þriðjudagur, mars 23, 2004

Mér er orðið ljóst að enginn stendur sig nema hann standi við sitt...................................90 ára

Ekki verur mikið um skrif hér í kvöld, en ætla að láta detta hér inn smá sem mér var gefið í dag, af því að ég er mamma.

Það gerðist bara....

Börnin vöktust og klæddust,

Grauturinn eldaðist og átst

Það bjóst um rúmin og sópaðist

Þvotturinn þvoðist og hengdist upp

það gerðist við og stoppaðist í.

Saumaðist og prjónaðist,

Tertan bakaðist og borðaðist

Það vaskaðist upp og gekkst frá

Börnin hugguðust og hjúfruðust

Það breiddist yfir þau og kysstust Góða nótt.


Þegar þau vour spurð:

Hvað gerir mamma þín?

Urðu þau undirleit og svöruðu lágt:

Ekkert, hún er bara heima!!!!


Knús í krús......

Engin ummæli: