fimmtudagur, mars 25, 2004

Mér er orðið ljóst að börn hafa meiri þörf fyrir hlýju en hluti.......................43 ára.

Og þar sem þessi "mér er orðið ljóst" persóna er jafngömul mér, þá er ég bara hjartanlega sammála henni. Nei í alvöru talað. Er ekki komin tími til að foreldrar margir hverjir fatti það að það er ekki nóg að kaupa endalaust dót og tölvuleiki fyrir börnin sín, til að friða eigin samvisku og geta þá stundað allar sínar tómstundir og jamm. Það þarf að tala við þessi kríli og verja smá tíma með þeim. Já og líttu nú aðeins í eigin barm Gunnsa mín. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki manna best í þessum málum, nema hvað að ég kaupi ekki allt og allt. Hmhm.... Því eins og kaninn segir "spend some qualiti time with your kids". Sorry veit ekki hvort þetta "qualiti" er rétt skrifað eður ei. Skiptir ekki öllu máli. Datt þetta svona í hug vegna þess að ég var hjá Olgu og við vorum akkúrat að tala um þetta. Og svo þegar ég opna "mér er orðið ljóst" bókina þá dett ég inn á þessa grein. Ég nebblega vel ekki sjálf heldur tek þetta svona random. Skrítið.

Ekki það að ég ætlað bara ekkert að heimsækja Olgu í kvöld. Heyrði nebblega í Sillu og boðaði mig í kaffi og bókarskilunarheimsókn. Þessar sem ég er búin að vera með síðan strax eftir áramót. Og hún var sko ekki að fara að gera neitt í kvöld. En ég er varla stigin inn úr dyrunum þegar síminn hringir og spurð hvort hún ætlaði ekki að koma í saumó. Og þannig fór um sjóferð þá. Mér var hennt öfugri út, en þó ekki fyrr en búið var að fara með mig í kjallarann að skoða litlu sætu kettlingana. Jísös hvað þeir voru sætir. Gæti bara étið þá... Verst hvað þeir stækka fljótt. Vildi óska að þeir væru alltaf svona kannski 3ja mánaða. Það er ferlega krúttleg stærð á þeim. En ekki er það svo gott. Hvað um það, við gerum bara aðra tilraun á látlausu kaffi þambi og spjalli þegar hún kemur heim frá Ameríku.

Adda kom hér við í dag og að sjálfsögðu voru teknir tveir óþverrar. Leikar luku með jafntefli. Mikið gott. Svo kom Örn heim úr skólanum og Anton með honum að venju og voru þeir nú heldur betur búralegir. Þeir voru sko að fara að spila félagsvist með tveim stelpum úr bekknum. Þeim Natalíu og Gunnhildi. Og spurðu hvort það væri ekki lagi að þær kæmu hingað. Ég hélt það nú. Svo segi ég við drenginn. En ætlarðu ekki að taka aðeins til í herberginu þínu svona fyrst þú ert búin að bjóða tveim dömum heim. Og það var eins og við manninn mælt, inn ruku báðir stubbarnir og tóku til á mettíma.
Svo áttu þeir einhvern aur og þá var rokið út í sjoppu að kaupa bland í poka, fernt af öllu og einn snakkpoki. Svo rauk hann til og vaskaði upp einhver ákveðin glös og var búinn að leggja á sófaborðið þegar skvísurna mættu. Og svo voru spilaðir nokkrir hringir. Mikið fjör og mikið gaman. En það er alveg hreint ótrúlegt að sjá hvað hegðun drengja breytist þegar dömur eru komnar í hús. Hlaupið og rennt sér á hnjánum eftir stofugólfinu og alls konar stórkallalæti. Svo þurfti líka að kveikja á útvarpinu og hann spurði nú reyndar hvort þau vildu hlusta á Bítlana(minn maður) og Anton var mjög æstur í það þangað til að stelpurnar fussuðu og sveiuðu. Vildu sko ekki hlusta á þá. Nei þá var Anton sko bara að djóka. hehe... En svo var minn maður svo mikill kavaler að hann leyfði stúlkunum að velja útvarpsstöðina sem hlusta skildi á. Jí hvað það er gaman að fylgjast með þessum krílum. Love is in the air....
Kannski þeir fari út og merkji sér tré. það er bara verst að þeir eru allri skotnir í sömu stelpunni. Henni Gunnhildi. Enda heitir hún líka alveg einstaklega fallegu nafni og alveg jafn sæt og krúttleg og önnur Gunnhildur sem ég þekki. hehehe.....

Jæja nú fer Liljan mín í fyrramálið að láta rífa úr sér tvo jaxla. Þótt fyrr hefði verið. Hann ætlaði nú að láta hana bíða með það þar til eftir fæðingu. En það er bara ekki að ganga. Hún er búin að vera með stöðuga tannpínu í nokkrar vikur og svo á hún 4 mánuði eftir af meðgöngunni. Er annsi hrædd um að hún yrði komin inn við sundin blá ef hún þyrfti að bíða eftir því.


En, enn og aftur er kominn þessi ógurlegi bóltími. Verð að fara að lúlla svo ég vakni með Erni í fyrramálið og komi honum í skólann.
Knús í krús............

Engin ummæli: