þriðjudagur, mars 09, 2004

Mér er orðið ljóst að maður á aldrei að borga fyrir verk fyrr en því er lokið...........................48 ára

Og þannig er nú það.
En annars hef ég ekki afrekað mikið í dag. Er búin að vera með einhverja leiðinda magakveisu og hef þar af leiðandi þurft að halda mig nálægt náðhúsinu.... En það hlýtur að lagast eins og annað sem hrjáir mannfólkið öðruhverju. Skruppum samt aðeins til Lilju og Baldurs að sjá hvað það er orðið fínt hjá þeim. Og það er allt annað sjá íbúðina svona ljósa heldur en í þessum dökku litum. Hún er svo lítil að hún ber það ekki.

Svo dreif ég mig og setti teljara inn á síðuna hjá Lonni og gat gert það alveg alein. Húrra fyrir mér. Og svo færði ég minn ofar á síðuna. Svo dugleg. Ég hringdi líka í Jóhönnu stöðvarstjóra og bað um frí á fimmtudaginn. Á að vera á kvöldvakt þá, en það gengur náttla ekki. Lonni að koma heim og fyrsta stopp er sko hér í Grýtubakkanum. Og svo sendi hún mér sms í gær og bað um að ég hefði saltkjöt og baunir í matinn. Æjæj. Ég er nú ekkert spennt fyrir því að borða það aftur svo fljótt.
Svo á að vera einhver foreldrafundur hjá Erni á fimmtudaginn klukkan hálf sex, með kennaranum og Hrönn sem kennir þeim lífsleikni. Þeim (kennurunum) finnst krakkarnir ekki vera nógu góð við hvort annað og ekki leika sér nógu mikið saman. Og vilja ræða hvað er til ráða. Ég verð nú að segja það að mér finnst alveg ótrúlegt að börnin megi ekki velja sér vini sjálf. Það er með þau alveg eins og okkur fullorðna fólkið, að við pössum misjafnlega vel saman. Þetta var líka til umræðu þegar hann var í leikskóla. þar átti hann einn vin og þeir vildu bara leika sér saman og það var ekki nógu gott. þeir ÆTTU að leika við hin börnin líka. En svona er þetta. Maður velur sína vini sjálfur eftir því hvernig maður smellur við fólk. Og hana nú.
Ekki meir að sinni.
Knús í krús............

Engin ummæli: