sunnudagur, mars 07, 2004

Mér er orðið ljóst að þegar að maðurinn minn eldar á ég að hæla öllu sem hann gerir..........................77 ára

Og mér er orðið ljóst að ég er löngu hætt að elda nema bara ef spúsinn er ekki heima. Jamm og hafiði það. Hann Diddi hefur svo mikið gaman af að elda, að fyrir svona 15 - 17 árum eða svo leyfðiég honum að taka yfir eldamennskuna. Hehe. Og fyrir vikið elda ég ekki, ekki einu sinni á jólum en þá bý ég bara til sósuna og hann sér um rest. Svo bara borða ég og borða ég og borða ég. Galllinn er nebbilega sá að hann eldar alltof góðann mat. Til marks um það, þá tala dætur mínar ekki um matinn hennar mömmu, heldur matinn hanns pabba. Fiskabollurnar hanns pabba, aspassúpuna hanns pabba, kleinu fiskinn hanns pabba, steikta fiskinn hanns pabba, roastbeefið hanns pabba og svo mætti lengi telja. Og það sem ég er fegin að vera laus við þessa eldamennsku. Endalaust að ákveða hvað á að vera í matinn, dag eftir dag. Hjúkk og sviti.

Jæja, annsi er nú langt síðan ég bloggaði eitthvað af viti síðast. þetta er nú meiri blogg-blindan sem er í gangi. Kominn tími til að bæta úr því. Það hefur svo sem ekkert merkilegt á daga mína drifið síðan síðast.
Fór í síðasta söngtímann hjá Möggu á þriðjudaginn og er stax farin að sakna þeirra. Verð endilega að semja við hana um að hafa mig í tímum fram á vorið. Ótrúlegt hvað það gefur manni mikið. Allavega mér. (ein í egókasti)
Nú svo fór ég í þessa árvissu eða annaðhvortárvissu krabbaskoðun á fimmtudaginn. Þeir hringdu í mig í síðustu viku, kominn tími á brjóstamyndatöku aftur, og líka kjallara jú nó vott. Ég sagðist nú alltaf fara til míns læknis með kjallarann, en hún taldi mér trú um að það væri miklu sniðugra að gera þetta tvennt í einu og miklu ódýrara og þau væru með svo fína lækna. Svo ég lét til leiðast og samþykkti. Geri það sko ekki aftur. Miklu betra að fara til manns eigins og vera bara afslöppu eftir smá spjall. Hef bara aldrei lent í öðru eins færibandi. Og svo þessa myndatökur. Jísös kræst. Hún er nú ekki með neinar smá túttur þessi kona. Og svo bara obbosí, sett í samlokugrillið og klikk. það hlýtur nú að fara að koma því að þetta verði komið í leysir eða eitthvað þess háttar. Það verður sko mikill munur. Ég hefði sko aldrei trúað því að það væri hægt að pressa þessar túttur svo mikið að þær verða nánast eins og blað.....

Og nú er aldeilis farið að styttast í að Lonni mín komi heim. Mikið hlakka ég til að sjá hana. Það hreinlega vantar á mig annann handlegginn að hafa hana ekki hér. þó eru þessar tilfinningar blendnar. Ég missi náttlega bílinn hennar þegar hún kemur. Þvílíkur lúxus að vera með tvo bíla. Bara fara það sem mar þarf og vill fara, án þess að vera að spá í hvort mar þurfi að sækja bóndann eða keyra.

Og svo verður líka gott að fá annann skammt af Ísfólkinu. Nú er ég búin með þær bækur sem Lonni var búin með og hún er víst búin að vera dugleg að lesa þarna niðurfrá. Svo ég fæ slatta þegar hún kemur heim. Jibbýkóla...........

Jæja og svo er ég búin að fara upp í Coke og sækja vinninga fjölskyldunnar. Svo nú er bara að drífa sig af stað í þessa líkamsrækt. Ég er líka búin að kaupa mér skó fyrir þetta dæmi. Við Ásthildur erum að hugsa um að fara á mánudaginn og kíkja á þetta fyrirbæri. Annars hlakka ég mest til að sjá bónda byrja í þessu. Hann hefur ekki hreyft sig í tuttugu ár, eða síðan hann fékk krabbann hér um árið. Og ekki veitir honum af þessari elsku. Kominn tími til að létta á hjartanu. Það þarf sitt pláss til að vinna vinnuna sína. Hann er svona dæmigerður bílstjóri. Allur um sig miðjann. Sumir kalla hann "litla þ-ið"
Svo er nú aldeilis farið að styttast í sumarbústaðaferð saumaklúbbsinns. Ég ætla bara ekki að segja ykkur hvað ég hlakka til. Alltaf sérstök stemming að fara svona bara konur. Engin börn og engir kallar. Meina ekkert illt með þessu, en það er alveg nauðsynlegt að halda svo aukajól (eins og Hrönn myndi orða það) öðru hvoru.
Jæja snúllu dúllur held ég láti þetta duga í bili.
Knús í krús.......

Engin ummæli: