mánudagur, mars 29, 2004

Mér er orðið ljóst að ef maður talar of lengi við stelpur í símann fara foreldrar manns að halda eitthvað..........................11 ára

.
Sjúkk og hjúkk. Þá er þessi erfiði dagur loks á enda. Fermingarveislurnar að baki, svo nú tekur maður pásu í matarinnibyrðingum. Nú þarf þessi skrokkur minn á hvíld að halda. Boðið var upp á mat í báðum veislunum, sú fyrri byrjaði klukkan eitt og sú seinni klukkan fimm. Oh my god, I´m so sad I could spring..........................


Annars er það af baki mínu að frétta að ég held að það sé að skríða saman. Hef náttúrulega ekki gert nokkurn skapaðnn hlut annað en að liggja og liggja og liggja. Og meðan ég lá og lá og lá þá hlustaði ég á gamlar kóræfingar ásamt þessum nýju. Ætti að vera búin að ná Aquarius nokkuð vel núna. Örgglega búin að hlusta á það 2o sinnum. Og svo kom mér bara á óvart hvað það er gaman að hlusta á gamlar æfingar. Ekki það að ég eigi neitt voða mikið af þessu. Allavega ekki eins og Sigrún sem er í minni rödd. Hún á hverja einustu æfingu á spólu síðan hún byrjaði í kórnum. Allt merkt og dagsett. Jís, mar. Þetta hljóta að vera orðnar annsi margar spólurnar sem hún á núna. Þvílíkt og slíkt.............

Jæja nú fer Sillan til Ameríku á þriðjudaginn með alla hersinguna sína. Svo varla verður mikið um blogg frá hennar hálfu næstu dagana. Ekki það að hún sé tröllríðandi fólki og gangandi með bloggi þessa og síðustu daga. Vona bara að hún taki sig á þegar hún kemur heim. Góða ferð dúllan mín og njóttu.
Svo er aldrei að vita nema páska-kanínan verði á ferli og þið getið hlaupið út um allar trissur að leita að páskaeggjum. Hmmmmm. Er það ekki svoleiðis í henni Ameríku.

Annars hef í litlu við þetta að bæta.
Knús í krús........................................

Engin ummæli: