föstudagur, mars 12, 2004

Mér er orðið ljóst að það er hægt að vera skotinn í 4 stelpum í einu.................................9 ára

Jæja þá er þessi dagur loks að kveldi kominn. Lonni komin heil á húfi heim, þreytt en ofsa ánægð með ferðalagið sitt. Og hér var semsagt öll hersingin í mat og allir átu á sig gat af þessum dýrindis kleinufisk. Og svo hringdi Rúna í mig í kvöld að vita hvort ekki hefði gengið vel með skvísuna. Og hún bað mig endilega um að skella uppskriftinni af remolaðisósunni inn á bloggið svo hér kemur hún. Gæti ekki verið auðveldari.

1 peli rjómi
2 ds remolaði
sweet reliez


Og verði ykkur að góðu.

Ég gerðist hin myndarlegasta húsmóðir hér í dag. Skúraði útúr dyrum og Lilja mín þurrkaði af fyrir mömmuna sína. Og svo skellti ég mér í að þrífa eldhúsinnréttinguna að utan. Það er nebbilega þannig að blessuð sólin fór að skína hér inn um gluggana í dag og oh my god. My innrétting var bara ógeðsleg. Svo nú er hún voða fín. Nú það fylgdi að sjálfsögðu hundur með Lilju og Baldri í dag. Og enn og aftur oh my god. Það er sko mesta furða að tíkin skuli hafa haft feld þegar hún fór héðan. Ég get svarið það að mar klofar hér hundahár upp að hnjám. Ég yrði brjáluð að búa við þetta. Lilja hefur reyndar talað um þetta og tíkin hefur oft komið hér en ég hef aldrei séð annað eins. Ég má sko versugú ryksuga hér allt aftur á morgun. Hefði betur sleppt þessum þrifum í dag. Ég held að þau ættu að skreppa með greyið til dýralæknis og láta athuga þetta. Þetta getur bara ekki átt að vera svona.


Og bara svo þið vitið það þá er hún svört svo þetta er mjög áberandi. Annars talandi um hunda. Ég skrapp til Olgu um daginn og haldiði ekki að hún sé komin með annann hund. Átti fyrir svarta púðlutík og eina kisu. Og nú er hún komin með svartan American cokker spaniel. Held að þetta sé það sem hún sagði að hann væri. Og hann er svo sætur. Svo ég tilkynnti Frú Olgu það að ég ætlaði að ættleiða barnið hanns þegar þar að kæmi. Og hann er bara með einfaldann feld svo hann fer ekki úr hárum. Oh hann er so mikið krútt. Og svo komst ég að því að ef mar þekkir Olgu þarf mar ekki að fara í safarí ferð til Afríku. Eins og fyrr sagði er hún með tvo hunda eina kisu. Mamma hennar leigir í kjallaranum hjá henni og hún er með einn páfagauk, eina kisu og eina kanínu. Svo leigir hún út annað herbergi þarna niðri og strákurinn sem það leigir er með eina kisu. Svo hvað þarf mar meir. Ég segi nú ekki meir.


Annars verðið þið lesendur góðir að afsaka þessa quiz dellu mína. Ég gjörsamlega datt í þetta þegar ég kíkti á bloggið hennar Ásu stjúpdóttur minnar. Það sem mar getur gleymt sér yfir þessari dellu. En svona er lífið. Fullt af spurningum.
Vona bara að þið hafið prufað líka.

Lonni keypti fyrir mig í Singap. nýtt upptökutæki fyrir mig að hafa í kórnum og það kostaði skal ég segja ykkur heilar þrjú þúsund krónur. Man að þegar ég keypti gamla tækið fyrir fjórum árum hér heima þá kostaði það sex þúsund. Svo keypti hún líka fyrir mig ilmvatnið mitt og 100ml. glas kostar sama þar og 50 ml glas í fríhöfninni hér heima. Svo nú á ég stórt glas. Jibbíkóla....... Það verður sko ekki vond lykt af mér á næstunni.


Svo var þessi foreldra fundur í skólanum í dag. Ýmislegt var rætt þar og frekjan ég fékk því framgegnt að vinahóparnir eru hættir. Í staðin ætlum við að hittast öll einu sinni í mánuði og gera eitthvað öll saman. Næst ætlum við að hittast 25 mars og spila félagsvist í skólanum og þá verður ákveðið hvað skal gera næst. Held að þetta hristi krakkana miklu betur saman en þessi vinahópar. Og mínum dreng leist rosa vel á þessa breytingu. Hann hefur aldrei fílað þessa vinahópa.

En nú er nóg komið að sinni.
Knús í krús...........................

Engin ummæli: