föstudagur, mars 19, 2004

Mér er orðið ljóst að allir karlmenn gera sig að minnsta kosti einu sinni á ævinni að fífli vegna konu...............46 ára

Jamm og já og þannig er nú það. Sorrý hvað ég hef verið löt að blogga. Morgunvaktavika að baki og þá bara hreinlega verður mín að fara tímanlega í bólið. Annars hreinlega meika ég ekki daginn. Já það er sko af sem áður var. Þá nægði mér að sofa í 4 til 5 tíma og var bara helv.... brött. Þetta er ellikelling sem bankar upp á og kemur óboðin inn. Allavega bauð ég henni ekki. En nú er ég komin í langa fríhelgi og er hinn hressasta og langar ekki baun í bólið. Held ég vaki barasta í alla nótt. hehehe.... Neibb, engin sibba í mér. Var með saumaklúbb í kvöld og þessar elskur þurfa allar að vakna í fyrramálið og fóru heim um hálf tólf. Ekki nokkurt úthald í þeim. Það er annað en ég. Vaki, vaki og vaki....... Svo er bara sumarbústaðaferðin næst á dagskrá. 2 apríl... Ég á að vinna 12 til 18 þann dag og þarf endilega að dobbla Írisi að skipta við mig. Hún vinnur 8 til 14. Við ætlum nebblega að reyna að komast snemma af stað. Kolla, Anna og Sússý er allar í fríi þennann dag, og Hrönn er bossinn þessa vikuna því hinir bossarnir eru í útlöndum, svo hún ætlar að gefa sér frí. Já það er svaka gott að vera boss.. I wish.
Held að Lilja ætli að koma á morgun og þvo. Ég get svarið það, þetta er að verða eins og sápuópera. "Lilja kemur að þvo. Við spilum óþverra. Lilja fer. Lija kemur að þvo, við spilum óþverra." How doll is my life. Nei, nei. bara að jóka.
Annars var ég að spá í hvort það væri búið að skrifa mig út úr þessar fjölskyldu minni. Við höldum mebbilega svona lítið og krúttlegð "ættarmót" á hverju ári, fyrstu helgina í júní. Bara svona til að hittast og kynnast. Við erum svo fá að það er skammalegt að þekkjast ekki. Og nú er búið að senda e-mail til allra um staðsettningu og verð. En hún litla ég. Neibb, ekkert e-mail til mín. Hitti samt Hössa um daginn og reifaði þetta við hann. Hann lofaði að senda mér en neibb. Ekkert e-mail. Manni getur nú sárnað þótt engin komi tárinn. Didda mín. Viltu skamma Hössa. ha. Hey. ég vil vera með. Ég er obboslega skemmtileg. ha.
Svo eru stelputetrin í hættaðreykjaátaki. Trappa sig niður og skammta sér ákveðin fjöla af rettum á dag. Vona svo sannarlega að þær geti vanið sig af þessu ósiði. Elísa er með þeim í þessu hættaðreykjaátaki. Og hér eru þæt stallsystur.


Nú eru Lilja og Baldur búin að fá að vita hvort kynið hún gengur með. En það má víst ekki segja. Allir að drepast úr forvitni. Ég kitla það bara upp úr þeim núna fljótlega. Ég er forvitnasta kona ever. Spyrjið bara hvern sem er. Verð að vita allt og allt. Lilja alveg hreint blómstrar. Bara rosa langt síðan hún leit svona vel út. Það á greinilega mjög vel við hana að vera vanfær. Pælið í þessu orði. VANFÆR. Um hvað skildu konur sem ganga með börn vera vanfærar um. Já þau eru mörg skrítin orðin í þessu tungumáli voru.

Jæja dúllurnar mínar. Held ég láti þetta duga í bili
knús í krús......................................

Engin ummæli: