.
Jæja, þá erum við eins og fleiri búin að ýta á senda og laus við skattinn þetta árið. Á síðustu stundu eins og alltaf. Það er alveg sama hversu ákveðin ég er á hverju ári að drífa í þessu um leið og hægt er, nei alltaf skal það vera á tólftu stundu.
En nú er þetta búið og gert. Gerði fyrir Liljuna mína líka. Sennilegast í síðasta sinn. Ætli þau skötuhjúin verði ekki búin að skrá sig í sambúð þegar þetta á sér stað að ári.
En ég er annsi hrædd um að tölvan fari þessa leið ef ég verð ekki búin að fá mér nýja. Maðurinn minn var gjörsamlega að tapa sér hér í dag, og varð að byrja á því að dowloada einhverju forriti svo við gætum gert þetta á netinu og það tók endalausann tíma, að eilífu amen. Og svo getur mar fengið sér blund á milli þess sem þessari elsku tekst að opna næsta og næsta glugga. Oh my god. Arg. Ég þoli ekki þessa druslu.
Noafensbutyouareadrusl..................
Svo er bara allt að gerast allt í einu og ég sem hélt að ekkert mundi gerast. Þessi þarna vinna sem ég sagði frá um daginn að ég hefði sótt um og var algjörlega búin að gefa upp á bátinn, hringdi í mig í dag og boðaði mig í viðtal. Mín fór og leist þokkalega á. Þarf samt aðeins að láta reikna þetta dæmi fyrir mig og sendi að sjálfsögðu fjármálasnillanum bróðir mínum EMIL þess efnis. Nú og svo ákveðin aðgerð sem ég hef verið að hugsa um og ekkert gengið í þeim málum. Jú núna allt í einu er komin dagsettnig á hana. 25 mai. Verst að þá missi ég af þessu krúttlega ættarmóti sem mér hefur orðið tíðrætt um hér á bloggsíðum dauðanns.... En ef ég fæ, og tek ákvörðun um að skipta um vinnu verður víst lítið um aðgerðir. Það verður þá bara að bíða betri tíma....
Bakið er enn að koma til. Hélt samt að ég væri orðin betri en ég er. Komst að því á kóræfingu áðan, að um leið og ég fer að standa eitthvað að ráði þá fer það í klessu. Það verður bara að hafa það. Vinna á morgun og hinn og svo
upp í sveit, upp í sveit, í stóra heita pottinn upp í sveit.....Saumaklúbbssumarbústaðarferðalagið.........................
Þetta er nú ekki hægt. Fólk gæti farið að halda að ég væri með heita potta á heilanum. En það er alltílæ..... Ég er það......
Sjómannskona fór í IKEA og keypti sér fataskáp í svefnherbergið, stuttu eftir að maður hennar fór á sjóinn. Skápurinn var ósamsettur og átti að vera auðveldur í uppsetningu. Hún fór með hann heim og byrjaði að púsla honum saman um morguninn. Því var lokið um hádegið og var konan nokkuð stolt af árangrinum.
Þegar hún er að virða fyrir sér skápinn, dettur hann allt í einu í sundur. Þetta þykir konunni skrýtið og setur skápinn aftur saman. Þegar hún er búin að því keyrir strætó framhjá og skápurinn hrynur enn. Nú er henni allri lokið, svo hún bara fer í IKEA og kvartar, en þeir höfðu aldrei heyrt annað eins og ákveða að senda mann morguninn eftir, til þess að sjá þetta.
IKEA-maðurinnann kemur og setur saman skápinn, þau bíða eftir strætó og þegar hann keyrir framhjá, hrynur skápurinn. Maðurinn er mjög hissa á þessu og setur skápinn saman aftur og segir við konuna að hann verði að fara inn í skápinn og sjá hvað væri að gerast, fer svo inn í skápinn og bíður.
Þá kemur eiginmaðurinn óvænt heim og fer inn í svefnherbergið til konu sinnar, sem starir á skápinn.
Hvað, ertu búin að kaupa skáp? segir eiginmaðurinn og opnar hann. Honum bregður, þegar hann sér manninn í skápnum og spyr hvern andskotan hann sé að gera þarna?
Þú trúir því aldrei, sagði IKEA-maðurinn, en ég er að bíða eftir strætó!
Mátti til með að skella þessum inn.
Ekki meir að sinni
Knús í krús................
miðvikudagur, mars 31, 2004
mánudagur, mars 29, 2004
Mér er orðið ljóst að ef maður talar of lengi við stelpur í símann fara foreldrar manns að halda eitthvað..........................11 ára
.
Sjúkk og hjúkk. Þá er þessi erfiði dagur loks á enda. Fermingarveislurnar að baki, svo nú tekur maður pásu í matarinnibyrðingum. Nú þarf þessi skrokkur minn á hvíld að halda. Boðið var upp á mat í báðum veislunum, sú fyrri byrjaði klukkan eitt og sú seinni klukkan fimm. Oh my god, I´m so sad I could spring..........................
Annars er það af baki mínu að frétta að ég held að það sé að skríða saman. Hef náttúrulega ekki gert nokkurn skapaðnn hlut annað en að liggja og liggja og liggja. Og meðan ég lá og lá og lá þá hlustaði ég á gamlar kóræfingar ásamt þessum nýju. Ætti að vera búin að ná Aquarius nokkuð vel núna. Örgglega búin að hlusta á það 2o sinnum. Og svo kom mér bara á óvart hvað það er gaman að hlusta á gamlar æfingar. Ekki það að ég eigi neitt voða mikið af þessu. Allavega ekki eins og Sigrún sem er í minni rödd. Hún á hverja einustu æfingu á spólu síðan hún byrjaði í kórnum. Allt merkt og dagsett. Jís, mar. Þetta hljóta að vera orðnar annsi margar spólurnar sem hún á núna. Þvílíkt og slíkt.............
Jæja nú fer Sillan til Ameríku á þriðjudaginn með alla hersinguna sína. Svo varla verður mikið um blogg frá hennar hálfu næstu dagana. Ekki það að hún sé tröllríðandi fólki og gangandi með bloggi þessa og síðustu daga. Vona bara að hún taki sig á þegar hún kemur heim. Góða ferð dúllan mín og njóttu.
Svo er aldrei að vita nema páska-kanínan verði á ferli og þið getið hlaupið út um allar trissur að leita að páskaeggjum. Hmmmmm. Er það ekki svoleiðis í henni Ameríku.
Annars hef í litlu við þetta að bæta.
Knús í krús........................................
Sjúkk og hjúkk. Þá er þessi erfiði dagur loks á enda. Fermingarveislurnar að baki, svo nú tekur maður pásu í matarinnibyrðingum. Nú þarf þessi skrokkur minn á hvíld að halda. Boðið var upp á mat í báðum veislunum, sú fyrri byrjaði klukkan eitt og sú seinni klukkan fimm. Oh my god, I´m so sad I could spring..........................
Annars er það af baki mínu að frétta að ég held að það sé að skríða saman. Hef náttúrulega ekki gert nokkurn skapaðnn hlut annað en að liggja og liggja og liggja. Og meðan ég lá og lá og lá þá hlustaði ég á gamlar kóræfingar ásamt þessum nýju. Ætti að vera búin að ná Aquarius nokkuð vel núna. Örgglega búin að hlusta á það 2o sinnum. Og svo kom mér bara á óvart hvað það er gaman að hlusta á gamlar æfingar. Ekki það að ég eigi neitt voða mikið af þessu. Allavega ekki eins og Sigrún sem er í minni rödd. Hún á hverja einustu æfingu á spólu síðan hún byrjaði í kórnum. Allt merkt og dagsett. Jís, mar. Þetta hljóta að vera orðnar annsi margar spólurnar sem hún á núna. Þvílíkt og slíkt.............
Jæja nú fer Sillan til Ameríku á þriðjudaginn með alla hersinguna sína. Svo varla verður mikið um blogg frá hennar hálfu næstu dagana. Ekki það að hún sé tröllríðandi fólki og gangandi með bloggi þessa og síðustu daga. Vona bara að hún taki sig á þegar hún kemur heim. Góða ferð dúllan mín og njóttu.
Svo er aldrei að vita nema páska-kanínan verði á ferli og þið getið hlaupið út um allar trissur að leita að páskaeggjum. Hmmmmm. Er það ekki svoleiðis í henni Ameríku.
Annars hef í litlu við þetta að bæta.
Knús í krús........................................
laugardagur, mars 27, 2004
Mér er orðið ljóst að sársauki vegna drauma sem ekki rættust er versti verkur sem til er.......................51 árs
Og mér er orðið ljóst að ég er nú ekki 100% sammála þessu. Hér er ég búin að vera að drepast í bakinu í dag. Mætti klukkan hálf átta í vinnu í morgun og fór heim klukkan hálf eitt. Veit bara ekki hver asskolli er að gerast þarna aftaní. Búin að finna fyrir því að eitthvað sé að gerast með brjóstbakið á mér núna í nokkrar vikur, fæ obboslega verk ef ég þarf að standa við einhver verk. Svo fór ég á Miranda´s kynningu í gærkvöldi til Guðnýjar og fékk smá bak og axlarnudd hjá kynninum. Og það skrítna var, að hún vissi nákvæmlega hvar mér var mest illt. Aftan á hálsi. (enda hef ég oft sagt að ég vissi hvernig fólki liði sem hefði lennt í aftanákeyrslu) og svo bennt hún á punkt í brjóstbakinu og sagði. " heyrðu væna mín, hér er eitthvað að gerast. þú ert alveg föst hér.). Svo bauðst hún til að hnykkja mig en gungan ég sagði nei takk. En eitthvað hefur hún hreyft við þessu dóti, því ég er algjörlega að drepast. Best er að ganga um gólf eða liggja marflöt í sófanum. En hvað um það, ég skreiddist heim úr vinnunni og lagði mig. Vaknaði hin hressasta og dreif mig í sturtu, hringdi í vinnuna og sagðist mæta í fyrramáli. En svo leið tímin og mín versnaði og versnaði. Hringdi í vinnuna og sagðist ekki koma. Sá fram á það að það myndi ekki ganga. Svo nú er klukkan orðin að verða fjögur og ég labba um gólf. Ákvað nú samt að tylla mér og krota hér eitthvað skemmtilegt. hehe. Er ekki gaman að lesa um bakverki annarra......
Annars má ég til með að tjá mig aðeins um eina auglýsingu sem sýnd er nú í sjónvarpinu. Get bara alls ekki skilið hvað þessir búatilauglýsingarpepole er að spá stundum. Auglýsingin er um "Airwik" lyktareyðir á baðherbergi. Hmmmmmmm.
Konan segi. "Áður fyrr eyddi ég sem minnstum tíma á baðherberginu, en eftir að ég kynntist Airwik er allt breytt. Nú líður mér best þar" End og cote. Og svo er hún sýnd í mynd, þar sem hún situr og les í bók og drekkur kaffi inni á klóinu.
Með þetta fína borð og þar stendur kaffikannan og mjólkin í kaffið. Er ekki allt í lagi. Kannski mar ætti að bjóða gestum og gangadi inn á kló. Hafa Airwik-ið tilbúið og svo sitja allir ofsa happy og þamba kaffi og borða kleinur með. Inni á klói.
Ég er bara alveg hætt að skilja tilganginn með svona auglýsingum
Allir saman á klóið. Mottóið í dag. Jeyyyyy.
En só vott. Adda vinkona og óþverri aldarinnar átti afmæli í dag. Fyllti heil 50 ár. til hamingju með daginn elsku Adda mín.. Voðalega ertu orðin gömul, komin á sextugsaldurinn. hehehe..........
Jæja dúllurnar mínar. Nú er setutímabil mitt á enda runnið. Verð að standa upp og hreyfa mig eða leggjast í sófann.
Knús í krús..................... O sole mio....................
Annars má ég til með að tjá mig aðeins um eina auglýsingu sem sýnd er nú í sjónvarpinu. Get bara alls ekki skilið hvað þessir búatilauglýsingarpepole er að spá stundum. Auglýsingin er um "Airwik" lyktareyðir á baðherbergi. Hmmmmmmm.
Konan segi. "Áður fyrr eyddi ég sem minnstum tíma á baðherberginu, en eftir að ég kynntist Airwik er allt breytt. Nú líður mér best þar" End og cote. Og svo er hún sýnd í mynd, þar sem hún situr og les í bók og drekkur kaffi inni á klóinu.
Með þetta fína borð og þar stendur kaffikannan og mjólkin í kaffið. Er ekki allt í lagi. Kannski mar ætti að bjóða gestum og gangadi inn á kló. Hafa Airwik-ið tilbúið og svo sitja allir ofsa happy og þamba kaffi og borða kleinur með. Inni á klói.
Ég er bara alveg hætt að skilja tilganginn með svona auglýsingum
Allir saman á klóið. Mottóið í dag. Jeyyyyy.
En só vott. Adda vinkona og óþverri aldarinnar átti afmæli í dag. Fyllti heil 50 ár. til hamingju með daginn elsku Adda mín.. Voðalega ertu orðin gömul, komin á sextugsaldurinn. hehehe..........
Jæja dúllurnar mínar. Nú er setutímabil mitt á enda runnið. Verð að standa upp og hreyfa mig eða leggjast í sófann.
Knús í krús..................... O sole mio....................
fimmtudagur, mars 25, 2004
Mér er orðið ljóst að börn hafa meiri þörf fyrir hlýju en hluti.......................43 ára.
Og þar sem þessi "mér er orðið ljóst" persóna er jafngömul mér, þá er ég bara hjartanlega sammála henni. Nei í alvöru talað. Er ekki komin tími til að foreldrar margir hverjir fatti það að það er ekki nóg að kaupa endalaust dót og tölvuleiki fyrir börnin sín, til að friða eigin samvisku og geta þá stundað allar sínar tómstundir og jamm. Það þarf að tala við þessi kríli og verja smá tíma með þeim. Já og líttu nú aðeins í eigin barm Gunnsa mín. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki manna best í þessum málum, nema hvað að ég kaupi ekki allt og allt. Hmhm.... Því eins og kaninn segir "spend some qualiti time with your kids". Sorry veit ekki hvort þetta "qualiti" er rétt skrifað eður ei. Skiptir ekki öllu máli. Datt þetta svona í hug vegna þess að ég var hjá Olgu og við vorum akkúrat að tala um þetta. Og svo þegar ég opna "mér er orðið ljóst" bókina þá dett ég inn á þessa grein. Ég nebblega vel ekki sjálf heldur tek þetta svona random. Skrítið.
Ekki það að ég ætlað bara ekkert að heimsækja Olgu í kvöld. Heyrði nebblega í Sillu og boðaði mig í kaffi og bókarskilunarheimsókn. Þessar sem ég er búin að vera með síðan strax eftir áramót. Og hún var sko ekki að fara að gera neitt í kvöld. En ég er varla stigin inn úr dyrunum þegar síminn hringir og spurð hvort hún ætlaði ekki að koma í saumó. Og þannig fór um sjóferð þá. Mér var hennt öfugri út, en þó ekki fyrr en búið var að fara með mig í kjallarann að skoða litlu sætu kettlingana. Jísös hvað þeir voru sætir. Gæti bara étið þá... Verst hvað þeir stækka fljótt. Vildi óska að þeir væru alltaf svona kannski 3ja mánaða. Það er ferlega krúttleg stærð á þeim. En ekki er það svo gott. Hvað um það, við gerum bara aðra tilraun á látlausu kaffi þambi og spjalli þegar hún kemur heim frá Ameríku.
Adda kom hér við í dag og að sjálfsögðu voru teknir tveir óþverrar. Leikar luku með jafntefli. Mikið gott. Svo kom Örn heim úr skólanum og Anton með honum að venju og voru þeir nú heldur betur búralegir. Þeir voru sko að fara að spila félagsvist með tveim stelpum úr bekknum. Þeim Natalíu og Gunnhildi. Og spurðu hvort það væri ekki lagi að þær kæmu hingað. Ég hélt það nú. Svo segi ég við drenginn. En ætlarðu ekki að taka aðeins til í herberginu þínu svona fyrst þú ert búin að bjóða tveim dömum heim. Og það var eins og við manninn mælt, inn ruku báðir stubbarnir og tóku til á mettíma.
Svo áttu þeir einhvern aur og þá var rokið út í sjoppu að kaupa bland í poka, fernt af öllu og einn snakkpoki. Svo rauk hann til og vaskaði upp einhver ákveðin glös og var búinn að leggja á sófaborðið þegar skvísurna mættu. Og svo voru spilaðir nokkrir hringir. Mikið fjör og mikið gaman. En það er alveg hreint ótrúlegt að sjá hvað hegðun drengja breytist þegar dömur eru komnar í hús. Hlaupið og rennt sér á hnjánum eftir stofugólfinu og alls konar stórkallalæti. Svo þurfti líka að kveikja á útvarpinu og hann spurði nú reyndar hvort þau vildu hlusta á Bítlana(minn maður) og Anton var mjög æstur í það þangað til að stelpurnar fussuðu og sveiuðu. Vildu sko ekki hlusta á þá. Nei þá var Anton sko bara að djóka. hehe... En svo var minn maður svo mikill kavaler að hann leyfði stúlkunum að velja útvarpsstöðina sem hlusta skildi á. Jí hvað það er gaman að fylgjast með þessum krílum. Love is in the air....
Kannski þeir fari út og merkji sér tré. það er bara verst að þeir eru allri skotnir í sömu stelpunni. Henni Gunnhildi. Enda heitir hún líka alveg einstaklega fallegu nafni og alveg jafn sæt og krúttleg og önnur Gunnhildur sem ég þekki. hehehe.....
Jæja nú fer Liljan mín í fyrramálið að láta rífa úr sér tvo jaxla. Þótt fyrr hefði verið. Hann ætlaði nú að láta hana bíða með það þar til eftir fæðingu. En það er bara ekki að ganga. Hún er búin að vera með stöðuga tannpínu í nokkrar vikur og svo á hún 4 mánuði eftir af meðgöngunni. Er annsi hrædd um að hún yrði komin inn við sundin blá ef hún þyrfti að bíða eftir því.
En, enn og aftur er kominn þessi ógurlegi bóltími. Verð að fara að lúlla svo ég vakni með Erni í fyrramálið og komi honum í skólann.
Knús í krús............
Ekki það að ég ætlað bara ekkert að heimsækja Olgu í kvöld. Heyrði nebblega í Sillu og boðaði mig í kaffi og bókarskilunarheimsókn. Þessar sem ég er búin að vera með síðan strax eftir áramót. Og hún var sko ekki að fara að gera neitt í kvöld. En ég er varla stigin inn úr dyrunum þegar síminn hringir og spurð hvort hún ætlaði ekki að koma í saumó. Og þannig fór um sjóferð þá. Mér var hennt öfugri út, en þó ekki fyrr en búið var að fara með mig í kjallarann að skoða litlu sætu kettlingana. Jísös hvað þeir voru sætir. Gæti bara étið þá... Verst hvað þeir stækka fljótt. Vildi óska að þeir væru alltaf svona kannski 3ja mánaða. Það er ferlega krúttleg stærð á þeim. En ekki er það svo gott. Hvað um það, við gerum bara aðra tilraun á látlausu kaffi þambi og spjalli þegar hún kemur heim frá Ameríku.
Adda kom hér við í dag og að sjálfsögðu voru teknir tveir óþverrar. Leikar luku með jafntefli. Mikið gott. Svo kom Örn heim úr skólanum og Anton með honum að venju og voru þeir nú heldur betur búralegir. Þeir voru sko að fara að spila félagsvist með tveim stelpum úr bekknum. Þeim Natalíu og Gunnhildi. Og spurðu hvort það væri ekki lagi að þær kæmu hingað. Ég hélt það nú. Svo segi ég við drenginn. En ætlarðu ekki að taka aðeins til í herberginu þínu svona fyrst þú ert búin að bjóða tveim dömum heim. Og það var eins og við manninn mælt, inn ruku báðir stubbarnir og tóku til á mettíma.
Svo áttu þeir einhvern aur og þá var rokið út í sjoppu að kaupa bland í poka, fernt af öllu og einn snakkpoki. Svo rauk hann til og vaskaði upp einhver ákveðin glös og var búinn að leggja á sófaborðið þegar skvísurna mættu. Og svo voru spilaðir nokkrir hringir. Mikið fjör og mikið gaman. En það er alveg hreint ótrúlegt að sjá hvað hegðun drengja breytist þegar dömur eru komnar í hús. Hlaupið og rennt sér á hnjánum eftir stofugólfinu og alls konar stórkallalæti. Svo þurfti líka að kveikja á útvarpinu og hann spurði nú reyndar hvort þau vildu hlusta á Bítlana(minn maður) og Anton var mjög æstur í það þangað til að stelpurnar fussuðu og sveiuðu. Vildu sko ekki hlusta á þá. Nei þá var Anton sko bara að djóka. hehe... En svo var minn maður svo mikill kavaler að hann leyfði stúlkunum að velja útvarpsstöðina sem hlusta skildi á. Jí hvað það er gaman að fylgjast með þessum krílum. Love is in the air....
Kannski þeir fari út og merkji sér tré. það er bara verst að þeir eru allri skotnir í sömu stelpunni. Henni Gunnhildi. Enda heitir hún líka alveg einstaklega fallegu nafni og alveg jafn sæt og krúttleg og önnur Gunnhildur sem ég þekki. hehehe.....
Jæja nú fer Liljan mín í fyrramálið að láta rífa úr sér tvo jaxla. Þótt fyrr hefði verið. Hann ætlaði nú að láta hana bíða með það þar til eftir fæðingu. En það er bara ekki að ganga. Hún er búin að vera með stöðuga tannpínu í nokkrar vikur og svo á hún 4 mánuði eftir af meðgöngunni. Er annsi hrædd um að hún yrði komin inn við sundin blá ef hún þyrfti að bíða eftir því.
En, enn og aftur er kominn þessi ógurlegi bóltími. Verð að fara að lúlla svo ég vakni með Erni í fyrramálið og komi honum í skólann.
Knús í krús............
miðvikudagur, mars 24, 2004
Mér er orðið ljóst að tertur sem ég set í mig í dag setjast á mig á morgun............................39 ára.
Já, það er víst hverju orði sannara. Og ég er víst búin að borða ansi margar terturna um ævina. Var að tékka á þessu áðan, og sá þá að rétt fyrir ofan nafla vinstra megin er væn sneið af Draumtertunni hennar Guggu. Hægra megin sá ég nokkrar Jarðaberjatertusneiðar. Út á hlið voru nokkrar vel fylltar brauðtertur og niður á læri láku svo nokkrir heitir réttir. En hvernig skildi annars standa á því, að meðan ég má varla líta í pottana þá geta sumar sem ég þekki raðað endalaust í sig. Og ekki get ég séð að þær hreyfi sig nokkuð meira en ég. Bara svona smá hugleiðingar. En nú er samt komin tími til að fara að nota þetta blessaða gjafakort í Hreyfingu sem ég var svona líka heppin að vinna.
Annars sit ég hér með headfone í eyrunum og er að hlusta á æfinguna í kvöld. Og ég held að nú sé ég endanlega búin að tapa mér. Nú setti ég á rec, voða dugleg. En hvað haldiði, nú setti ég að pause þegar ég ætlaði að taka upp. Og tók upp pásuna. Það er nú ekki í lagi með mig. En svo fórum við nokkrar eftir æfingu inn í litla sal og æfðum Aqarius og þá tóks mér að taka upp á réttum stöðum. Held hreinlega að ég biðji Bryndísi um að sjá um tækið fyrir mig framvegis. Mér er ekki treystandi lengur. I´m loosing it.......
Og svo er ég rosa happy í dag. Eða varð það eftir klukkan 14.45. Eins og ykkur lesendum mínum er kunnugt um fór ég í krabbatékkið um daginn. Fékk svo bréf í síðustu viku um að allt væri í keyi dowstairs. Jibbýkóla.... En svo fékk ég upphringingu klukkan 10 í gærmorgun og var vinsamlegast beiðin um að koma aftur í brjóstamyndatöku í dag, þar sem læknar hefðu fundið eitthvað sem þeir vildu mynda betur og skoða. Og búmm. Maginn í klessu. Því eins og sjúkrasaga þessar fjölskyldu hefur verið hlaut ég náttúrulega að vera komin með bullandi brjóstakrabba. Svo minni búið að vera flökurt í sólarhring og ekki getað á heilli mér tekið. Svo mætti ég í dag, og thank you God. Þetta eru bara einhverja vatnsblöðrur sem eru algjörlega saklausar. Hjúkk. I feel good, dúdúdúdúdúdú. the way that I should, dúdúdúdú........
Jæja nóg um þetta. Mátti bara til með að deila þessu með ykkur.
Nú og þar sem ég hef kvartað sárann undan því að vera ekki boðið á litla sæta ættarmótið, að þá verð ég líka að segja frá því að Diddan mín er búin að skamma drenginn og ég hefi móttekið bréf þess efnis að mótið verði haldið og hvar.
Svo að ég er semsagt enn í þessar litlu krúttlegu ætt.
Svo er víst nóg að gera hjá mér næstu helgar. Vinnuhelgi núna næstu helgi. Verð samt að taka einn sumarfrísdag á sunnudaginn. Þarf að mæta í hvorki fleiri né færri fermingarveislur en tvær. Ágæt afsökun til að taka sér frí. hehe...
Helgin þar á eftir brunum við saumaklúbbssystur í sumarbústað með viðkomu í Hördígardí og fáum okku pizzu á 67. Hvíta kastala pizzuna. Aldrei fengið betri pizzu en þar.
Og svo páskahelgina verður brunað norður á Svalbarðseyri í fermingarveislu Gyrðirs Arnar. Svo nú ætti manni sko ekki að leiðast. Nóg að gera. Það verður voða gaman að fara norður, því þá hitti ég næstum því alla mina ættingja nær og fjær. Svona smá þjófstart á ættarmótið sem verðu fyrstu helgina í júní. Mikið fjör og mikið gaman.
Jæja eins og þið sjáið á tímasetningu þessa litla bloggs míns að þá er komin tími á ból.
Knús í krús..............
Annars sit ég hér með headfone í eyrunum og er að hlusta á æfinguna í kvöld. Og ég held að nú sé ég endanlega búin að tapa mér. Nú setti ég á rec, voða dugleg. En hvað haldiði, nú setti ég að pause þegar ég ætlaði að taka upp. Og tók upp pásuna. Það er nú ekki í lagi með mig. En svo fórum við nokkrar eftir æfingu inn í litla sal og æfðum Aqarius og þá tóks mér að taka upp á réttum stöðum. Held hreinlega að ég biðji Bryndísi um að sjá um tækið fyrir mig framvegis. Mér er ekki treystandi lengur. I´m loosing it.......
Og svo er ég rosa happy í dag. Eða varð það eftir klukkan 14.45. Eins og ykkur lesendum mínum er kunnugt um fór ég í krabbatékkið um daginn. Fékk svo bréf í síðustu viku um að allt væri í keyi dowstairs. Jibbýkóla.... En svo fékk ég upphringingu klukkan 10 í gærmorgun og var vinsamlegast beiðin um að koma aftur í brjóstamyndatöku í dag, þar sem læknar hefðu fundið eitthvað sem þeir vildu mynda betur og skoða. Og búmm. Maginn í klessu. Því eins og sjúkrasaga þessar fjölskyldu hefur verið hlaut ég náttúrulega að vera komin með bullandi brjóstakrabba. Svo minni búið að vera flökurt í sólarhring og ekki getað á heilli mér tekið. Svo mætti ég í dag, og thank you God. Þetta eru bara einhverja vatnsblöðrur sem eru algjörlega saklausar. Hjúkk. I feel good, dúdúdúdúdúdú. the way that I should, dúdúdúdú........
Jæja nóg um þetta. Mátti bara til með að deila þessu með ykkur.
Nú og þar sem ég hef kvartað sárann undan því að vera ekki boðið á litla sæta ættarmótið, að þá verð ég líka að segja frá því að Diddan mín er búin að skamma drenginn og ég hefi móttekið bréf þess efnis að mótið verði haldið og hvar.
Svo að ég er semsagt enn í þessar litlu krúttlegu ætt.
Svo er víst nóg að gera hjá mér næstu helgar. Vinnuhelgi núna næstu helgi. Verð samt að taka einn sumarfrísdag á sunnudaginn. Þarf að mæta í hvorki fleiri né færri fermingarveislur en tvær. Ágæt afsökun til að taka sér frí. hehe...
Helgin þar á eftir brunum við saumaklúbbssystur í sumarbústað með viðkomu í Hördígardí og fáum okku pizzu á 67. Hvíta kastala pizzuna. Aldrei fengið betri pizzu en þar.
Og svo páskahelgina verður brunað norður á Svalbarðseyri í fermingarveislu Gyrðirs Arnar. Svo nú ætti manni sko ekki að leiðast. Nóg að gera. Það verður voða gaman að fara norður, því þá hitti ég næstum því alla mina ættingja nær og fjær. Svona smá þjófstart á ættarmótið sem verðu fyrstu helgina í júní. Mikið fjör og mikið gaman.
Jæja eins og þið sjáið á tímasetningu þessa litla bloggs míns að þá er komin tími á ból.
Knús í krús..............
þriðjudagur, mars 23, 2004
Mér er orðið ljóst að enginn stendur sig nema hann standi við sitt...................................90 ára
Ekki verur mikið um skrif hér í kvöld, en ætla að láta detta hér inn smá sem mér var gefið í dag, af því að ég er mamma.
Það gerðist bara....
Börnin vöktust og klæddust,
Grauturinn eldaðist og átst
Það bjóst um rúmin og sópaðist
Þvotturinn þvoðist og hengdist upp
það gerðist við og stoppaðist í.
Saumaðist og prjónaðist,
Tertan bakaðist og borðaðist
Það vaskaðist upp og gekkst frá
Börnin hugguðust og hjúfruðust
Það breiddist yfir þau og kysstust Góða nótt.
Þegar þau vour spurð:
Hvað gerir mamma þín?
Urðu þau undirleit og svöruðu lágt:
Ekkert, hún er bara heima!!!!
Knús í krús......
Það gerðist bara....
Börnin vöktust og klæddust,
Grauturinn eldaðist og átst
Það bjóst um rúmin og sópaðist
Þvotturinn þvoðist og hengdist upp
það gerðist við og stoppaðist í.
Saumaðist og prjónaðist,
Tertan bakaðist og borðaðist
Það vaskaðist upp og gekkst frá
Börnin hugguðust og hjúfruðust
Það breiddist yfir þau og kysstust Góða nótt.
Þegar þau vour spurð:
Hvað gerir mamma þín?
Urðu þau undirleit og svöruðu lágt:
Ekkert, hún er bara heima!!!!
Knús í krús......
mánudagur, mars 22, 2004
Mér er orðið ljóst að gullfiskar vilja ekki búðing..........................5 ára
Já, ekki hefði ég vilja vera gullfiskur í því búri sem fyllt var með búðing. Segi nú ekki meir.
Einhverjar skammir fékk ég víst fyrir þennann barlóm í mér í gær. Kvartaði undan vinnunni. Málið er bara það að ég er orðin svoooooooooo þreytt á þessari vaktavinnu að það hálfa væri nóg. Jú,jú, auðvitað nenni ég alveg að vinna, en langar þessi lifandis býsn að losna úr þessu vaktarugli. Og svo er vinnan alls ekki leiðinleg. En það er sama hvað ég sæki um margar vinnur mar fær alltaf nei,nei,og aftur nei. En Diddan mín, ég er samt voða glöð að hafa vinnu. Sjáðu bara..
Og svo þetta með hreyfinguna. ÉG ER BÚIN AÐ KAUPA SKÓ Í DÆMIÐ. það er byrjunin. Er það ekki annars. Meira segja hvíta X18 skó.......
Annars var ég að prufa að setja upp blogg síðu á Fólk..is og útkoman er sú að mér finnst betra dæmið hér á blogger.com Á folk.is getur maður reyndar valið um allskonar bakgrunn og bendla. En nibb. Mér þykir þetta þægilegra. Þarf bara að læra aðeins betur á þetta. Því ég helda að þetta dæmi bjóði í raun upp á fleiri möguleika. Þið getið ef þið viljið kíkt á síðuna mína hér Gunnsan Og hvað finnst ykkur svo.
Svo þarf ég víst að druslast suður í Hafnarfjörð á morgun í 66 gráðurnar. Sækja vinnuföt. Arg. þoli ekki þessar brækur sem okkur er sett að vera í. Svo hafa þær þann skemmtilega eigileika að þær halda að þær séu ryksugur í dulbúningi. Einhver ætti að segja þeim það rétta í málinu. Að þær séu til í þeim tilgangi að fela misstóra rassa og læri. hehe.... Flíspeysurnar eru mjög góðar en óttalega ljósar og skítsælar. Smartar samt. Og svo eigum við núna að vera í hvítum bolum. Alltílæ fyrir þá sem eru frekar í minni kanntinum. Það eru tildæmis ekki til nógu stórir á mig. En ég verð samt að vera þeim. En nei. Ég verð þá bara heima. Kemur ekki til mála að mæta í bol sem er svo þröngur að mér líður eins og illa vaxinni rúllupylsu.
Þetta eru nú meiri fíflin sem vinna við "teikniborðið". Þessir hvítu fínu bolir eru svartir efitr hálfa vaktina.Hvernig þeim datt þetta í hug er mér algjör ráðgáta.
Þeir geta sko bara átt sig. Og hana nú.
En hafiði heyrt um manninn sem át heilt glas af Viagra.
Honum er haldið sofandi í mjaltavél. hehehehehehehe.
Diddan sendi mér þennann. Asskoti góður.
En nú nenni ég ekki meir.
Knús í krús..........................
sunnudagur, mars 21, 2004
Mér er orðið ljóst að dagarnir eru langir en lífið stutt.....................88 ára
Já, þeir geta verið soldið langir þessir dagar. Svo eru aðrið sem hreinlega hlaupa frá manni eins og þeir eiga lífið að leysa.
Og þá alveg sérstaklega frídagarnir í vinnunni. hmmmm. Skrítið. Ég er alveg búin að komast að því að ég væri svo sannarlega tilbúin að vera heimavinnandi húsmóðir. Huh. svo leið á vinnunni. Eiginlega bara allri vinnu. Kannski er þetta bara íslens leti. Eða að þessi helv.... ellikelling sé enn að plaga mig. Hvað skal til bragðs taka. Reka hana út með særingum kannski. Veit ekki hvað er til ráða, nema að snúa klukkunni við. hehe..
Fór í keilu í gærkvköldi með vinnunni. Mætingin var nú ekki eins góð og til stóð. En ég sagði nú bara að Elitan mætti. Vorum sex og spiluðum tvo leiki. Og mín tapaði með glæsibrag fyrri leiknum og marði næstneðsta sætið í þeim seinni. Þetta var orðin annsi hörð keppni milli mín og TúrStæns. hehe. ég vann hann. Jibbýkóla........
Ég verð nú samt að segja fyrir mína parta að það er alltof mikill hávaði þarna. Maður gat eiginlega talað nema þá að öskra. Þetta var sko bara ekkert betra en á pöbbunum. ARGARGARG... ELLIKELLING aftur. Gat ekki séð að þetta plagaði yngra fólkið. En þrátt fyrir hávaða og litla getu í þessum leik, var bara asskoti gaman og ég er alveg tilbúin að gera þetta aftur.
Fór svo á kóræfingu í morgun klukkan hálf tíu en mér fannst hún heldur stutt, stóð aðeins til ellefu. Það var samt bót í máli að 1 sópran þurfti ekki að mæta. Svo var ég svo gáfuð að taka upp æfingun, en hvað haldiði. Ég ýtti bara á play en ekki rec.. Arg. Svo ætlaði ég að fara að gaula hér áðan en þá var bara sound og silenc. Engin æfing. Dí, hvað ég get orðið pirruð á svona fáránlegum mistökum.
Og svo þetta með ættarmótið. Muniðið. ÉG ER EKKI BÚIN AÐ FÁ E-MAIL ENN. Diddan mín. hvað er í gangi. Ertu ekki búin að skamma drenginn. ha. Mín er bara sár.... hehe.
En kæru lesendur nær og fjær. Nú er nóg komið og óska ég ykkur öllum góðrar nætur og sælla drauma.
Knús í krús.
Og þá alveg sérstaklega frídagarnir í vinnunni. hmmmm. Skrítið. Ég er alveg búin að komast að því að ég væri svo sannarlega tilbúin að vera heimavinnandi húsmóðir. Huh. svo leið á vinnunni. Eiginlega bara allri vinnu. Kannski er þetta bara íslens leti. Eða að þessi helv.... ellikelling sé enn að plaga mig. Hvað skal til bragðs taka. Reka hana út með særingum kannski. Veit ekki hvað er til ráða, nema að snúa klukkunni við. hehe..
Fór í keilu í gærkvköldi með vinnunni. Mætingin var nú ekki eins góð og til stóð. En ég sagði nú bara að Elitan mætti. Vorum sex og spiluðum tvo leiki. Og mín tapaði með glæsibrag fyrri leiknum og marði næstneðsta sætið í þeim seinni. Þetta var orðin annsi hörð keppni milli mín og TúrStæns. hehe. ég vann hann. Jibbýkóla........
Ég verð nú samt að segja fyrir mína parta að það er alltof mikill hávaði þarna. Maður gat eiginlega talað nema þá að öskra. Þetta var sko bara ekkert betra en á pöbbunum. ARGARGARG... ELLIKELLING aftur. Gat ekki séð að þetta plagaði yngra fólkið. En þrátt fyrir hávaða og litla getu í þessum leik, var bara asskoti gaman og ég er alveg tilbúin að gera þetta aftur.
Fór svo á kóræfingu í morgun klukkan hálf tíu en mér fannst hún heldur stutt, stóð aðeins til ellefu. Það var samt bót í máli að 1 sópran þurfti ekki að mæta. Svo var ég svo gáfuð að taka upp æfingun, en hvað haldiði. Ég ýtti bara á play en ekki rec.. Arg. Svo ætlaði ég að fara að gaula hér áðan en þá var bara sound og silenc. Engin æfing. Dí, hvað ég get orðið pirruð á svona fáránlegum mistökum.
Og svo þetta með ættarmótið. Muniðið. ÉG ER EKKI BÚIN AÐ FÁ E-MAIL ENN. Diddan mín. hvað er í gangi. Ertu ekki búin að skamma drenginn. ha. Mín er bara sár.... hehe.
En kæru lesendur nær og fjær. Nú er nóg komið og óska ég ykkur öllum góðrar nætur og sælla drauma.
Knús í krús.
föstudagur, mars 19, 2004
Mér er orðið ljóst að allir karlmenn gera sig að minnsta kosti einu sinni á ævinni að fífli vegna konu...............46 ára
Jamm og já og þannig er nú það. Sorrý hvað ég hef verið löt að blogga. Morgunvaktavika að baki og þá bara hreinlega verður mín að fara tímanlega í bólið. Annars hreinlega meika ég ekki daginn. Já það er sko af sem áður var. Þá nægði mér að sofa í 4 til 5 tíma og var bara helv.... brött. Þetta er ellikelling sem bankar upp á og kemur óboðin inn. Allavega bauð ég henni ekki. En nú er ég komin í langa fríhelgi og er hinn hressasta og langar ekki baun í bólið. Held ég vaki barasta í alla nótt. hehehe.... Neibb, engin sibba í mér. Var með saumaklúbb í kvöld og þessar elskur þurfa allar að vakna í fyrramálið og fóru heim um hálf tólf. Ekki nokkurt úthald í þeim. Það er annað en ég. Vaki, vaki og vaki....... Svo er bara sumarbústaðaferðin næst á dagskrá. 2 apríl... Ég á að vinna 12 til 18 þann dag og þarf endilega að dobbla Írisi að skipta við mig. Hún vinnur 8 til 14. Við ætlum nebblega að reyna að komast snemma af stað. Kolla, Anna og Sússý er allar í fríi þennann dag, og Hrönn er bossinn þessa vikuna því hinir bossarnir eru í útlöndum, svo hún ætlar að gefa sér frí. Já það er svaka gott að vera boss.. I wish.
Held að Lilja ætli að koma á morgun og þvo. Ég get svarið það, þetta er að verða eins og sápuópera. "Lilja kemur að þvo. Við spilum óþverra. Lilja fer. Lija kemur að þvo, við spilum óþverra." How doll is my life. Nei, nei. bara að jóka.
Annars var ég að spá í hvort það væri búið að skrifa mig út úr þessar fjölskyldu minni. Við höldum mebbilega svona lítið og krúttlegð "ættarmót" á hverju ári, fyrstu helgina í júní. Bara svona til að hittast og kynnast. Við erum svo fá að það er skammalegt að þekkjast ekki. Og nú er búið að senda e-mail til allra um staðsettningu og verð. En hún litla ég. Neibb, ekkert e-mail til mín. Hitti samt Hössa um daginn og reifaði þetta við hann. Hann lofaði að senda mér en neibb. Ekkert e-mail. Manni getur nú sárnað þótt engin komi tárinn. Didda mín. Viltu skamma Hössa. ha. Hey. ég vil vera með. Ég er obboslega skemmtileg. ha.
Svo eru stelputetrin í hættaðreykjaátaki. Trappa sig niður og skammta sér ákveðin fjöla af rettum á dag. Vona svo sannarlega að þær geti vanið sig af þessu ósiði. Elísa er með þeim í þessu hættaðreykjaátaki. Og hér eru þæt stallsystur.
Nú eru Lilja og Baldur búin að fá að vita hvort kynið hún gengur með. En það má víst ekki segja. Allir að drepast úr forvitni. Ég kitla það bara upp úr þeim núna fljótlega. Ég er forvitnasta kona ever. Spyrjið bara hvern sem er. Verð að vita allt og allt. Lilja alveg hreint blómstrar. Bara rosa langt síðan hún leit svona vel út. Það á greinilega mjög vel við hana að vera vanfær. Pælið í þessu orði. VANFÆR. Um hvað skildu konur sem ganga með börn vera vanfærar um. Já þau eru mörg skrítin orðin í þessu tungumáli voru.
Jæja dúllurnar mínar. Held ég láti þetta duga í bili
knús í krús......................................
Held að Lilja ætli að koma á morgun og þvo. Ég get svarið það, þetta er að verða eins og sápuópera. "Lilja kemur að þvo. Við spilum óþverra. Lilja fer. Lija kemur að þvo, við spilum óþverra." How doll is my life. Nei, nei. bara að jóka.
Annars var ég að spá í hvort það væri búið að skrifa mig út úr þessar fjölskyldu minni. Við höldum mebbilega svona lítið og krúttlegð "ættarmót" á hverju ári, fyrstu helgina í júní. Bara svona til að hittast og kynnast. Við erum svo fá að það er skammalegt að þekkjast ekki. Og nú er búið að senda e-mail til allra um staðsettningu og verð. En hún litla ég. Neibb, ekkert e-mail til mín. Hitti samt Hössa um daginn og reifaði þetta við hann. Hann lofaði að senda mér en neibb. Ekkert e-mail. Manni getur nú sárnað þótt engin komi tárinn. Didda mín. Viltu skamma Hössa. ha. Hey. ég vil vera með. Ég er obboslega skemmtileg. ha.
Svo eru stelputetrin í hættaðreykjaátaki. Trappa sig niður og skammta sér ákveðin fjöla af rettum á dag. Vona svo sannarlega að þær geti vanið sig af þessu ósiði. Elísa er með þeim í þessu hættaðreykjaátaki. Og hér eru þæt stallsystur.
Nú eru Lilja og Baldur búin að fá að vita hvort kynið hún gengur með. En það má víst ekki segja. Allir að drepast úr forvitni. Ég kitla það bara upp úr þeim núna fljótlega. Ég er forvitnasta kona ever. Spyrjið bara hvern sem er. Verð að vita allt og allt. Lilja alveg hreint blómstrar. Bara rosa langt síðan hún leit svona vel út. Það á greinilega mjög vel við hana að vera vanfær. Pælið í þessu orði. VANFÆR. Um hvað skildu konur sem ganga með börn vera vanfærar um. Já þau eru mörg skrítin orðin í þessu tungumáli voru.
Jæja dúllurnar mínar. Held ég láti þetta duga í bili
knús í krús......................................
sunnudagur, mars 14, 2004
Mér er orðið ljóst að skemmtileg vinna veitir sömu ánægju og tómstundarstarf..........................51 árs
Og mér er orðið ljóst að ég hef ekki upplifað jafn skemmtilega vinnu og tómstundarstarf.......
En ég á það kannski eftir. Aldrei að vita.
Ég lúllaði að sjálfsögðu eins og pokarotta til klukkan að verða hálf eitt í dag, enda fór ég seint að sofa í gær. Fór mebbilega til Lonni og horfði á Idol og fór svo til Öddu og tókum við eins og tvo óþverra. Kom ekki heim fyrr en rúmlega hálf tvö og juniorinn var með mér. Og hann svaf til hálf ellefu en þá hringdi Maggi og dobblaði hann út í handbolta. En semsagt ég staulaðist á lappir klukkan að verða hálf eitt og keyrði drenginn upp í Leikni þar sem hann var að keppa. Fór svo til Guðnýar og ákváðum við að hittast aftur í kvöld og horfa á Rocky horror picture show og smakka kannski á bjór með. Og það gerðum við. Drifum við hjónin okkur upp í sveit (Mosfellsbær) til Sigga og Guðnýar með junior í eftirdragi því engin fékkst pössunin. Og það var alveg jafn gaman að horfa núna eins og svo oft áður. Nema að núna vorum við með DVD og hljóðgæðin voru miklu betri. Svo var frúin voða svöng á leiðinni heim og fékk liðsinni juinior, svo bóndinn keyrið okkur niðrí bæ og við fengum okkur hlöllabát. Og mar er nú aldrei svikinn af þeim. Núna situr bóninn og horfir á The Beatles anthology. Sem Lonni keypti í útlandinu og færði öldruðum foreldrum sínum. Veit hversu heitt þau elska þessa bresku stráka frá Liverpool. Ekki það að hún fíli þá ekki. Þær fengu mjög gott tónlistaruppeldi þessar dætur vorar. Dýrka Bítlana, Stone og Presley. Ásamt mörgu öðru gömlu. Eins og tildæmis fyrr nefnd Rocky horror. Ég keypti videospóluna í kringum 1990 þá er Lonni 12 ára. Og það var bara ekki neitt öðruvísi en það að hún varð gjörsamlega húkkt. Kom heim úr skóla með vinkonur með sér og svo var horft og sungið með. Dag eftir dag, viku eftir viku. Hún var alveg búin að gleyma hvað heimanám var. Ha, hvað er það ?....... Þetta endaði að sjálfsögðu með því að ég varð að taka spóluna og fela hana. En þegar upp var staðið hafði hún aldrei lært neitt eins vel og þessa mynd. Kunni hvert talað orð og alla sungna texta. En jæja, ég held að bjórinn sé farinn að röfla í þessu litla bloggi mínu. Er að hugsa um að fara og kúra hjá junior sem er að hita bólið hennar mömmu sinnar
Knús í krús............................................
En ég á það kannski eftir. Aldrei að vita.
Ég lúllaði að sjálfsögðu eins og pokarotta til klukkan að verða hálf eitt í dag, enda fór ég seint að sofa í gær. Fór mebbilega til Lonni og horfði á Idol og fór svo til Öddu og tókum við eins og tvo óþverra. Kom ekki heim fyrr en rúmlega hálf tvö og juniorinn var með mér. Og hann svaf til hálf ellefu en þá hringdi Maggi og dobblaði hann út í handbolta. En semsagt ég staulaðist á lappir klukkan að verða hálf eitt og keyrði drenginn upp í Leikni þar sem hann var að keppa. Fór svo til Guðnýar og ákváðum við að hittast aftur í kvöld og horfa á Rocky horror picture show og smakka kannski á bjór með. Og það gerðum við. Drifum við hjónin okkur upp í sveit (Mosfellsbær) til Sigga og Guðnýar með junior í eftirdragi því engin fékkst pössunin. Og það var alveg jafn gaman að horfa núna eins og svo oft áður. Nema að núna vorum við með DVD og hljóðgæðin voru miklu betri. Svo var frúin voða svöng á leiðinni heim og fékk liðsinni juinior, svo bóndinn keyrið okkur niðrí bæ og við fengum okkur hlöllabát. Og mar er nú aldrei svikinn af þeim. Núna situr bóninn og horfir á The Beatles anthology. Sem Lonni keypti í útlandinu og færði öldruðum foreldrum sínum. Veit hversu heitt þau elska þessa bresku stráka frá Liverpool. Ekki það að hún fíli þá ekki. Þær fengu mjög gott tónlistaruppeldi þessar dætur vorar. Dýrka Bítlana, Stone og Presley. Ásamt mörgu öðru gömlu. Eins og tildæmis fyrr nefnd Rocky horror. Ég keypti videospóluna í kringum 1990 þá er Lonni 12 ára. Og það var bara ekki neitt öðruvísi en það að hún varð gjörsamlega húkkt. Kom heim úr skóla með vinkonur með sér og svo var horft og sungið með. Dag eftir dag, viku eftir viku. Hún var alveg búin að gleyma hvað heimanám var. Ha, hvað er það ?....... Þetta endaði að sjálfsögðu með því að ég varð að taka spóluna og fela hana. En þegar upp var staðið hafði hún aldrei lært neitt eins vel og þessa mynd. Kunni hvert talað orð og alla sungna texta. En jæja, ég held að bjórinn sé farinn að röfla í þessu litla bloggi mínu. Er að hugsa um að fara og kúra hjá junior sem er að hita bólið hennar mömmu sinnar
Knús í krús............................................
föstudagur, mars 12, 2004
Mér er orðið ljóst að það er hægt að vera skotinn í 4 stelpum í einu.................................9 ára
Jæja þá er þessi dagur loks að kveldi kominn. Lonni komin heil á húfi heim, þreytt en ofsa ánægð með ferðalagið sitt. Og hér var semsagt öll hersingin í mat og allir átu á sig gat af þessum dýrindis kleinufisk. Og svo hringdi Rúna í mig í kvöld að vita hvort ekki hefði gengið vel með skvísuna. Og hún bað mig endilega um að skella uppskriftinni af remolaðisósunni inn á bloggið svo hér kemur hún. Gæti ekki verið auðveldari.
1 peli rjómi
2 ds remolaði
sweet reliez
Og verði ykkur að góðu.
Ég gerðist hin myndarlegasta húsmóðir hér í dag. Skúraði útúr dyrum og Lilja mín þurrkaði af fyrir mömmuna sína. Og svo skellti ég mér í að þrífa eldhúsinnréttinguna að utan. Það er nebbilega þannig að blessuð sólin fór að skína hér inn um gluggana í dag og oh my god. My innrétting var bara ógeðsleg. Svo nú er hún voða fín. Nú það fylgdi að sjálfsögðu hundur með Lilju og Baldri í dag. Og enn og aftur oh my god. Það er sko mesta furða að tíkin skuli hafa haft feld þegar hún fór héðan. Ég get svarið það að mar klofar hér hundahár upp að hnjám. Ég yrði brjáluð að búa við þetta. Lilja hefur reyndar talað um þetta og tíkin hefur oft komið hér en ég hef aldrei séð annað eins. Ég má sko versugú ryksuga hér allt aftur á morgun. Hefði betur sleppt þessum þrifum í dag. Ég held að þau ættu að skreppa með greyið til dýralæknis og láta athuga þetta. Þetta getur bara ekki átt að vera svona.
Og bara svo þið vitið það þá er hún svört svo þetta er mjög áberandi. Annars talandi um hunda. Ég skrapp til Olgu um daginn og haldiði ekki að hún sé komin með annann hund. Átti fyrir svarta púðlutík og eina kisu. Og nú er hún komin með svartan American cokker spaniel. Held að þetta sé það sem hún sagði að hann væri. Og hann er svo sætur. Svo ég tilkynnti Frú Olgu það að ég ætlaði að ættleiða barnið hanns þegar þar að kæmi. Og hann er bara með einfaldann feld svo hann fer ekki úr hárum. Oh hann er so mikið krútt. Og svo komst ég að því að ef mar þekkir Olgu þarf mar ekki að fara í safarí ferð til Afríku. Eins og fyrr sagði er hún með tvo hunda eina kisu. Mamma hennar leigir í kjallaranum hjá henni og hún er með einn páfagauk, eina kisu og eina kanínu. Svo leigir hún út annað herbergi þarna niðri og strákurinn sem það leigir er með eina kisu. Svo hvað þarf mar meir. Ég segi nú ekki meir.
Annars verðið þið lesendur góðir að afsaka þessa quiz dellu mína. Ég gjörsamlega datt í þetta þegar ég kíkti á bloggið hennar Ásu stjúpdóttur minnar. Það sem mar getur gleymt sér yfir þessari dellu. En svona er lífið. Fullt af spurningum.
Vona bara að þið hafið prufað líka.
Lonni keypti fyrir mig í Singap. nýtt upptökutæki fyrir mig að hafa í kórnum og það kostaði skal ég segja ykkur heilar þrjú þúsund krónur. Man að þegar ég keypti gamla tækið fyrir fjórum árum hér heima þá kostaði það sex þúsund. Svo keypti hún líka fyrir mig ilmvatnið mitt og 100ml. glas kostar sama þar og 50 ml glas í fríhöfninni hér heima. Svo nú á ég stórt glas. Jibbíkóla....... Það verður sko ekki vond lykt af mér á næstunni.
Svo var þessi foreldra fundur í skólanum í dag. Ýmislegt var rætt þar og frekjan ég fékk því framgegnt að vinahóparnir eru hættir. Í staðin ætlum við að hittast öll einu sinni í mánuði og gera eitthvað öll saman. Næst ætlum við að hittast 25 mars og spila félagsvist í skólanum og þá verður ákveðið hvað skal gera næst. Held að þetta hristi krakkana miklu betur saman en þessi vinahópar. Og mínum dreng leist rosa vel á þessa breytingu. Hann hefur aldrei fílað þessa vinahópa.
En nú er nóg komið að sinni.
Knús í krús...........................
1 peli rjómi
2 ds remolaði
sweet reliez
Og verði ykkur að góðu.
Ég gerðist hin myndarlegasta húsmóðir hér í dag. Skúraði útúr dyrum og Lilja mín þurrkaði af fyrir mömmuna sína. Og svo skellti ég mér í að þrífa eldhúsinnréttinguna að utan. Það er nebbilega þannig að blessuð sólin fór að skína hér inn um gluggana í dag og oh my god. My innrétting var bara ógeðsleg. Svo nú er hún voða fín. Nú það fylgdi að sjálfsögðu hundur með Lilju og Baldri í dag. Og enn og aftur oh my god. Það er sko mesta furða að tíkin skuli hafa haft feld þegar hún fór héðan. Ég get svarið það að mar klofar hér hundahár upp að hnjám. Ég yrði brjáluð að búa við þetta. Lilja hefur reyndar talað um þetta og tíkin hefur oft komið hér en ég hef aldrei séð annað eins. Ég má sko versugú ryksuga hér allt aftur á morgun. Hefði betur sleppt þessum þrifum í dag. Ég held að þau ættu að skreppa með greyið til dýralæknis og láta athuga þetta. Þetta getur bara ekki átt að vera svona.
