laugardagur, desember 31, 2005

Já, nú árið er liðið í aldanna skaut

Það er nú meira hvað maður verður alltaf meir á þessum degi. Eitthvað svo mjúk og stutt í tárin.
Það er bara engin dagur á árinu sem hefur svona áhrif á mig eins og þessi. Annars skrapp ég áðan til Sillunar minnar og fékk mér síðasta kaffisopann með henni þetta árið. Kom svo við hjá Sússý frænku og knúsaði hana aðeins. Og nú sit ég hér og hlusta á jóla-jóla í Ipodinu mínu og hugsa um liðna daga. Þetta hefur verið aldeilis ljómandi gott ár hjá okkur. Og nú hlakka ég bara til að stíga inn í nýja árið og takast á við það. Elskulegu vinir mínir. Ég óska ykkur gleðilegra áramóta og gangið hægt um gleðinnar dyr. Megi nýja árið færa ykkur frið og gæfu.
Yfir og út krúsarknús.......

föstudagur, desember 30, 2005

Leiðinlegustu dagar ever.

Það er að segja dagarnir eftir jól og eftir áramótin. Get sko alveg fengið mig fullsadda af þessum sprengingum. Getur fólk ekki skilið að það á bara að sprengja á gamlárskvöld og þrettádanum. Maður er hrökkvandi upp hálfu og heilu næturnar við þessi endemis óhljóð. Shitt hvað mér leiðist þetta. Fór annars í dag í neglur og er orðin svaka skvísa. Jejejeje... Svo er bara að sjá hversu dugleg ég verð að halda þeim við. Var engavegin nógu dugleg við það síðast þegar ég gerði þetta. Þær eru reyndar miklu flottari núna en síðast, svo kannski mar haldi þeim við. Aldrei að vita. En annars ekki mikið í fréttum þetta skiptið.
Yfir og út krúsarknús.........

þriðjudagur, desember 27, 2005

Jæja þá eru þessi jólin búin

Og tók ekki langann tíma. Var með karkkana í mat í dag, ásamt Bóa bró og hans familý. Hanigkjét með tilheyrandi. Nammi gott það. En nú er líka nóg komið af þessu reykta kjöti. Hrikalega þungt í mallakút. Fórum í Mosó í gær og fengum kaloríubombur þar. Mmmmm. En mín var voða nett á þessu öllu saman. Stóð mig bara vel. Datt svo alltíeinu í hug að horfa á upptökuna af Perlukabarettinum sem við Systur frömdum hér um árið í Íslensku Óperunni. Karlarnir mínir farnir að sofa svo ég kom mér vel fyrir í Lata strák og naut sýningarinnar. Þ.e.a.s. þangað til að það kom nærmynd af moi. Shitt mar. Þetta er eins og að horfa á einhverja konu út í bæ. Ég þekki ekki sjálfa mig á þessu myndbandi. Og það ætla ég rétt að vona að ég verði aldrei. ALDREI. ALDREI. aftur svona. Ég er ekki búin að gleyma hvernig mér leið með sjálfa mig. Og vona að ég gleymi því aldrei. Svona fara auka 35 kíló með mann. Ég var alltaf þreytt og mæðuleg. Jább, ég kann miklu betur við hana nýju mig. Eldri myndin er tekin á aðfangadagskvöld í fyrra. Gjörsamlega lekur af mér þreytan. En nóg um það. Mín í fríi í vinnunni þangað til á nýju ári. Átti inni sumarfrídaga síðan í sumar. Og ætla að splæsa þeim núna. Svo mín á voða gott núna. Núna ætla ég hins vegar í bólið og lesa í bókinni sem ég fékk í jólagjöf. Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðar.
Yfir og út krúsarknús.........

sunnudagur, desember 25, 2005

Oh je

Your results:
You are Green Lantern
Green Lantern
75%
Superman
75%
Spider-Man
65%
Supergirl
60%
Robin
55%
Wonder Woman
55%
Iron Man
50%
Hulk
40%
Catwoman
35%
The Flash
35%
Batman
30%
Hot-headed. You have strong
will power and a good imagination.
Click here to take the Superhero Personality Test

Gleðileg jól elskurnar mínar.

Ætlaði að blogga hér smá í gærkveldi en hvað gerist. Kviss, bamm, búmm. Tölvuskjárinn deyr tölvudrottni sínum. Bóndinn var að setja upp ljós inni á baði og sló út rafmagninu tvisvar á allri íbúðinni og blessaður skjárinn, blessuð sé minning hans, þoldi það ekki. Svo bóndinn mátti bruna í tölvubúiðina í dag og versla nýjan skjá. Og nú á ég rosa flottan Medion flatskjá. Jibbý kóla. Þetta er búið að vera afskaplega góður dagur. Rólegur og fínn. Var svo dugleg að klára allt í gær og þurfti því ekkert að gera í dag. Annað en að drekka kaffi og fara í jólabaðið. Og reyndar var ég sú eina á þessum bæ sem fékk jólabað. Erfðaprinsinn var kominn ofaní og var að láta renna þegar hann skilur bara ekkert í því hvað vatnið er heitt. Og upp úr skreið hann og ekki byrjaður að þvo sér. Það næsta sem þá gerist að allir sem í þessu stigahúsi búa eru komin fram á gang að tékka hvort einhvers staðar sé kalt vatn. Þannig að hér var kaldavatns laust frá 5 til svona rúmlega 6. Alltaf sama fjörið á þessum bæ. Mamma og pabbi voru hér í mat, en dæturnar voru hjá sínum tengdó. Svo þetta var afskaplega rólegt hjá okkur í kvöld. það er að segja þangað til að dæturnar komu svo seinna. hehehe..... Hangikjötssuðudagurinn mikli á morgun, og svo Mosfellsbærinn fagri. Ætla nú ekki að hafa þetta lengra að sinni. Óska bara ykkur öllum gleðilegra jóla og megi þau færa ykkur öllum frið í hjarta.

Ömmugrákurinn og ammam.
Yfir og út krúsarknús.......

þriðjudagur, desember 20, 2005

Ahhhhhhh

Mín er loksins komin í netsamband aftur. Þvílíkur léttir. Gott, gott. Sit hér og hlusta á tónleikadiskinn okkar frá jólatónleikunum. Og oh my god hann er æðislegur. Með netta gæsahúð í hnakkanum. Fengum líka þessa rosalega flottu dóma frá gagnrýnandanum Jónasi Sen. Var ég kanski búin að nefna það. Man það ekki. En þá geri ég það bara aftur. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Búin að skrifa öll jólakort og nú er bara að drífa þau í póstin á morgun. Ekki má gleyma því. Jæja hér kemur mynd af litlunni minni. Gjössovel.
Erum við ekki bara sætastar. Ha. Og ekki er hann verri hann Mikael minn Orri. Alveg hreint dásamlegt barn og algjör ömmustrákur.

Já, skurnar svona er að vera AMMA. Og það sko með stórum stöfum. Annars lítið í fréttum, skrapp til Sillunnar í kvöld að ná mér í kerti. Hún var svooooo sæt í sér að gef mér eitt sem er alveg ógislega flottur jólasveinn. Og það sem meira er, er að hann skiptir litum þegar logar á honum. Fékk að sjálfsögðu gott kaffi, ekki að spyrja að því. Og Nikki litli er alveg hreint ótrúlega sætur og krúttlegur. Glansandi og flottur. Er svona cirka bát búin að kaupa helmingin af þeim jólagjöfum sem ég ætla að kaupa. Dríf í þessu á morgun og hinn. Svo afmæli hjá Olgu annað kvöld. 35 ára skvísan. Borðstofustólarnir í viðgerð, átti að fá þá á föstudaginn, en kallinn náði ekki að klára þá, lofaði að ég fengi þá í GÆR, og nú er í dag og ekki er hann búinn að hringja aftur. Við verðum kannski bara að sitja á gólfinu á jólunum. Fáum okkur svona púða og sögum lappirnar af borðinu. Svona kína jól. Er þaggi bara. En nú er sko kominn tími á ból enn eina ferðina. Þoli ekki þessa bóltíma. Það er alltaf bóltími þegar ég nenni að fara að sofa. Ohhh.
Yfir og út krúsarknús.....................

laugardagur, desember 17, 2005

Garg og meira garg

Tölvudýrið mitt enn bilað. Búið að fara með hana í viðgerð og hún var stútfull af vírusum og einhverri Trauju sem ekki var hægt að eyða út. Svo það varð að strauja greyið. En samt kemt ég ekki inn á netið. Get sent póst og tekið á móti pósti. Búið spil. Ekkert net hjá mér þessa daganna. Arg og arg. Er núna hjá Olgu og fékk að stelast í tölvudýrið hennar. Ah þvílíkur léttir, er komin með nett fráhvörf. Veit hreinlegalega ekki hvað ég á að gera við þennan tíma sem ég er vön að sitja við netskoðun. En held að kallinn sem lagaði greyið ætli að koma á morgun og tékka á þessu. Mikið hlakkar mig til. En það hefur nú ýmislegt á daga mína drifið síðan síðast. Lonni mín búin að eignast þessa líka yndislegu prinsessu. Kom í heiminn á laugardagsmorguninn 10 des. Með fullt af kolasvörtu hári. Barasta hægt að setja teygju í toppinn á henni þessari elsku. Set inn mynd af henni hér um leið og ég kemst á netið heima hjá mér, svo þið verðið bara að sýna biðlund elskurnar mínar. Komin í jólafrí í kórnum. Enduðum árið á þessum líka frábæru tónleikum. MP hafði á orði að það hefði verið heilagur andi yfir okkur. Þetta hefði tekist svo vel hjá okkur. Jónas Sen var á seinni tónleikunum og skrifaði gagnrýni í moggann í dag. Á bls. 52. Og held að við getum bara verið sáttar. Á alveg eftir að versla jólagjafir og annað slíkt. Ætlum að skella okkur í það á morgun og vonandi tekst okkur að klára dæmið. Fór í útskrift hjá bróðursyni mínum í dag. Hann var að útskrifast sem bifvélavirki frá Borgarholtsskóla, svo þessi fína veisla á eftir. Nammi namm. Er búin að vera að dunda mér við að skrifa jólakort í þessari heimsókn minni til Olgu, en er ekki alveg að nenna því þessa stundina. Eitthvað voða sibbin og lúin, var að passa Mikael Orra ömmukút í nótt og hann sá nú alveg til þess að ég hefði soldið fyrir sér þessi lús. Sofnaði loks á maganum á ömmu sinni. Alveg eins og mamma hans forðum daga. hehehehe..... En hann er alveg yndislegur. Og er alveg næstum farinn að labba. Vantar bara herslumunin að hann sleppi sér. En nú er ég að hugsa um að fara að tala smá við Olguna og fá mér eins og einn kaffi og drusla mér svo heim í tölvuleysið. Snökt.... Ég á svooooo bágt.
Yfir og út krúsarknús.................

mánudagur, nóvember 28, 2005

Ja ja.

Haldiði ekki að mín hafi verið að versla sér dót. Hahaha.... Ipod. Oh, my god. Hann er sooooo flottur og það er sooooo gaman að leika með hann. Jibbý kóla. Þrjátíu gígabæta tryllitæki, glansandi svartur og lekker. Nú þegar hafa verið sett inn á hann tæplega 2000 lög og enn pláss fyrir 13 þúsund. Já það munar sko ekki um minna. Þessi elska getur geymt 15 þúsund lög fyrir mömmuna sína. Fór á alt æfingu í dag heim til Ingibjargar og fórum við yfir þessi helstu lög. Það er að segja þessi erfiðu. Salve Regina og Gloryuna. Salve alveg að koma. Soldið erfitt að finna tónana í þessum tónstökkum þarna. Níund á milli tóna. Frekar erfitt, en kemur pottþétt. Svo þarf ég að fara að tékka á þessu tölvudýri mínu. Það furðulega gerðist að vírusvarnarforitið sem ég var með er horfið. Farið. Good by. Og það án þess að kveðja. Er bara ekki að skilja þetta. Algjörlega óskiljandi með öllu. Hvernig hverfur svona bara upp úr þurru. Er ekki að fatta það. En er búin að finna regester blaðið sem ég fékk þegar ég verslaði þetta á netinu svo nú ætla ég að tékka á þessu. Guðný og Siggi komu hér í gær til að bjóða okkur í ísbíltúr. Þau voru nebbilega að versla sér nýjan bíl. Og þetta er siður hjá okkur. Þegar nýr bíll er keyptur bjóðum við hvort öðru í ísbíltúr. En í gær brá öðruvísi við. Allavega fengum við alveg stórundarlega ísa. Núðluís, vorrúlluís og rækjuís. Og þessi ís fæst á Nings. Rosa góður. Og bíllin hrikalega flottur. En nú ætla ég að tékka á vírusvörnum og fara svo að lúlla.
Yfir og út krúsarknús..........

laugardagur, nóvember 26, 2005

Jólaglugginn



Jæja hér koma myndir af fína jólaglugganum mínum. Verð bara að segja "asskoti tókst mér vel til þetta árið. ". Hmmm.... Ein alveg að missa sig í jólin.
Meira síðar
Yfir og út krúsarknússsssssss

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Jæja góðir hálsar

nú hefur ákvörðun verið tekin og ekki aftur snúið. Ég ætla að taka hlé frá Léttum. Þetta er allt of mikið fyrir mig, að standa í því að vera í tveimur kórum. Finn samt til smá eftirsjá þar sem maður svona var að kynnast öllum þessum frábæru konum. En það er ekki allt fengið í henni veröld. Fer bara svo gallvösk og hlusta á jólatónleikana þeirra og spái svo í að byrja aftur næsta haust. Það er ef Jóhanna vill mig aftur. Mín var hins vegar voða dúleg í gærkvöldi og setti upp fína jólagluggann. Skelli kannski inn mynd af honum hér síðar. Svo má ég víst þakka fyrir að vera ekki illa slösuð í dag. Var að príla upp í stiga í vinnunni til að ná í sykur sem var í efstu hillu. Þegar ég svo er komin með kassafjandann í fangið og er að stíga aftur niður í næstefstu tröppuna kemur annar kassi bara sí sona á móti mér úr hillunni og mín missir jafnvægið, sykurkassinn flaug og sykurrör út um allt. Lenti nú samt á löppunum. Það er að segja annari. Hin varð eftir í næstefstu tröppunni. Og við þetta fékk ég svona líka fína teygju í nárann og bakið hrökk í liðinn. Og ekki voru þau falleg orðin sem upp úr mínum eðalhálsi hrutu. $%/$%#&%=/&% ... Úff.... En ég þakka bara fyrir að vera ekki handleggs eða fótbrotin. Lonni mín stendur enn. Orðin ansi þreytt þessi elska. Bústin og sigin. hehehe.... En þetta er nú farið að styttast hjá skvísunni. Held að hún væri sko alveg til í að drífa þetta bara af núna strax. Búin að þvo allar samfellurnar og bleiurnar. Allt tilbúið fyrir erfingjann. En nú þarf ég í ból ef ég á að vakna í fyrramálið.
Yfir og út krúsarknús........

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Tröll og tröll




Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?


Þá er mar orðin tröll líka. Gaman að þessu. Búið að vera hreinlega brjálað að gera hjá mér þessa daganna og ekkert lát á því. Er svona eiginlega farin að sjá pínu eftir því að byrja í Léttunum akkurat núna. Hefði bara átt að bíða með það fram á næsta haust. Það verður að segjast alveg eins og er að það er eiginlega tú möst að vera í tveimur kórum. Er með nettan kvíða fyrir jólatónleikahaldinu og sé ekki fram á að geta verið möppulaus, og það er hlutur sem ég bara þoli ekki. Finnst ekkert verra á tónleikum en að halda á möppu. Verð öll stíf og stirð. Svo nú er að brjótast í mér hvort ég eigi ekki bara að láta þetta gott heita og hvíla mig á Léttum og koma frekar fersk til baka næsta haust. Að öðru leyti er þetta bara búið að vera skemmtilegt og yndislegar konur þarna. Mikil sönggleði og samheldni í kórnum. Gospelinn á sínu síðasta ári í þeirri mynd sem hann er í dag, svo þetta er síðasti veturinn minn þar. *snökt**snökt*... En það er víst ekki á allt kosið í þessum heimi. buhuhuhu.... Var með saumó á föstudagskvöldið og bauð skvísunum upp á hrikalega góða súpu. Uppskrift frá henni Öddu minni. Humar, skötuselur og rækja. Nammi namm.... Hvítvín fegu þær með og voru bara allar sáttar. Sextugs afmæli hjá Ella mág í gærkvöldi. Mikið fjör og mikið gaman. Hrikalega góður matur og enn betri félagsskapur. Alveg hreint dásamleg samheldinin í þessari fjölskyldu spúsa míns. Svo nú er míns voða þreytt og ætti bara að vera komin upp í rúm. Erfðaprinsinn gisti hjá afa og ömmu og þótti nú ekki leiðinlegt. Amma bakaði muffur með honum. Hann er nebbilega í matreiðslu í skólanum og safnar uppskriftunum samviskusamlega í möppu, tók hana með í gær og simsalabinn. Bakaðar muffur. Svaka góðar hjá þeim. Glugginn góði verður settur upp um næstu helgi og jóladiskarnir teknir upp. Lalalalalal.........
Yfir og út krúsarknús..............

laugardagur, nóvember 12, 2005

Jæja núna er klukkan orðin allt of margt

og ég enn vakandi. Það er ekki að spyrja að því. Komin í helgarfrí og barbabrella. Mín vakir fram eftir öllu. Óregluseggur dauðans. En svona er þetta bara. Lengi getur vont bestnað. Brálað að gera hjá mér þessa dagana. Það er sko ekki tekið út með sældinni að vera í tveimur kórum. Miklu meira mál en ég hélt. Tala nú ekki um af því að ég lét plata mig í fjáröflunarnefd Léttana. Úff. Brjálað að gera í því líka. Hef samt sloppið vel, Dekur og Djamm á morgun á þeim bænum, og mín þarf að mæta klukkan ellefu og ásamt hinum í nefndunum og gera klárt. Líst bara rosa vel á þessa uppákomu þeirra. Verður svaka gaman. Olga dýrahaldari sveik mig og fór í sumó um helgina svo við Örn fengum ekkert Idol gláp á því heimilinu. Svo nú verðum við bara að bíða eftir spólunni frá Lonni. Fór í blómabúðaráp á sunnudaginn var og tók Olgu með mér þar sem spúsinn nennti ekki, en Daði hennar nennti alveg með. Ég fór í þeim tilgangi að kaupa mér engil sem ég hafði séð á jólatréð. Og hvað haldið þið. Þau settu mig alveg út af laginu og tilkynntu það að þar sem ég hefði nú orðið 45 í sumar og þau ekki búin að gefa mér ammælispakka að þá ætluðu þau að gefa mér engilinn. Oh my god hann er svooooooo flottur. Í bleikum kjól og ljósleiðar í vængjunum. I´m in love. Svo er mín að spá í að breiða úr eldhúsglugganum fræga inn í stofu og setja líka í hann. Náttla alveg bilun. En so what...
Svona leit eldhúsglugginn út í fyrra. Ekki mjög góð mynd en það má notast við hana. Eins og þið kanski sjáið er mín alveg að detta í jólagírinn. Á sunnudaginn ætla ég svo að skreppa á tónleika hjá Vox feminae. Gaman að því. Hef aldrei farið á tónleika með þeim. Olga og Stína systir hennar ætla líka. Svo jibbí bara. Held ég láti þetta gott heita í bili.
Yfir og út krúsarknú.....
E.s. Guðrún, Harpa og Jóna Hlín. Drífa sig í ktilinu. Silla sú eina sem stendur sig í stykkinu.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Kitl,kitl,kitl,kitl, og svo ekki meir

nenni ekki að standa í þessu endalaust. En geri þetta fyrir Inguna mína.

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey..
Fara til Kína.

Eiga Subaru Forester
Verða skuldlaus
Eignast fleiri barnabörn
Læra að syngja betur
Læra að lesa nótur
Læra að spila á píanó

7 hlutir sem ég get gert..*
Keyrt í snjó og hálku
Sungið í kór
Verið góður vinur
Staðið mig vel í vinnu
Elskað manninn og börnin mín stór og smá
Þvegið þvotta
Skúrað gólf

7 hlutir sem ég get ekki..
Borðað kúttmaga
Hoppað út úr flugvél í fallhlíf
Horft á eða komið við mýs og rottur
Drukkið íslenskt brennivín
Pissað standandi
Talað kínversku
Verið gleraugnalaus

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið..
Augun
Rassinn
Brosið
Húmor
Heiðarleiki
Sönghæfileikinn
Fingurnir

7 frægir sem heilla mig..
Bruce Willis
Tom Hanks
Páll Óskar
Stebbi Hilmars
Patrick Swazie (hvernig sem það er nú skrifað)
Berþór Pálsson
Elton John

7 setningar/orð sem ég nota mikið..
Gott með þig
Nákvæmlega
Dauðans
Díses Kræst
Hvað meinarðu
Eitthvað fleira
Ég er að verða inneignarlaus

7 hlutir sem ég sé akkurat núna..
Tölvuskjár
Lyklaborð
Sígópakki og kveikjari
Mirandas Muscle gel
Lati strákur
Ruslafata
Saumataska

Nú er þetta orðið gott. Hætt öllum spurnigarleikjum héðan í frá. En ætla samt að KITLA Hörpu, Sillu, Spánardrósina og Guðrún. Koma svo stelpur og ég lofa að gera ekki meir svona bull.
Annars bara búin að eiga góðan dag í dag. Kóræfing hjá Systrum í morgun og jóla jóla sungið. Mmmmm gaman. Fór svo í Hagkaup og ætlaði að versla mér buxur en fann engar sem ekki voru mjaðmabuxur og ég bara enganvegin fíla soleis brækur. Brundað þá bara upp í Ritu og fékk einar ferlega góðar þar. Þær eru númer 38. Je je je je je....... En nú er ég farin að lúlla.+
Yfir og út krúsarknús.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Úff ég var svoooooo þreytt í gær

að ég gat ómögulega skrifað hér neitt inn. Fékk bara hroll við tilhugsunina. En hvað um það. Tónleikarnir í gær voru algjörlega brill. Þvílíka stuðið og gleðin algjörlega í fyrirrúmi. Magga í essinu sínu og allt eins og best verður á kosið. Svo var mér aldeilis komið skemmtilega á óvart. Villa vinkona kom með Írisi dóttur sína. Og mín bara vissi ekkert af því, fyrr en hún hnippir í mig í hléinu. Mín var nebblega svo sniðug og sendi nokkrum velvöldum mail um tónleikana og þar á meðal henni. Og barbabrella, hún kom. Og henni fannst rosa gaman, fannst bara verst að vera ekki á pöllunum með okkur. hehehehe.... Rósemdar dagur í vinnunni í dag. Enn ein ánægjulega uppákoman. ÞAÐ ER VETRARFRÍ í skólanum næst okkur og það út alla þessa viku. Engir unglingar argandi og gargandi klínandi snúðaglassúr út um alla búð. Og kúnnarnir sem versla þarna í hádeginu höfðu líka orð á því hvað það væri rólegt og notalegt að koma í dag. hehehe....Fyrsta jólatónleika æfing Systranna á laugardaginn klukkan 9 til 11. Jibbý. Guð hvað mig hlakkar til að byrja að syngja carolið. Júhúuuu.... Á jólunum er gleði og gaman Fúmm fúmm fúmm. Lalalalalalalala..... Þurfti að koma við á Select í dag og aðstoða Sigga aðeins í fjarveru Stjóranns. Oh oh my good það er komið jóla jóla dót þangað. Og að sjálfsögðu sá ég þar þessi fínu jólahjón. Sem minntu mig svo á mig og spúsann að ég bara varð að kaupa þau. Og hún þ.e. kellan er meirað segja með sömu þykku og ólögulegu augabrúnirnar og ég. Gaman að því... Núh, þar sem ég var nú þarna stödd þótti Túrstæn tilefni til að biðja mig um að fara í Ríkið fyrir sig og mín sagði náttla já. Og fór í Mjóddina. Og þá þurfti ég endilega að labba framhjá Fröken Júlíu og sá þessa líka hrikalega flottu peysu og mátaði og keypti. Svo nú verð ég að rukka drenginn um peysuna. Allt honum að kenna. Heyrirðu það. ha. En nú held ég að ég fari og leggist á mitt græna, er held ég alveg við það að fara úr kjálkaliðnum.
Yfir og út krúsarknús..

sunnudagur, október 30, 2005

Held mar sé orðin bilaður

Sátum hér í kvöld, ég og Lonni og hlustuðum á jóladiskana með Gospelsystrum í bland við Léttsveit Reykjavíkur og Kvennakór Reykjavíkur. Mín er öll að detta í jólafílinginn, alveg að koma nóvember og ekki seinna að vænna en að draga upp jólalögin. Get sko ekki beðið með að fara að æfa jóla carolið með kórunum. Jibbý. Ein voða biluð. hehehe....Tókum svo einn óþverra mæðgurnar og aldrei slíku vant, rúllaði ég Lonni minni upp. hehehe....Ekki leiðinlegt það. Biðum reyndar eftir Öddu sem hótaði að koma og taka okkur í gegn. En aldrei kom hún þessi elska. Hefur sjálfsagt sofnað á sínu græna. Enda engin venjuleg vinna á konuni. Við Systurnar fórum í dag að syngja á kosnigarskrifstofu Vilhjálms og var það bara hið besta mál. Og að sjálfsögðu var annar alt með bestu mætinguna eins og alltaf. Ekki að spyrja að því. Nú svo á eftir skutluðumst við Rannveig í Domus Vox þar sem haldnir voru nemendatónleikar. Duglegar stelpu þar. Dáist að þeim að þora þessu. Held það myndi bara líða yfir mig ég ætti að syngja svona einsöng. Hjúkk mar. Enn að leita mér að vinnu. Þessi er ekki alveg að gera sig fyrir mig. Bakið bara versnar ef eitthvað er. Langar stundum bara hreint og beint að skæla. Uhuuuu.... Saumaklúbbur í gær hjá Olgu og að venju mikið hlegið. En mín gerðist voða dúleg og lærði að hekla. Hef bara aldrei getað lært það. Þannig að í gærkveldi lærið ég Túnis hekl. Eða Olga segir að það heiti það, en Anna segir að þetta heiti Rússa hekl. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Hjá mér heitir þetta bara HEKL.... Hústónleikar hjá okkur Systrum á þriðjudaginn í Domus Vox klukkan átta, og hvet ég alla til að mæta. Hress og skemmtileg lög. Kostar þúsund kall inn og boðið upp á kaffi og konfekt í hléinu. Koma svo, drífa sig. Þið sjáið sko ekki eftir þvi. En núna er klukkan orðin miklu meira en átta og löngu komin sveftími á mig svo ég kveð að sinni.
Yfir og út krúsarknús........

sunnudagur, október 23, 2005

Enn eitt klukkið

Verð nú að svara því, þar sem Guðrún var svo snögg að svara mínu. Here it come´s

1. hvað ertu með í vösunum? Ekkert
2. hvað gerðirðu í gærkvöldi klukkan 1? Svaf á mínu græna
3. á hvaða skemmtistað djammaðirðu síðast? Skógum
4. hvaða celeb myndirðu sofa hjá? Bruce Willis ekki spurning
5. hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin/n stór? Einu sinni ætlaði ég að verða flugfreyja en núna ætla ég bara að verða stór


Svo mörg voru þau orð. Ætli ég klukki ekki bara Sillu, Þuru og Lóu. En annars allt gott af frúnni að frétta. Róleg helgi að baki og mín bara farin að sofa frekar snemma, svona miðað við helgi. Og ekki nóg með það heldur vaknaði hún líka klukkan 9 bæði í gær og í dag. Verð nú að segja að ég hefi af þessu þó nokkrar áhyggjur. Skili ég núna vera að verða gömul. Þið vitið. Gamla fólkið getur ekki sofið á morgnana. Öðruvísi mér áður brá. Úff, fékk bara sjokk þegar ég leit á klukkuna. Er núna að bíða eftir að þurrkaradýrið klári að þurrka þvottinn svo ég komist í bælið. Þarf að vakna 5,45 í fyrramálið. Drengurinn að byrja á námskeiði í Fífunni hjá fótbolta Akademiunni. Þrisvar í viku og í 5 vikur. Verð orðin ömurlega sybbin þegar þessu líkur. Náttla alveg óheyrilegur tími til fótboltaiðkana. Æfingin byrjar hálf sjö og er til hálf átta. Og þá er bara að bruna af stað og keyra hann í skólann og mig í vinnuna. Hjúkk mar. Það sem maður ekki leggur á sig fyrir þessi blessuð börn sín. Ég segi nú ekki meir. Svo er það blessaður kvennafrídagurinn á morgun. Báðir kórarnir mínir að syngja í bænum og spurning hvort ég nái Léttunum. Gospelinn er á undan. Eigum að hittast við Hallgrímskirkju á milli 2 og hálf þrjú. Og labba svo niður í bæ. Og að sjálfsögðu mæti konan. Þegar ég talaði um þetta við Eggert þá sagðist hann hafa gert ráð fyrir þessu og að konan sín hefði skipað honum að gefa mér frí. Áfram konan hans Eggerts....hehehe....Dæturnar komu hér báðar í dag og lille man með. Lonni mín orðin ansi bústin og sæt. Og heldur betur farið að styttast í að krílið líti dagsinns ljós. Bara mánuður eða svo. Nenni ekki meir
Yfir og út krúsarknús

þriðjudagur, október 18, 2005

sussu uss uss

Meiri endemis letin í frúnni. Skrifar hér orðið bara 1 sinni í viku eða svo. Gengur náttla ekki. Ýmislegt svosem á daga mína drifið og skemmst frá því að segja að æfingabúðir Léttanna var síðustu helgi. Skemmtilegir dagar þó svo að syfjan hafi verið mig lifandi að drepa, á laugardeginum. Aðal æfingardeginum. Sat og geyspaði mest allann daginn. Og ég var sko ekki ein um það. Kanski hefur verið einhver andi í blessuðu félagsheimilinu eða þá að veðrið hafi farið svona í mann. Rigning og meiri rigning. Og náttla rok með. Ekki að spyrja að því. Skemmtikvöld á laugardagskvöldinu og rosa gaman. Fínn matur og góð aðstaða að öllu leyti. Það var þreytt kona sem kom heim á sunnudeginum. Enda var hún fljót að koma sér í náttfötin og kúra hjá Lata strák. Enda heldur hann vel utan um mann. Kóræfingar í kvöld. Mætti á Gospelin en var gjörsamlega búin í bakinu eftir þá æfingu svo að ég dreif mig bara heim og skrópaði hjá Léttum. Skamm, skamm. En þessi vinna mín er gjörsamlega að rústa bakinu á mér. Þessar endalausu stöðuður við kassann eru sko ekki af hinu góða. Það er alveg klárt. Enda er ég enn að leita mér að vinnu. Sótti um eina í dag. Umsóknarfresturinn rennur út á fimmtudaginn svo vonandi heyri ég eitthvað í næstu viku. Litli gullmolinn hennar ömmu sinnar er með skrítinn sjúkdóm. Lilja og Baldur fóru með hann til læknis í dag. Hann var með útbrot og slappur greyið. Hann er sem sagt með hand, foot and mouth disease. Svo mörg voru þau orð. Hef bara aldrei heyrt um þetta talað áður. En þetta er bráðsmitandi fjandi og þau eiga að hafa hann heima í viku. Litla skinnið. Jæja nú tókst mér að skella inn mynd, svo kanski ég reyni aftur við myndina af okkur stöllum á leið á árshátið. Gugga, Dagný og ég. Erum við ekki sætar ?? Nú svo er einhver and....... að gerast í mínum hálsi. Fæ hrikalega verki aftan í hálsi og sérstaklega þegar brjálað er að gera. 30 til 40 unglingar í búðinni að kaupa snúð og kók og fullorðnir inn á milli. Röðin nær inn alla búðina, þá kemur svona nett stress í mann, og ég finn að ég stífan öll upp. Og það er eins og blóðflæðið stíflist upp í haus og ég fæ svona nettan svimafíling. Er ekki að fíla það. Ætla að fara til doktore og heimta myndatöku á hálsi. Kvartaði undan þessu við doktorenn fyrir nokkrum árum síðan og sendi hann mig í sjúkraþjálfun. Sem gerði náttla ekki neitt fyrir mig. Svo nú vil ég myndatökur. En nú er sko komin tími á ból elskurnar mínar.
Yfir og út krúsarknús.................

þriðjudagur, október 11, 2005

Jæja loksins kemst ég hér inn.

Hef verið í vandræðum með að komast hér inn á bloggið mitt. Búin að sitja og bíða, og bíða, og bíða og bíða. Og svo beið ég og beið og beið og beið og beið. Þangað til ég nennti ekki að bíða lengur og ákvað að hvíla þetta aðeins. Veit ekki hvað orsakaði þessa bið dauðans. En í kvöld var ekkert mál að komast hér inn. Well, well. Mín er byrjuð í nýju vinnunni. Og mikið óskaplega er vinnutíminn góður. En ég held að ég sé samt enn að leita mér að vinnu. Held að ég endist ekki lengi þarna. þAÐ VAR MIIIIIIKKKKKLLLLUUUUU SKEMMTILEGRA Í GÖMLU VINNUNNI MINNI. I miss you gæs....... soooooooo much................ huhuhuhuhu.... Þvílíkur væljukjói sem ég er orðin. Ekki nokkur sjéns að gera mér til geðs. Svo neikvæð. Eða þannig. En svona er þetta bara. Fórum skötuhjúin á árshátíð Strætó bs á laugardagskvöldið og skemmtum okkur konunglega. Í forrétt var boðið upp á humar og hörpuskel. Humarinn fínn en þessi hörpuskel var sko ekki hörpuskel frekar en ég. Smakkaðist alveg eins og fiskibúðingur úr dós. Ulla bjakk. Spít og spít. Borðaði það sko ekki. Að bera svona fyrir fólk finnst mér bara dónaskapur. Í fordrykk var boðið upp á "Sex on the bech" og það var sko líka svindl. Sýnishorn af vodka í Trópí. Nei ég læt sko ekki ljúga mig svona fulla. Enda útlærð í Sex on the bech..... Pantaði mér sko bara alvöru á barnum og hann var sko allt öðruvísi. Nammi namm. Drakk sko 3 ef ekki 4. Nú svo í staðin fyrir að druslast heim í bólið eftir hátíðina þá náttla fórum við heim til Dóra og Dagnýjar og komum ekki heim fyrr en að verða sex. Og þar með var sunnudagurinn ÓNÝTUR. Er sko alltaf að sjá það betur og betur að ég er ekki 2o lengur. Gerði þetta sko með stæl hér á árum áður. Úff hvað ég var þreytt á sunnudaginn. Enda gerði ég ekkert annað en að liggja í Lata strák og glápa á imbann. Er annars að vinna á Select annað kvöld fyrir Jónuna sem ætlar að skreppa með elskhuganum til Spánar. Er frá hálf átta til hálf tólf, svo það er viðbúið að frúin verði frekar framlág á fimmtudaginn. Æfingabúðir með Léttsveitinni um helgina svo nóg er að gera. Mér leiðist allavega ekki. Verst hvað heimilið situr á hakanum þessa dagana. Held að ég verði að fá mér húshjálp. Með þessu áframhaldi verðum við að fara að troða marvaðann svo við höldum okkur á floti hér í draslinu. Er að reyna að setja hér inn mynd af Guggu, Dagnýju og mér, sem tekin var hér heima áður en við fórum á árshátíðina, en gengur eitthvað illa. Allavega get ég ekki séð hana. Er búin að reyna 2svar svo kanski kemur hún 2svar. Þið afsakið það bara. Ef hún kemur ekki reyni ég kanski bara seinna. Fyrstu einkenni þess að litli strákurinn hennar mömmu sinnar sé að verða unglingur eru að koma í ljós. Nú vill hann ekki lengur fara með bænirnar fyrir svefninn. Segist bara gera það stundum í huganum. Mér finnst soldið skrítið að vera hætt að lesa bænir með honum. Hann tók þetta bara upp eitt kvöldi sí svona. En hann vill samt láta lesa fyrir sig ennþá, svo það er gert. Enda ekkert nema gott að lesa fyrir börnin. Þarf samt að fara að endurnýja bóka kostinn. Orðin frekar leið á að lesa Norsk ævintýri og sona. Er að lesa sumar bækurnar í 3ja og 4 skipti. Pantaði nýja bók hjá Eddu miðlun eftir Sigrúnu Eldjárn en verð að bíða eftir henni til mánaðarmóta. Kemur ekki úr prentun fyrr. Heiðdís kórsystir sem þar vinnur tjáði mér í kvöld að þetta væri 3ja bókin í röðinni svo hún ætlar þessi elska að kaupa fyrir mig hinar tvær og koma með þær á æfingu næsta þriðjudag. Það er að segja ef hún man eftir því. Spurning hvort ég reyni ekki að MUNA eftir að hringja í hana á þriðjudaginn og minna hana á það. hehehehe. Sumir eru gleymanari en aðrir. En nóg komið af bulli býð ykkur góðrar nætur.
Yfir og út krúsarknús.....

laugardagur, október 01, 2005

Hálf fullt glas

eða hálf tómt glas. Það er spurningin. Hauksi og Siggi svo gjörsamlega búnir að taka mig í gegn í vinnunni að ég þorði orðið varla að opna munninn. Sama hvað ég sagði, þá heyrðist í öðrum hvorum þeirra. Já,já hálf tómt glasið hjá þér núna. Og ég sem tel mig vera svooooooooo jákvæða manneskju. Kanski mar ætti að fara að skoða hug sinn. Allavega nú ætla ég að hafa hálf fullt glas. hehehe.... Á bara eina vakt eftir á minni elskulegu Select stöð, byrja á þriðjudaginn á nýja staðnum. Kvíði smá fyrir en þetta verður vonandi bara fínt. Allt öðruvísi vinna og sona. Og vinnutíminn algjört nammi. Er svo að spá í að taka kvöldstubb annað hvert föstudagskvöld á Bústaðaveginum svo ég þurfi ekki að klippa naflastrenginn alveg í sundur. Þá er vaktin frá hálf sjö til hálf tólf. Ekki svo slæmt það. Og þá fær mar að hitta gengið í leiðinni. Jamm er bara að spá í það. Gengur náttla ekki að missa algjörlega tengslin við beikon pylsurnar. Svo ég tali nú ekki um kartöflusalatið. Neibb, dont think so.... Heyrði í Diddu minni besta skinn í gær. Og nú er hún að spá í að flytja aftur. Er ekki alveg að fíla sig þarna. Ætlar að færa sig aðeins nær bænum. Vona bara að þau finni sig þar. Þau eru bara elskuleg bæði tvö.. Ætla að skreppa á morgun og skoða íbúð í vesturbænum, tek mömmu með. Spúsinn neitar að koma með mér. Finnst alveg drepleiðinlegt að standa í þessu. En ef mér líst vel á þá ætlar hann að koma með mér aðra ferð. Svo nú er bara að bíða og sjá. Allavega kæmi þetta sér rosa vel. Í næstu götu við nýja vinnustaðinn minn. Svo þá gæti mín bara labbað í vinnuna. Og snúllinn hennar mömmu sinnar hjólað út í KR. Hljómar vel, er það ekki. Jóna Hlín, Guðrún og Sillan búnar að svara klukkinu mínu. Er bara ánægð með stelpurnar mínar. Svo nú bíð ég bara eftir hinum. Koma so...
En nú ætlar mín að skríða í bælið og sofna út frá sinfoníunni sem þar hljómar. Hrot hrot.
Yfir og út krúsarknús.

fimmtudagur, september 29, 2005

Enn eitt klukkið

1. Hvað er klukkan? 01:12

2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu ? Gunnhildur

3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Gunna,Gunnsa,Gunný,Gunnhildur, fer eftir hver talar

4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Alltof langt síðan, man ekki

5. Gæludýr? Enginn

6. Hár? Gráhærð*snökt**snökt* en litað

7. Göt? Jámm

8. Fæðingarstaður? Reykjavík

9. Hvar býrðu? Breiðholti

10. Uppáhaldsmatur? Lambafille, Maturinn hanns Didda og svo er humar góður

11. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Ohhh já

12. Gulrót eða beikonbitar? Defenatly BEIKON

13. Uppáhalds vikudagur? Þriðjudagar

14. Uppáhalds veitingastaður? Humarhúsið

15. Uppáhalds blóm? Nelikkur og Baldursbrár

16. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? Listdans á skautum,fimleikar og handbolti. þ.e.a.s. landsleiki

17. Uppáhalds drykkur? Froðukaffi og Max

18. Disney eða Warner brothers? Disney

19. Ford eða Chevy? Chevy

20. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Stylinn

21. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi bara parket

22. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Harpa sæta

23. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Einhverri geðveikri tösku og skóbúð

24. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Glápi á imbann

25. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Hmmmm, enginn

26. Hvenær ferðu að sofa? Alltof seint

27. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? Det er nu det. Harpa og Jóna Hlín

28. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Segi ekki,

29. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Judgin Amy, Survivor og Amazing Race

30. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Didda, Guðnýju og Sigga

32. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 8 mínútur



Jámm og já. Ekki getur maður skorast undan þessu frekar en öðru. Svo er bara að vona að þeir sem ég klukka nenni að vera með. Plíiiiiiiiiisssss.. Allir vera góðir. Ég ætla sem sagt að klukka. Silluna, Hörpu, Jónu Hlín, Þuríði, Guðrúnu og Lóu.
Veit að það þýðir ekkert að klukka dæturnar, þær eru alveg hættar að blogga. Meiri letin í þessu fólki mínu. Skil bara ekkert í þessu. En læt þetta duga að sinni
Yfir og út krúsarknús.