sunnudagur, mars 21, 2004

Mér er orðið ljóst að dagarnir eru langir en lífið stutt.....................88 ára

Já, þeir geta verið soldið langir þessir dagar. Svo eru aðrið sem hreinlega hlaupa frá manni eins og þeir eiga lífið að leysa.
Og þá alveg sérstaklega frídagarnir í vinnunni. hmmmm. Skrítið. Ég er alveg búin að komast að því að ég væri svo sannarlega tilbúin að vera heimavinnandi húsmóðir. Huh. svo leið á vinnunni. Eiginlega bara allri vinnu. Kannski er þetta bara íslens leti. Eða að þessi helv.... ellikelling sé enn að plaga mig. Hvað skal til bragðs taka. Reka hana út með særingum kannski. Veit ekki hvað er til ráða, nema að snúa klukkunni við. hehe..

Fór í keilu í gærkvköldi með vinnunni. Mætingin var nú ekki eins góð og til stóð. En ég sagði nú bara að Elitan mætti. Vorum sex og spiluðum tvo leiki. Og mín tapaði með glæsibrag fyrri leiknum og marði næstneðsta sætið í þeim seinni. Þetta var orðin annsi hörð keppni milli mín og TúrStæns. hehe. ég vann hann. Jibbýkóla........


Ég verð nú samt að segja fyrir mína parta að það er alltof mikill hávaði þarna. Maður gat eiginlega talað nema þá að öskra. Þetta var sko bara ekkert betra en á pöbbunum. ARGARGARG... ELLIKELLING aftur. Gat ekki séð að þetta plagaði yngra fólkið. En þrátt fyrir hávaða og litla getu í þessum leik, var bara asskoti gaman og ég er alveg tilbúin að gera þetta aftur.

Fór svo á kóræfingu í morgun klukkan hálf tíu en mér fannst hún heldur stutt, stóð aðeins til ellefu. Það var samt bót í máli að 1 sópran þurfti ekki að mæta. Svo var ég svo gáfuð að taka upp æfingun, en hvað haldiði. Ég ýtti bara á play en ekki rec.. Arg. Svo ætlaði ég að fara að gaula hér áðan en þá var bara sound og silenc. Engin æfing. Dí, hvað ég get orðið pirruð á svona fáránlegum mistökum.

Og svo þetta með ættarmótið. Muniðið. ÉG ER EKKI BÚIN AÐ FÁ E-MAIL ENN. Diddan mín. hvað er í gangi. Ertu ekki búin að skamma drenginn. ha. Mín er bara sár.... hehe.

En kæru lesendur nær og fjær. Nú er nóg komið og óska ég ykkur öllum góðrar nætur og sælla drauma.
Knús í krús.

Engin ummæli: