Já, það er víst hverju orði sannara. Og ég er víst búin að borða ansi margar terturna um ævina. Var að tékka á þessu áðan, og sá þá að rétt fyrir ofan nafla vinstra megin er væn sneið af Draumtertunni hennar Guggu. Hægra megin sá ég nokkrar Jarðaberjatertusneiðar. Út á hlið voru nokkrar vel fylltar brauðtertur og niður á læri láku svo nokkrir heitir réttir. En hvernig skildi annars standa á því, að meðan ég má varla líta í pottana þá geta sumar sem ég þekki raðað endalaust í sig. Og ekki get ég séð að þær hreyfi sig nokkuð meira en ég. Bara svona smá hugleiðingar. En nú er samt komin tími til að fara að nota þetta blessaða gjafakort í Hreyfingu sem ég var svona líka heppin að vinna.
Annars sit ég hér með headfone í eyrunum og er að hlusta á æfinguna í kvöld. Og ég held að nú sé ég endanlega búin að tapa mér. Nú setti ég á rec, voða dugleg. En hvað haldiði, nú setti ég að pause þegar ég ætlaði að taka upp. Og tók upp pásuna. Það er nú ekki í lagi með mig. En svo fórum við nokkrar eftir æfingu inn í litla sal og æfðum Aqarius og þá tóks mér að taka upp á réttum stöðum. Held hreinlega að ég biðji Bryndísi um að sjá um tækið fyrir mig framvegis. Mér er ekki treystandi lengur. I´m loosing it.......
Og svo er ég rosa happy í dag. Eða varð það eftir klukkan 14.45. Eins og ykkur lesendum mínum er kunnugt um fór ég í krabbatékkið um daginn. Fékk svo bréf í síðustu viku um að allt væri í keyi dowstairs. Jibbýkóla.... En svo fékk ég upphringingu klukkan 10 í gærmorgun og var vinsamlegast beiðin um að koma aftur í brjóstamyndatöku í dag, þar sem læknar hefðu fundið eitthvað sem þeir vildu mynda betur og skoða. Og búmm. Maginn í klessu. Því eins og sjúkrasaga þessar fjölskyldu hefur verið hlaut ég náttúrulega að vera komin með bullandi brjóstakrabba. Svo minni búið að vera flökurt í sólarhring og ekki getað á heilli mér tekið. Svo mætti ég í dag, og thank you God. Þetta eru bara einhverja vatnsblöðrur sem eru algjörlega saklausar. Hjúkk. I feel good, dúdúdúdúdúdú. the way that I should, dúdúdúdú........
Jæja nóg um þetta. Mátti bara til með að deila þessu með ykkur.
Nú og þar sem ég hef kvartað sárann undan því að vera ekki boðið á litla sæta ættarmótið, að þá verð ég líka að segja frá því að Diddan mín er búin að skamma drenginn og ég hefi móttekið bréf þess efnis að mótið verði haldið og hvar.
Svo að ég er semsagt enn í þessar litlu krúttlegu ætt.
Svo er víst nóg að gera hjá mér næstu helgar. Vinnuhelgi núna næstu helgi. Verð samt að taka einn sumarfrísdag á sunnudaginn. Þarf að mæta í hvorki fleiri né færri fermingarveislur en tvær. Ágæt afsökun til að taka sér frí. hehe...
Helgin þar á eftir brunum við saumaklúbbssystur í sumarbústað með viðkomu í Hördígardí og fáum okku pizzu á 67. Hvíta kastala pizzuna. Aldrei fengið betri pizzu en þar.
Og svo páskahelgina verður brunað norður á Svalbarðseyri í fermingarveislu Gyrðirs Arnar. Svo nú ætti manni sko ekki að leiðast. Nóg að gera. Það verður voða gaman að fara norður, því þá hitti ég næstum því alla mina ættingja nær og fjær. Svona smá þjófstart á ættarmótið sem verðu fyrstu helgina í júní. Mikið fjör og mikið gaman.
Jæja eins og þið sjáið á tímasetningu þessa litla bloggs míns að þá er komin tími á ból.
Knús í krús..............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli