Og mér er orðið ljóst að ég er nú ekki 100% sammála þessu. Hér er ég búin að vera að drepast í bakinu í dag. Mætti klukkan hálf átta í vinnu í morgun og fór heim klukkan hálf eitt. Veit bara ekki hver asskolli er að gerast þarna aftaní. Búin að finna fyrir því að eitthvað sé að gerast með brjóstbakið á mér núna í nokkrar vikur, fæ obboslega verk ef ég þarf að standa við einhver verk. Svo fór ég á Miranda´s kynningu í gærkvöldi til Guðnýjar og fékk smá bak og axlarnudd hjá kynninum. Og það skrítna var, að hún vissi nákvæmlega hvar mér var mest illt. Aftan á hálsi. (enda hef ég oft sagt að ég vissi hvernig fólki liði sem hefði lennt í aftanákeyrslu) og svo bennt hún á punkt í brjóstbakinu og sagði. " heyrðu væna mín, hér er eitthvað að gerast. þú ert alveg föst hér.). Svo bauðst hún til að hnykkja mig en gungan ég sagði nei takk. En eitthvað hefur hún hreyft við þessu dóti, því ég er algjörlega að drepast. Best er að ganga um gólf eða liggja marflöt í sófanum. En hvað um það, ég skreiddist heim úr vinnunni og lagði mig. Vaknaði hin hressasta og dreif mig í sturtu, hringdi í vinnuna og sagðist mæta í fyrramáli. En svo leið tímin og mín versnaði og versnaði. Hringdi í vinnuna og sagðist ekki koma. Sá fram á það að það myndi ekki ganga. Svo nú er klukkan orðin að verða fjögur og ég labba um gólf. Ákvað nú samt að tylla mér og krota hér eitthvað skemmtilegt. hehe. Er ekki gaman að lesa um bakverki annarra......
Annars má ég til með að tjá mig aðeins um eina auglýsingu sem sýnd er nú í sjónvarpinu. Get bara alls ekki skilið hvað þessir búatilauglýsingarpepole er að spá stundum. Auglýsingin er um "Airwik" lyktareyðir á baðherbergi. Hmmmmmmm.
Konan segi. "Áður fyrr eyddi ég sem minnstum tíma á baðherberginu, en eftir að ég kynntist Airwik er allt breytt. Nú líður mér best þar" End og cote. Og svo er hún sýnd í mynd, þar sem hún situr og les í bók og drekkur kaffi inni á klóinu.
Með þetta fína borð og þar stendur kaffikannan og mjólkin í kaffið. Er ekki allt í lagi. Kannski mar ætti að bjóða gestum og gangadi inn á kló. Hafa Airwik-ið tilbúið og svo sitja allir ofsa happy og þamba kaffi og borða kleinur með. Inni á klói.
Ég er bara alveg hætt að skilja tilganginn með svona auglýsingum
Allir saman á klóið. Mottóið í dag. Jeyyyyy.
En só vott. Adda vinkona og óþverri aldarinnar átti afmæli í dag. Fyllti heil 50 ár. til hamingju með daginn elsku Adda mín.. Voðalega ertu orðin gömul, komin á sextugsaldurinn. hehehe..........
Jæja dúllurnar mínar. Nú er setutímabil mitt á enda runnið. Verð að standa upp og hreyfa mig eða leggjast í sófann.
Knús í krús..................... O sole mio....................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli