mánudagur, mars 08, 2004

Mér er orðið ljóst að ákvarðanir teknar á unglinsárum hafa langtímaafleiðingar.....................................49 ára....

Já og þar með er sagan öll. Hef enga speki um þetta"orðið ljóst"
Var að tala við Lonni og Rúnu núna áðan. Þær voru komnar í bikiníin og voru á leið út í sólbað og sundlaugina. Hm. það er víst nóg að fara bara út á svalir hér, þá er mar komin í sundlaug. Þvílík og önnur eins rignig. Mér finnst nú að Guð og englarnir hafi grátið alveg nægju sína í bili. Er ekki komin tími til að brosa aðeins við okkur frónbúum. Allavega finnst mér þeir hafa brosað nóg til þeirra þarna down under.

Annars er þetta búið að vera letidagur allra letidaga hjá mér. Vaknaði klukkan níu, fór fram í hálftíma eða svo og svo upp í aftur og svaf til 12 og horfði þá viku skammt af nágrönnum. Lagði mig aftur um hálf þrjú og svaf til að verða fjögur. Druslaðist þá upp í Grafarvog til Ella og Jónu. Diddi og unginn voru þar að þrífa bílinn. Og svo heim og hér hef ég setið og gert ekki neitt. Og þó. Ég er búin að brjóta saman þvott úr tveim vélum og þvo eina. Og segiði svo að ég geri ekki neitt.

Svo er ég líka búin að skrifa eina atvinnuumsókn, og þarf að henda henni í póst á morgun. Break a leg........
Og svo hringdi Lilja Bryndís og bauð í kaffi. En ég hreinlega nennti ekki út í þetta veður í kvöld og lofaði að koma á morgun í staðinn. Þau eru nebblega búin að mála og gera allt voða fínt. Svo mar verður að kikka á þetta hjá turtildúfunum.
Og svo er hún orðin algjör bumbulíus. Ótrúlega krúttleg.
Annars hef ég ekki meir að segja, því eins og þið sjáið gerðist ekki neitt hjá mér í dag. Big cero.
Knús í krús......

Engin ummæli: