mánudagur, mars 22, 2004
Mér er orðið ljóst að gullfiskar vilja ekki búðing..........................5 ára
Já, ekki hefði ég vilja vera gullfiskur í því búri sem fyllt var með búðing. Segi nú ekki meir.
Einhverjar skammir fékk ég víst fyrir þennann barlóm í mér í gær. Kvartaði undan vinnunni. Málið er bara það að ég er orðin svoooooooooo þreytt á þessari vaktavinnu að það hálfa væri nóg. Jú,jú, auðvitað nenni ég alveg að vinna, en langar þessi lifandis býsn að losna úr þessu vaktarugli. Og svo er vinnan alls ekki leiðinleg. En það er sama hvað ég sæki um margar vinnur mar fær alltaf nei,nei,og aftur nei. En Diddan mín, ég er samt voða glöð að hafa vinnu. Sjáðu bara..
Og svo þetta með hreyfinguna. ÉG ER BÚIN AÐ KAUPA SKÓ Í DÆMIÐ. það er byrjunin. Er það ekki annars. Meira segja hvíta X18 skó.......
Annars var ég að prufa að setja upp blogg síðu á Fólk..is og útkoman er sú að mér finnst betra dæmið hér á blogger.com Á folk.is getur maður reyndar valið um allskonar bakgrunn og bendla. En nibb. Mér þykir þetta þægilegra. Þarf bara að læra aðeins betur á þetta. Því ég helda að þetta dæmi bjóði í raun upp á fleiri möguleika. Þið getið ef þið viljið kíkt á síðuna mína hér Gunnsan Og hvað finnst ykkur svo.
Svo þarf ég víst að druslast suður í Hafnarfjörð á morgun í 66 gráðurnar. Sækja vinnuföt. Arg. þoli ekki þessar brækur sem okkur er sett að vera í. Svo hafa þær þann skemmtilega eigileika að þær halda að þær séu ryksugur í dulbúningi. Einhver ætti að segja þeim það rétta í málinu. Að þær séu til í þeim tilgangi að fela misstóra rassa og læri. hehe.... Flíspeysurnar eru mjög góðar en óttalega ljósar og skítsælar. Smartar samt. Og svo eigum við núna að vera í hvítum bolum. Alltílæ fyrir þá sem eru frekar í minni kanntinum. Það eru tildæmis ekki til nógu stórir á mig. En ég verð samt að vera þeim. En nei. Ég verð þá bara heima. Kemur ekki til mála að mæta í bol sem er svo þröngur að mér líður eins og illa vaxinni rúllupylsu.
Þetta eru nú meiri fíflin sem vinna við "teikniborðið". Þessir hvítu fínu bolir eru svartir efitr hálfa vaktina.Hvernig þeim datt þetta í hug er mér algjör ráðgáta.
Þeir geta sko bara átt sig. Og hana nú.
En hafiði heyrt um manninn sem át heilt glas af Viagra.
Honum er haldið sofandi í mjaltavél. hehehehehehehe.
Diddan sendi mér þennann. Asskoti góður.
En nú nenni ég ekki meir.
Knús í krús..........................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli