Og mér er orðið ljóst að ég hef ekki upplifað jafn skemmtilega vinnu og tómstundarstarf.......
En ég á það kannski eftir. Aldrei að vita.
Ég lúllaði að sjálfsögðu eins og pokarotta til klukkan að verða hálf eitt í dag, enda fór ég seint að sofa í gær. Fór mebbilega til Lonni og horfði á Idol og fór svo til Öddu og tókum við eins og tvo óþverra. Kom ekki heim fyrr en rúmlega hálf tvö og juniorinn var með mér. Og hann svaf til hálf ellefu en þá hringdi Maggi og dobblaði hann út í handbolta. En semsagt ég staulaðist á lappir klukkan að verða hálf eitt og keyrði drenginn upp í Leikni þar sem hann var að keppa. Fór svo til Guðnýar og ákváðum við að hittast aftur í kvöld og horfa á Rocky horror picture show og smakka kannski á bjór með. Og það gerðum við. Drifum við hjónin okkur upp í sveit (Mosfellsbær) til Sigga og Guðnýar með junior í eftirdragi því engin fékkst pössunin. Og það var alveg jafn gaman að horfa núna eins og svo oft áður. Nema að núna vorum við með DVD og hljóðgæðin voru miklu betri. Svo var frúin voða svöng á leiðinni heim og fékk liðsinni juinior, svo bóndinn keyrið okkur niðrí bæ og við fengum okkur hlöllabát. Og mar er nú aldrei svikinn af þeim. Núna situr bóninn og horfir á The Beatles anthology. Sem Lonni keypti í útlandinu og færði öldruðum foreldrum sínum. Veit hversu heitt þau elska þessa bresku stráka frá Liverpool. Ekki það að hún fíli þá ekki. Þær fengu mjög gott tónlistaruppeldi þessar dætur vorar. Dýrka Bítlana, Stone og Presley. Ásamt mörgu öðru gömlu. Eins og tildæmis fyrr nefnd Rocky horror. Ég keypti videospóluna í kringum 1990 þá er Lonni 12 ára. Og það var bara ekki neitt öðruvísi en það að hún varð gjörsamlega húkkt. Kom heim úr skóla með vinkonur með sér og svo var horft og sungið með. Dag eftir dag, viku eftir viku. Hún var alveg búin að gleyma hvað heimanám var. Ha, hvað er það ?....... Þetta endaði að sjálfsögðu með því að ég varð að taka spóluna og fela hana. En þegar upp var staðið hafði hún aldrei lært neitt eins vel og þessa mynd. Kunni hvert talað orð og alla sungna texta. En jæja, ég held að bjórinn sé farinn að röfla í þessu litla bloggi mínu. Er að hugsa um að fara og kúra hjá junior sem er að hita bólið hennar mömmu sinnar
Knús í krús............................................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli