miðvikudagur, mars 31, 2004

Mér er orðið ljóst að allt virðist hljóma rómantískt á erlendum tungumálum, sama hvað sagt er .....................27 ára

.
Jæja, þá erum við eins og fleiri búin að ýta á senda og laus við skattinn þetta árið. Á síðustu stundu eins og alltaf. Það er alveg sama hversu ákveðin ég er á hverju ári að drífa í þessu um leið og hægt er, nei alltaf skal það vera á tólftu stundu.
En nú er þetta búið og gert. Gerði fyrir Liljuna mína líka. Sennilegast í síðasta sinn. Ætli þau skötuhjúin verði ekki búin að skrá sig í sambúð þegar þetta á sér stað að ári.
En ég er annsi hrædd um að tölvan fari þessa leið ef ég verð ekki búin að fá mér nýja. Maðurinn minn var gjörsamlega að tapa sér hér í dag, og varð að byrja á því að dowloada einhverju forriti svo við gætum gert þetta á netinu og það tók endalausann tíma, að eilífu amen. Og svo getur mar fengið sér blund á milli þess sem þessari elsku tekst að opna næsta og næsta glugga. Oh my god. Arg. Ég þoli ekki þessa druslu.
Noafensbutyouareadrusl..................

Svo er bara allt að gerast allt í einu og ég sem hélt að ekkert mundi gerast. Þessi þarna vinna sem ég sagði frá um daginn að ég hefði sótt um og var algjörlega búin að gefa upp á bátinn, hringdi í mig í dag og boðaði mig í viðtal. Mín fór og leist þokkalega á. Þarf samt aðeins að láta reikna þetta dæmi fyrir mig og sendi að sjálfsögðu fjármálasnillanum bróðir mínum EMIL þess efnis. Nú og svo ákveðin aðgerð sem ég hef verið að hugsa um og ekkert gengið í þeim málum. Jú núna allt í einu er komin dagsettnig á hana. 25 mai. Verst að þá missi ég af þessu krúttlega ættarmóti sem mér hefur orðið tíðrætt um hér á bloggsíðum dauðanns.... En ef ég fæ, og tek ákvörðun um að skipta um vinnu verður víst lítið um aðgerðir. Það verður þá bara að bíða betri tíma....


Bakið er enn að koma til. Hélt samt að ég væri orðin betri en ég er. Komst að því á kóræfingu áðan, að um leið og ég fer að standa eitthvað að ráði þá fer það í klessu. Það verður bara að hafa það. Vinna á morgun og hinn og svo
upp í sveit, upp í sveit, í stóra heita pottinn upp í sveit.....Saumaklúbbssumarbústaðarferðalagið.........................
Þetta er nú ekki hægt. Fólk gæti farið að halda að ég væri með heita potta á heilanum. En það er alltílæ..... Ég er það......

Sjómannskona fór í IKEA og keypti sér fataskáp í svefnherbergið, stuttu eftir að maður hennar fór á sjóinn. Skápurinn var ósamsettur og átti að vera auðveldur í uppsetningu. Hún fór með hann heim og byrjaði að púsla honum saman um morguninn. Því var lokið um hádegið og var konan nokkuð stolt af árangrinum.

Þegar hún er að virða fyrir sér skápinn, dettur hann allt í einu í sundur. Þetta þykir konunni skrýtið og setur skápinn aftur saman. Þegar hún er búin að því keyrir strætó framhjá og skápurinn hrynur enn. Nú er henni allri lokið, svo hún bara fer í IKEA og kvartar, en þeir höfðu aldrei heyrt annað eins og ákveða að senda mann morguninn eftir, til þess að sjá þetta.

IKEA-maðurinnann kemur og setur saman skápinn, þau bíða eftir strætó og þegar hann keyrir framhjá, hrynur skápurinn. Maðurinn er mjög hissa á þessu og setur skápinn saman aftur og segir við konuna að hann verði að fara inn í skápinn og sjá hvað væri að gerast, fer svo inn í skápinn og bíður.

Þá kemur eiginmaðurinn óvænt heim og fer inn í svefnherbergið til konu sinnar, sem starir á skápinn.

Hvað, ertu búin að kaupa skáp? segir eiginmaðurinn og opnar hann. Honum bregður, þegar hann sér manninn í skápnum og spyr hvern andskotan hann sé að gera þarna?

Þú trúir því aldrei, sagði IKEA-maðurinn, en ég er að bíða eftir strætó!


Mátti til með að skella þessum inn.
Ekki meir að sinni
Knús í krús................

Engin ummæli: