miðvikudagur, mars 10, 2004

Mér er orðið ljóst að hin fullkomna hamingja býr í góðri bók, mjúkum dívani og ketti sem kúrir við hlið mér...........50 ára

Þetta "orðið ljóst" er nú bara alveg eins og talað úr munni og frá hjarta Hörpu vinkonu. Ég veit nebblega að henni þykir voða gott að liggja upp í rúmi og lesa og það myndi sko örugglega ekki skemma fyrir ef einn ef ekki allir þrír kettir heimilisins lægju hjá henni.

Annars er þetta búin að vera ágætur dagur. Byrjaði hann á því að keyra junior í skólann. Hálf vorkendi honum að þurfa að fjúka þessa leið svona strax í morgunsárið. Og honum þótti það nú ekki slæmt. Ég fékk prik fyrir það. En svo lagði ég mig þegar ég kom heim aftur og hraut eins og gömul eimreið til hádegis. En þá kom Ásthildur og svo kom Lilja og þvoði tvær vélar. Og ég sem ætlaði að vera svoooooooooo dugleg og skúra, gerði nákvæmlega ekki neitt, sat og þambaði kaffi í massavís. Ekki það, að það var miklu skemmtilegra en að skúra. Geri það bara á morgun, eins og sá lati segir.


Svo hringdi Sillan í mig, og færði mér frekar leiðinlegar fréttir. HÚN ER HÆTT Í GOSPELSYSTRUM. og ég er nú frekar svekt yfir því. Tár og snökt,snökt. En það verður hver að finna sína leið. Ég vil fara mína leið og þú vilt fara þína..... Kannski ég fari bara hennar leið að hausti. Aldrei að vita.
Miss you darling.

Jæja nú er Lonni mín lögð af stað í ferðalagið heim á leið. Hún lendir hér klukkan um fjögur á fimmtudaginn. Og ég samdi við hana að við myndum frekar hafa kleinufisk og remolaðisósu, heldur en saltkjöt og baunir. Og henni fannst það bara ekkert verra. Enda mikil matkona þessi elska.


En svo var að sjálfsögðu kóræfing í kvöld, og Diddú og Jóhann Sigurðsson komu og sungu eitt lag með okkur. Og ég verð nú bara að segja það. það er ótrúlega fyndið að sjá þessi tvö standa hlið við hlið. Ég held að Diddú komist fimm sinnum inn í Jóhann. Og svo syngja þau alveg eins og englar. Og þá sérstaklega hún. Þvílík útgeislun og alltaf með bros á vör.

Hér er dr. Phil á skjánum og þarna situr hann og talar við þennann líka stóra svarta mann og hann bara grætur og grætur. Ótrúlegt með kanan. Koma í sjónvarpið með hin minnstu vandamál og svo er bara grátið og grátið.

Jæja ég held ég láti staðar numið og kevðji. Góða nótt dúllur
Knús í krús.....

Engin ummæli: