilbúinn að vinna. Sonurinn alveg vitlaus og segir að pabbi sé ALLTAF að vinna þessa helgi. Frekar spældur greyið.. Lilja, Baldur og Mikel Orri skunduð vestur í Súgandafjörð í dag og ætla að vera þar í góðu yfirlæti Eddí pabba Baldurs og Gróu. Og Örn Aron tilkynnti mér það að hann ætti sko eftir að sakna litla mannsins mikið. Skruppum aðeins austur til ma og pa í kvöld. Nú eru þau búin að selja bústaði og svona blendnar tilfinningar í gangi þar. Eiga að afhenda hann 1 sept. svo þau hafa smá tíma til að aðlagast. Held að þau eigi eftir að sakna hans mikið. En allavega, á leiðinni í bæinn hringir pabbi í mig og segir, heyrðu elskan ég held að þú hafir tekið mín gleraugu í misgripum. Ha. En ég alveg græn og tek ofan gleraugun og skoða þau og neibb þetta eru mín. Halló hvað er í gangi. Afhverju var ég að gá. Ég tek aldrei ofan gleraugun nema þegar ég fer að sofa. Jís hvað mar getur verið vitlaus stundum. Skil ekki alveg hvernig hans gleraugu hefðu átt að geta lent á mínu nefi. En nú ætlar mín í bólið og lúlla í hausinn á sér.
Laters................

föstudagur, júlí 22, 2005

Jæja þá er frúin komin í sumarfrí

Og ekki seinna að vænta. hehehe... Mikið sem ég er glöð að vera komin í frí. Og nú framundan eru bara útilegur hjá mér og syninum. Ætlum á morgun að skunda í Everest og Útilíf og fjárfesta í tjaldi og öðrum viðeigandi útilegbúnaði. Jejeje... Hlakka bara til þess. Fór í dag og keypti mér smá handavinnu, þar sem lopapeysan er komin í hús varð konan að versla sér eitthvað að gera. Svo er þrifadagur hjá Olgu á morgun líka svo nóg er að gera. Er að prufa kerfið hjá 123 og svona er að spá í að færa mig. Líst bara vel á þetta hjá þeim. 123 prufan Endilega að kikka á þetta. Allt voða einfalt í sniðum og þægilegt. Mar fær frítt í einn mánuð til að prufa. Og hvaða vesen er þetta nú á commentinu hjá Halocan. Hmmm Skil bara ekkert í þessu dóti núna. Hef annars frekar lítið að segja akkúrat þessa stundina. Klukkan næstum orðin morgun og löngu komin tími til að skríða í bólið og hitta draumaverur, álfa og tröll. Sillan búin að versla tjaldið og fleira svo klára ég þetta á morgun og svo skundum við bara af stað í næstu vikur. Eða er það ekki ??????? En eitt er víst, og það er að rauðu tútturnar verða með í för.
Laters...........

sunnudagur, júlí 17, 2005

Rauðu tútturnar


Já Systraútilegan að baki og rauðu tútturnar björguðu lífi okkar þriggja. Þvílík og endemis rigning. En samt var rosalega gaman. Ekki var mætingin eins og við var búist. Blessaðar konurnar eitthvað hræddar við að blotna. Hfrfhg&4%urg..... Sussu suss. Ekki létum við það á okkur fá. 6 konur úr kórnum mættu. Haldiði að það sé. En við skemmtum okkur alveg konunglega. Sungum rosa mikið, spiluðum kana svona meðan mesta bunan gekk yfir og svo grilluðum við þennann líka hrikalega góða kjúlla. Sinneps og sítrónuleginn. Nammi namm. Verð endilega að grilla svona fyrir kallinn einhvern daginn. Og ekki má gleyma Víkingaspilinu. Að sjálfsögðu var það með í för. Hefðum samt spilað meira ef ekki hefði rignt svona mikið. Svo var Björg Ólafs með þetta líka fína fellihýsi og gat hýst okkur ALLAR. hehehe.. Milli 10 og 11 í gærkvöldi stytti svo loksins upp og við að sjálfsögðu út með söngbækurnar og kveiktum á kertum og sátu þar og sungum og spjölluðum. Svo er nú aldeilis farið að styttast í mitt sumarfrí. Fer að vinna annaðkvöld og vinn 4 nætur og svo kviss bamm búmm komin í frí til 15 ágúst. Ekki lélegt það. Alltaf eitthvað að hlakka til. Mikið er ég heppin. En nú nenni ég ekki meir. Ætla að láta leka í fína baðkarið mitt og liggja þar og hugleiða hvað ég eigi að gera í sommehollideyinu....
Laters.

föstudagur, júlí 15, 2005

Er ég ekki sætur KR strákur.....


Já svona er ég klár. Nú get ég sett inn myndir á bloggið og svona. Alltaf að finna upp á einhverju nýju. Jibbýkóla.
Þetta er sem sagt Mikael Orri ömmusnúður. Sætastur af öllum. Ekki viss um að pabbi snúllans yrði ánægður með þessa mynd. Hann er nebbilega Valsari. hehehe.....En það sem sagt upplýsist hér með að við á þessu heimili erum KR-ingar. Áfram KR. Snúðurinn minn er að keppa í Íslandsmótinu og eru þeir efstir eins og staðan er í dag. Vorum í Sandgerði í gær að keppa við Víðir-Reynir. Og unnum að sjálfsögðu 6-0. Svo nú er aldrei að vita nema ég smelli inn hér mynd af sjálfinu svo þið lesendur góðir getið séð hvurnig konan lítur út. En að öðru. Lopapeysan tilbúin og reddí fyrir Systraútileguna. Þvegin og strokin. Búin að prufa hana, fór út að hjóla með Erni í kvöld og að sjálfsögðu í peysunni góðu. Hlý er hún, en mikið asskoti stignur hún fast. Og ég sem þvoði hana upp úr sjampói og skolaði svo í hárnæringu. Já ég sagði sjampó og hárnæring. Fékk þetta þjóðráð frá Þuru í vinnunni. Og hafði hún þetta eftir gamalli konu að vestan sem hefur prjónað lopapeysur í 527 ár. Hmmm.... Fór svo í klippingu og lit í morgun til Ríkeyjar og tók erfðaprinsinn með, ekki veitti af. Orðin ansi lubbalegur þessi elska. Varð sko bara skotin í honum alveg upp á nýtt eftir að skærin höfðu unnið sitt verk. Komum svo við hjá Olgu og Daða til að bleyta kverkarnar og ömmingja Olga fékk áfall þegar hún sá mig. Sagði að það væri BLEIKT í hárinu á mér. Ekki er ég sammála því. Ætli hún sé litblind. hmmmm.... Þarf svo að skreppa í Regatta á morgun og athuga hvort ekki sé til úlpa á frúna, svona svo hún ekki krókni úr kulda í Galtalæk um helgina. Eitthvað eru þessir vitringar að spá rigningu og rigningu. Tek nú ekki mikið mark á þeim eftir Essomóts spána. Afmæli svo annað kvöld hjá Sigrúnu systur spúsanns míns. 70 þessi elska, og myndi sko engum detta það í hug sem sæi hana. Svo hress og skemmtileg, alltaf svo smart og tilhöfð. Maður myndi kannski giska svona á 60ár en aldrei 70. En læt þetta duga í bili.
Laters.................

föstudagur, júlí 08, 2005

Frekar lítið að frétta

af frúnni núna. Er búin að vera að passa litla manninn á meðan mammsan hanns er að vinna. Og það er bara skemmtilegt. Yndisleg mannvera. Guðný kom og sótti okkur í gær og bauð í heimsókn. Sóttum Ívar Anton ömmustrákinn hennar á leikskólan og ömmuðumst saman í sólinni. Stildan kom hér í kaffi í kvöld og er alveg alsæl með Vogana. Gott að vera í sveitinni. Byrja svo að vinna annaðkvöld eftir einnar og hálfrar viku frí. Úff, get ekki sagt að ég nenni að byrja aftur. En þetta verur stutt törn. Bara helgin og svo vikufrí aftur. Styttist óðum í Systraútileguna góðu, hlakka hrikalega til að hitta stöllur mínar aftur. Svo nú biður mar bara um gott útileguveður. Sól og meiri sól. Eins og ég hef sagt frá hér þá erum við að bíða eftir nýrri útidyrahurð, þessi gamla hangir á lyginni. Búin að bíða í tvo mánuði (átti að taka einn mánuð). En hvað um það. Þeir komu með hurðarnar í dag, veiiiiii. En hvað haldiði, þær eru vitlaust smíðaðar. Svo hann fór með þær aftur og ætlar að reyna að koma í næstu viku. Mín heppni. Glugginn í sjónvarpsherberginu sem við pönntuðum í nóvember er ekki kominn enn. Held að þeir hljóti að hafa þurft að planta trjám í gluggakarminn og bíði nú eftir því að þau vaxi. Húsfélagið á nefnilega að borga karminn en við glerið, svo að við getum ekki gert neitt nema að bíða. Búið að hringja sko ég veit ekki hvað mörgu sinnum og reka á eftir þessu. Ég á sko bara ekki til orð yfir svona vinnubrögð. Og nú er þetta fyrirtæki að vinna hér við húsið að utan og þeir hrista bara hausinn og vita ekki neitt. Bull og vitleysa. Annars er mín voða dúleg að prjóna. Er að prjóna mér lopapeysu. Svona stutta og krúttlega. Og er sko alveg að verða búin. Svo þarf ég bara að fá einhverja sniðuga konu til að setja fyrir mig rennilás á flíkina. Hmmmm skyldi það verða mamma. Aldrei að vita nema ég geti dobblað hana. Hafði hugsað mér að vera búin með hana fyrir útileguhelgina. En nú nenni ég ekki meir. Er farin að lúlla.
Laters....

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Well.well.well.

Komin heim úr norðanlegunni. Mótið gekk bara vel og lenti lið drengsinns í 5 sæti. Bara sátt við það og þeir líka. En best af öllu var að við foreldrarnir fengum bikar. Og það sem besta hvatningarliðið. Jibbýkóla. Ekki leiðinlegt það. En ekki stóðst veðurspá Veðurstofu Íslands þessa daga sem við vorum þarna. Spáin hljóðaði upp á 18 stiga hita og sól. En sorry gæs. Það rigndi alla dagana. Nema á laugardaginn. þá kom blessuð sólin sem vermir allt og vekur með kossi. En nei ekki þessi sól. Henni fylgdi svoooo mikið að rok að það hálfa vær hellingur. Skítakuldi. Burrrrr.. En samt ógó gaman. Og ekki skemmir Glerártorg sem ég skrapp ósjaldan í á milli leikja. Besta kaffið á Akureyri fæst þar og mæli ég eindregið með því að fólk skundi þar inn eftir langan og srangan bíltúrinn. Enda voru þær farnar að þekkja mig. Hva, komstu ekki hingað í gær líka ????. hmmmm..... Svo fann ég þar ansi flotta skóbúð. O mæ god. Og þlau flottustu kúrekastígvél sem ég hef séð. Þau eru græn...... Og í þriðju ferðinni að máta, strjúka og klappa, keypti ég þau. Og þá sagði stúlkan. Alveg vissi ég að þú myndir koma og kaupa þau...... Það er aldrei. Það mætti halda að þetta fólk sæi aldrei ný andlit. Hélt reyndar að sonurinn myndi endanlega tína andlitinu þegar hann heyrði hvað þau kostuðu. hehe.... Gisti svo á Hjalteyri í góðu atlæti hjá pabba Önnu Jónu. 88 ára kall og svo hress og skemmtilegur að ég hefi ákveðið það að verða svona þegar ég verð 88 ára. Og hana nú. Af hjólamálum er það að frétta að ég er búin að kaupa hjólið og fór út að hjóla í gærkvöldi með syninum. En eitthvað fannst honum mammsan slöpp á þessu tryllitæki. Og gerði óspart gis að mér. Fórum svo aftur í kvöld og þá fékk ég að heyra það að ég hefði bætt mig. Ekki slæmt það. Blessað barnið hefur aldrei séð mig hjóla áður. Og nú er minni svo illllllllllllllllt í litla rassinum æjæjæjæjæjæjæ. En það hlýtur að venjast. Hafði reyndar orð á því að ég þyrfti að fá mér svo gelpúða til að setja á sæti, og þá tilkynnti hann mér það að Anton vinur væri með svoleiðis. Svo ég þarf greinilega ekki að skammast mín fyrir það.
Skrapp svo til Sillunar í kvöld og fékk gott kaffi. En engin var mjólkin til þegar ég kom svo ég fékk rjóma í stað froðu, og svo fékk ég líka síðstu baunirnar. Alveg er þetta með eindæmum. Held að ég hafi ekki góð áhrif á þessa forlátu kaffivél. hehehehe....Styttist óðum í 45 ára afmælið mitt, og ég orðin frekar spennt hvort það verði svona kaffivél í mínum pakka. Hún er allavega alein á óskalistanum. Anyways. Sillan búin að brenna 2 Kim Larsen diska handa mér svo nú get ég farið að fara í gírinn fyrir tónleikana. Verst að hafa ekki talað um þessa tónleika við hana áður en spúsinn keypti miða á netinu. Nú er hún að berjast við að fá miða og allt uppselt. En auglýstir eru þó aukatónleikar og vonandi að hún fái miða á þá. Hefði samt verið gaman að fara saman. En nú er mál að linni og tími til að skríða í ból.
Laters...........

þriðjudagur, júní 28, 2005

Jæja, eitthvað er fólk

farið að kvarta undan bloggleysi stúlkunnar. Kannski komin tími til að bæta úr því. Erfiðir dagar að baki, svo ég hef bara ekki verið í stuði til að tjá mig hér. Elskuleg föðursystir mín lést á sunnudaginn fyrir viku og var hún jarðsungin í dag. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Ekki nema fimm árum eldri en ég, svo það má segja að við höfum alist upp saman. En svona er lífið. Engin veit sína ævina fyrr en öll er. Svo það er eins gott að lifa lífinu til fulls. Og njóta þess sem það gefur. Blessuð sé minning hennar.

En þá að öðru. Nú er þessum vinnudögum dauðanns lokið, og hlakka ég sko bara til að mæta aftur til vinnu og hafa engar áhyggjur af einu né neinu. þetta var samt mjög gaman og lærdómsríkt og er ég alveg til í að gera þetta aftur. Vona bara að ef til þess kemur að breytingar á búðinni verði þá allar yfirstaðnar. Svo er Esso mótið að byrja núna á miðvikudaginn, svo við brunum norður seinnipartinn á morgun. Mikið gaman og mikið fjör þar. Vona bara að strákunum okkar gangi jafnvel og í fyrra. Búin að þrífa hér allt út úr dyrum hér í kvöld. Þoli hreinlega ekki að koma heim eftir frí í allann skítinn. Svo það verður voða kósi að koma að öllu hreinu. Svo ætla ég að nýta mér M12 tilboðið sem er í gangi núna. Kaupa eitt hjól og fá annað frítt með. Gurrý hérna við hliðina ætlar að kaupa með mér. Svo við borgum þá bara fyrir hálf hjól. Jibbý. Ógó gott tilboð. Á reyndar eftir að skoða hjólin, fer í það í hádeginu á morgun. Adda mín komin frá Köben og var hún svo sæt í sér að hún keypti handa mér buxur sem smellpassa frúnni. Ekki leiðinlegt það. Alltaf gaman að fá pakka. Diddan mín besta skinn er búin að kaupa sér hús á Hvolsvelli svo nú stendur til að bruna þangað næsta sunnudag ásamt henni Rúnu minni. Jíses mar, var ég búin að segja ykkur frá því að þau væru komin. Yndislegt að hitta þau aftur, Egill komst reyndar ekki núna en kemur 14 eða 15 júli. Svo maður hefur enn eitthvað að hakka til. Stildan að flytja í Vogana um næstu helgi og er farin að plana innfluttnigspartý. Vorum svona að spá í að hún hefði bara sætaferðir fyrir gestina. hehee..... Þannig að það er nóg um að vera hjá mér og öllum í kringum mig. Gospelsystra útilegan 16 og 17 júli og mín búin að fá lánaða tjaldvagn, svo ekki ætti að væsa um okkur stöllur þá. Annað en í fyrra. Í tjaldi sem ónefn kisa var búin að merkja sér, og á vindsæng sem lak. En það var alltílæ fyrir suma, því að sumir voru þyngri en sumir og fluttu allt það loft sem eftir var yfir á helming sumra. hehehe... Skilji þetta sem skilji. En nú held ég að nóg sé komið af bulli í bili.
Laters...............

þriðjudagur, júní 14, 2005

Vinnudagur dauðans.

Já það er sko ekki ofsagt að þetta hafi verið vinnudagur dauðans. Mætti lið frá 10-11 með nýjar hillur og nýjar vörur. Öllu þessu gamla hent út og hið nýja sett inn. Frekar óskipulagt lið verð ég að segja. Svo sit ég uppi með margt af því sama inni á lager. Eldri dagsetningar og svona. Og svo má mín laga það á morgun og svona. Talaði við Rúnu mína áðan. Nú koma þau heim á laugardagskvöldið og djís hvað mig hlakkar til að hitta þau. Lagði það til við Rúnu að hún kæmi með mér í kórútileguna og leist henni bara ekkert illa á það. Hefur sko ekki farið í íslenska útilegu í mörg ár,. Svo ég segi nú bara að nú sé tími til kominn. Gætum rokkað feitt í Galtarlæk.
Annars ekki mikið títt hér. Adda mín í Danmörku með manninn, börnin og barnabörnin. Ekki alveg við bestu aðstæður. Bróðir hennar féll frá í gær og get ég rétt ímyndað mér hvað þau eiga erftitt þarna úti. Fengu hringingu þegar þau voru rétt komin. Hugur minn er hjá henni og hennar fólki. Vildi svo gjarnan getað tekið utan um hana núna og knúsað hana. Guð blessi þau og minningu Þrastar.
Kveð að sinni..............

laugardagur, júní 11, 2005

Ohhhhh ég er svo dúleg

Hafði það eftir þó nokkuð langa setu hér við tölvudýrið að setja inn nýtt commenta kerfi. Hitt sem ég var með var farið að heimta það að ég BORGAÐI fyrir sig. Og mín var sko ekki til í það. Nú er mar að borga baðherbergi og svona, og þá er mar ekkert að eyða í svona dót. Svo ég sótti þetta Haloscan sem Silla og fleiri eru með og kostar ekki neitt. Var búin að gera tilraun um daginn til að setja þetta inn en tókst ekki. En þeir segja sem þykjast vita það að þolinmæðin þrautina vinnur allar. Og ég held bara að ég sé sammála því. þetta tókst núna, svo nú er bara að vera dugleg að kommenta á kelluna. Verst að mar týnir öllum hinum kommentunum, en við því er ekkert að gera. Annars búin að vera annasöm vika. Tekur soldið meira á að halda svona utan um heila bensínstöð en ég hélt. Pantaði aðeins of mikið af einu en of lítið af öðru. En það er bara alltílæ. Þetta lærist. Hopefully......En djö..... er gott að vinna svona bara á daginn. Engin kvöld og helgar og engar nætur. Just fucking love it. Og nú vil ég svona vinnu. Og hana nú. Lenti í því í dag að taka stúlku í atvinnuviðtal ásamt starfsmannastjóranum og það var soldið skrítið að sitja svona hinum megin við borðið. En það venst sjálfsagt eins og annað. Baðherbegið alveg að gera sig hér á þessum bæ. Nú fer sonurinn í bað nánast á hverju kvöldi og það óbeðinn. Ég prufaði baðkarið í fyrsta skipti í gærkvöldi og setti þetta fína sem Ríkey mín gaf mér útí og djís hvað það var næs að liggja svona í baði og slaka. Hef ekki lagst í baðkar í rúmlega sex ár. Svo átti snúllinn minn afmæli í gær. Orðinn 12 sko. Það er nú ekkert lítið. En vesalings drengurinn talaði um það í tvo daga fyrir afmæli að nú þyrfti hann sko að vera með gsm-inn á sér á fimmtudaginn því að fólk myndi sko vera að hringja í hann allann daginn að óska honum til hamingju. Það mætti halda að hann ætti 30 kílóa síma sem hann þyrfti að burðast með undir handleggnum. Já það er mikið á suma lagt. Svo hafði ég lofað drengnum að bjóða honum í Bingó ef hann stæði sig vel í prófum og að sjálfsögðu gerði hann það. Svo við drifum okkur í kvöld með Öddu. Engan fengum við þó vinninginn. Alltaf sama sagan. Vinn aldrei neitt. Veiiiiii. Nú er bara um vika þangað til Rúna og co mæta á klakann. Hryllilega hlakka ég til að hitta þau og knúsa. Víiiiiiiiil....... Fékk mér heimasíðusvæði hjá Vodafone, það fylgir víst ADSL áskriftinni svo nú er bara að prufa að búa sér til síðu. En til þess að fá svona svæði varð ég að velja mér nýja e-mail adressu. Er að spá í hvort ég eigi ekki bara að skipta yfir og nota hana. Fékk asskoti góða. Og nú legg ég þetta í ykkar hendur. Á ég að skipta. Adressan mín í dag er
gunna746@mmedia.is en þessi nýja er gunnsan@internet.is. Hvað finnst ykkur. Er reyndar ekki búin að virkja þessa nýju, en endilega láta mig vita. Og nú er ég farin að sofa hjá hrotubrjótnum þarna inni
Laters..................

sunnudagur, júní 05, 2005

Samkvæmt tölulegum upplýsingum

hjá blogspot.com er þetta bloggfærsla númer 230 hjá mér. Og finnst mér það bara nokkuð gott. Í upphafi datt mér aldrei í hug að ég myndi endast við þessi skrif mín. En svona kemur lífið oss sífell á óvart. Þarf samt að fá hana Sillu til að aðstoða mig við þetta commentakerfi. Skilst á þessu commenti sem ég er með núna að ég þufi að borga til að hafa það áfram en svo get ég fengið mér Haloskan fyrir ekki neitt. Var að prufa að setja það inn en gekk frekar illa. Svo næsta skref er að fá hana Sillu tölvufrík til að hjálpa stelpunni. Gott að eiga góða að.. Hér er allt búið að vera á fullu. Búið að smíða þetta líka flotta baðherbergi hjá mér. Tel að ég eigi flottasta baðherbergi ever... Og hana nú. Er reyndar enn að bíða eftir píparanum, sem á eftir að hengja upp handklæða ofnin, tengja blöndunartækin við baðkarið og handlaugina. Og þá er þetta komið. Hann hlýtur að koma ekki seinna en á mánudag. Hope so....Mamma kom hér í gær eftir vinnu að þrífa með mér og vorum við að til klukkan að verða hálf fjögur. Og nú er hér allt spikk og span.. Þvílíkt hreint að það hálfa væri nóg. Fór í Besta að versla hreinlætisvörur og tæki verður ekki annað sagt en að gamla hafi orðið ástfangin og þá sérstaklega af Speedball-inu.. Held hún ætli strax eftir helgi og fá sér einn brúsa....Er núna nýkomin heim úr þessu fína alt partý hjá Sillu. Fengum ógislega góðann kjúlla og heita súkkulaði köku á eftir með rjóma. Nammi namm. Annars var nú á tímabili orðin spurning hvort þetta væri partý eða íþróttamót. Tókum að sjálfsögðu víkingaspilið góða, hoppuðum á trampolíni og svo eins og tvo babminton leiki. Ætli mar verði ekki með harðsperrur í fyrramálið. En ógislega gaman. Og nú er mig strax farið að hlakka til að hitta þessar fraukur í Galtalæk í sumar. Þvílíkt sem mar er heppin að vera í svona góðum félagsskap.. Get sko ekki hugsað mér lífið án þeirra.. Yfirgáfum nú samt svæðið án þess að kveðja gestgjafa vorn. Held að hún hafi sko bara laumað sér í bólið til Johnsins, án þess að kveðja kóng né prest.. Og nú held ég að ég geri slíkt hið sama en skríði í bólið til Diddanns.
Hrot,hrot,hrot
Laters...............

þriðjudagur, maí 31, 2005

Jæja þá

allt er þetta að ganga upp hér á bæ. Loksins. Að mestu búið að flísaleggja veggina og skáparnir komnir upp. það er að segja kassarnir. Daði var í bjartsýniskasti hér í dag og þykist ætla að klára þetta á morgun. Mikið ósköp sem ég verð glöð ef það tekst hjá kalli. Þeir eru búnir að vera hér pung sveittir allir þrír til að þetta gangi sem hraðast. Pabbi, Daði og Diddi. Ótrúlega duglegir. Ég hef svona aðeins reynt að halda í við rykið, en hef eiginlega komist að því að það er vonlaust dæmi. En mömmu gömlu er farið að klæja í puttana að koma hér og MOKA út með mér. Vonandi að við getum byrjað á því á fimmtudaginn. Er núna í þjálfun hjá Stöðvunni, læra á pönntunar systemið og tölvudýrið. Fannst þetta nú frekar mikið í morgun þegar ég fór í fyrstu kennslustund. En sjálfsagt er þetta ekkert mál. Bara að láta vaða. Fæ tvær kennslustundir í viðbót, á morgun og fimmtudaginn. Helgarfrí og svo bara byrja á mánudaginn. 2 alt partý hjá Sillunni á laugardaginn, og sýnist á öllu að flestar mæti. Mikið stuð og mikið gaman. Byrjar klukkan sex með sexara. hehehee.....

Laters.....

mánudagur, maí 23, 2005

Bömmer dauðans

Ég sem var farin að hlakka svo til að fá píparann hér svo hægt væri að byrja á þessu dóti. En nei, ég alltaf jafn heppin. Haldiði ekki að hann hringi hér rétt fyrir hádegi í dag og segist ekki komast fyrr en á miðvikudaginn, eitthvað verk sem hann var í tafðist. Arrrrgggggg. Djö,,,,, var ég spæld. En ekki þýðir að grenja það. Er annars að fara að vinna núna. . En mátti til með að deila þessu pípara veseni með ykkur. Svo á Baldur Lonniar afmæli í dag. 24 ára, alveg að ná mér hehehe... Til hamingju með daginn kallinn minn.
Laters....

laugardagur, maí 21, 2005

Ég er syfjuð og

Evrovision er búin. Hélt með Lettum, Möltu og Dönum. En það dugði ekki til. Finnst þetta lag sem vann svona hálfgert Amerískt píkupopplag og er ekki að fíla það. Fór með Sillu í bíómynda upptökur í morgun og vorum við mættar á svæðið klukkan SJÖ. Svo nú er frúin frekar sibbin. Og er alveg að fara að lúlla. Náði svo í Örn Aron og Mikael Orra og skunduðum við hin kátustu í húsdýragarðinn í boði Stöðvar 2. Shitt man. Geri þetta sko ekki aftur. Það var gjörsamlega pakkað þarna og biðröðin í pylsurnar taldi örugglega 100 manns. Svo ég bauð honum bara í sjoppuna og keypti pylsu og gos þar. Nennti sko ekki að standa þarna í klukkutíma fyrir fría pylsu og gos. Ó nei. Ekki hún ég. Guðný vinkona kom hér í gær og dobblaði mig að koma með sér að skoða íslenska tík, 3ja ára gamla sem átti að deyða vegna þess að eigandinn gat ekki haft hana þar sem hann býr. Og að sjálfsögðu tók hún tíkina heim með sér. Obboslega sæt og ótrúlega róleg og góð. En eitthvað er ég andlaus þessa dagana. Enda hér allt í hershöndum. Er gjörsamlega að gefast upp á þessu endalausa drasli hér. Með baðkar, klósett, vask og allt sem til baðherbergis þarf á stofugólfinu og fer orðið bara í þunglyndi að vera innan um þetta dót. En nú kemur píparinn á mánudaginn og þá fer þetta vonandi að ganga.

Laters...............

miðvikudagur, maí 18, 2005

My japanise name.....





Your Japanese Name Is...









Yumi Jimyoin






Já flott er það. Ekki slæmt að heita þetta. hehehe.... Annars allt búið að vera á fullu. Tónleikarnir yfirstaðnir og tókust bara vel. hmmmm. Nema kanski 2 lög sem allavega hljóma ekki vel á geisladiskinum sem við fengum í kvöld. En að öðru leyti finnst mér þessi diskur æði. Píparinn og Daði komu hér í morgun að ráða ráðum sínum. Og ég hefði sko getað farið að skæla þegar píparinn sagðist ætla að byrja á þessu í NÆSTU viku. Er alveg að verða vitlaus á þessum skít og drullu hér. Og nú er ekki hægt að fara í sturtu lengur, búið að rífa klefann niður. Svo það er eins gott að halda sig við sundið. Diddinn fór á netið um daginn og smellti sér á miða fyrir okkur hjónakornin á tónleikana hjá Kim Larsen. Gaman að því. Finnst hann frekar skemmtilegur. En það skrítna er að ég á samt engan disk með honum. Held að nú sé mál til komið að bæta úr því. En nú er bara næsta á dagskrá grillpartí hjá okkur í 2 alt og svo útilegan í Galtalæk í sumar. Gaman,gaman.......En læt þetta duga í bili

Laters..... Yumi Jimyoin