Og bara svo þið vitið það þá er hún svört svo þetta er mjög áberandi. Annars talandi um hunda. Ég skrapp til Olgu um daginn og haldiði ekki að hún sé komin með annann hund. Átti fyrir svarta púðlutík og eina kisu. Og nú er hún komin með svartan American cokker spaniel. Held að þetta sé það sem hún sagði að hann væri. Og hann er svo sætur. Svo ég tilkynnti Frú Olgu það að ég ætlaði að ættleiða barnið hanns þegar þar að kæmi. Og hann er bara með einfaldann feld svo hann fer ekki úr hárum. Oh hann er so mikið krútt. Og svo komst ég að því að ef mar þekkir Olgu þarf mar ekki að fara í safarí ferð til Afríku. Eins og fyrr sagði er hún með tvo hunda eina kisu. Mamma hennar leigir í kjallaranum hjá henni og hún er með einn páfagauk, eina kisu og eina kanínu. Svo leigir hún út annað herbergi þarna niðri og strákurinn sem það leigir er með eina kisu. Svo hvað þarf mar meir. Ég segi nú ekki meir.
Annars verðið þið lesendur góðir að afsaka þessa quiz dellu mína. Ég gjörsamlega datt í þetta þegar ég kíkti á bloggið hennar Ásu stjúpdóttur minnar. Það sem mar getur gleymt sér yfir þessari dellu. En svona er lífið. Fullt af spurningum.
Vona bara að þið hafið prufað líka.
Lonni keypti fyrir mig í Singap. nýtt upptökutæki fyrir mig að hafa í kórnum og það kostaði skal ég segja ykkur heilar þrjú þúsund krónur. Man að þegar ég keypti gamla tækið fyrir fjórum árum hér heima þá kostaði það sex þúsund. Svo keypti hún líka fyrir mig ilmvatnið mitt og 100ml. glas kostar sama þar og 50 ml glas í fríhöfninni hér heima. Svo nú á ég stórt glas. Jibbíkóla....... Það verður sko ekki vond lykt af mér á næstunni.
Svo var þessi foreldra fundur í skólanum í dag. Ýmislegt var rætt þar og frekjan ég fékk því framgegnt að vinahóparnir eru hættir. Í staðin ætlum við að hittast öll einu sinni í mánuði og gera eitthvað öll saman. Næst ætlum við að hittast 25 mars og spila félagsvist í skólanum og þá verður ákveðið hvað skal gera næst. Held að þetta hristi krakkana miklu betur saman en þessi vinahópar. Og mínum dreng leist rosa vel á þessa breytingu. Hann hefur aldrei fílað þessa vinahópa.
En nú er nóg komið að sinni.
Knús í krús...........................
fimmtudagur, mars 11, 2004
hand holding - you like to be in constant physical
contact with your special someone but you don't
want to take things too quickly.
What Sign of Affection Are You?
brought to you by Quizilla
Og eitt í viðbót....................
You're Element is Flame. You have a strong,
independant, fiery personality and you
obviously don't ley other's puch you around.
You like being in charge and don't care what
other people think. In fact, you like to stand
out and be yourself. You're probably shy when
people first meet you but your a ball of energy
that could explode at any given moment. You
like to laugh and whether you admit it or not,
you like to fight. You're peronality that is
wild and untamable. You're beauty is physically
fit and a little sexy and you have a very
pretty face.
What's Your Element(girls)? (PICTURES)
brought to you by Quizilla
Mér er orðið ljóst að mér leiðist aldrei í návist glaðlyndra............................63 ára.
Og það held ég að hjóti að vera sannmæli. Takið mig bara sem dæmi. Mikið ósköp sem fólki finnst ég glaðlynd og skemmtileg. Og ekki leiðist því með mér...hehehe..
Var að kíkja á bloggið hennar Ásu og sá þar nokkur quis og varð að sjálfsögðu að prófa. Og hér kemur eitt.
Your a Guradien Angel! Guardien Angels are also
knows as Warrior Angels, because they are the
army of God. Not always meaning that they are
in war, simply that their job is to protect
unwary humans from dark dragons, or other evil
demons. Warrior Angels are not always friendly
with humans, but they will watch over them all
the time. Humans say that when a miracle
happens, thank your guradien angel.
What Kind of ANGEL are you? (For Girls only) This Quiz has amazingly Beautiful Pictures!
brought to you by Quizilla
Og það var nú það. Hef nú annars voða lítið að segja. Lonni kemur á morgun. Jibbíkóla.....
Annars hringdi Didda besta skinn í mig í morgun og varð endilega að fá að vita hvað kleinufiskur er. Og það er semsagt fiskur i orly. En það er miklu krúttlegra að segja kleinufiskur. Og svo bísnaðist hún helling yfir því hvað ég væri mikil svefnpurka. Sagði að það væri nógur tími til að sofa þegar maður væri dauður.......
En mér finnst alveg hreint ótrúlega gott að sofa á morgnanna. Og hana nú Didda besta skinn.... Luv jú. Og þú ert alveg besta uppáhaldsfrænkan mín. Og mér er alveg sama þó að þú hringir sona á morgnanna.
Segi þetta gott í bili. Knús í krús.......
Var að kíkja á bloggið hennar Ásu og sá þar nokkur quis og varð að sjálfsögðu að prófa. Og hér kemur eitt.
Your a Guradien Angel! Guardien Angels are also
knows as Warrior Angels, because they are the
army of God. Not always meaning that they are
in war, simply that their job is to protect
unwary humans from dark dragons, or other evil
demons. Warrior Angels are not always friendly
with humans, but they will watch over them all
the time. Humans say that when a miracle
happens, thank your guradien angel.
What Kind of ANGEL are you? (For Girls only) This Quiz has amazingly Beautiful Pictures!
brought to you by Quizilla
Og það var nú það. Hef nú annars voða lítið að segja. Lonni kemur á morgun. Jibbíkóla.....
Annars hringdi Didda besta skinn í mig í morgun og varð endilega að fá að vita hvað kleinufiskur er. Og það er semsagt fiskur i orly. En það er miklu krúttlegra að segja kleinufiskur. Og svo bísnaðist hún helling yfir því hvað ég væri mikil svefnpurka. Sagði að það væri nógur tími til að sofa þegar maður væri dauður.......
En mér finnst alveg hreint ótrúlega gott að sofa á morgnanna. Og hana nú Didda besta skinn.... Luv jú. Og þú ert alveg besta uppáhaldsfrænkan mín. Og mér er alveg sama þó að þú hringir sona á morgnanna.
Segi þetta gott í bili. Knús í krús.......
miðvikudagur, mars 10, 2004
Mér er orðið ljóst að hin fullkomna hamingja býr í góðri bók, mjúkum dívani og ketti sem kúrir við hlið mér...........50 ára
Þetta "orðið ljóst" er nú bara alveg eins og talað úr munni og frá hjarta Hörpu vinkonu. Ég veit nebblega að henni þykir voða gott að liggja upp í rúmi og lesa og það myndi sko örugglega ekki skemma fyrir ef einn ef ekki allir þrír kettir heimilisins lægju hjá henni.
Annars er þetta búin að vera ágætur dagur. Byrjaði hann á því að keyra junior í skólann. Hálf vorkendi honum að þurfa að fjúka þessa leið svona strax í morgunsárið. Og honum þótti það nú ekki slæmt. Ég fékk prik fyrir það. En svo lagði ég mig þegar ég kom heim aftur og hraut eins og gömul eimreið til hádegis. En þá kom Ásthildur og svo kom Lilja og þvoði tvær vélar. Og ég sem ætlaði að vera svoooooooooo dugleg og skúra, gerði nákvæmlega ekki neitt, sat og þambaði kaffi í massavís. Ekki það, að það var miklu skemmtilegra en að skúra. Geri það bara á morgun, eins og sá lati segir.
Svo hringdi Sillan í mig, og færði mér frekar leiðinlegar fréttir. HÚN ER HÆTT Í GOSPELSYSTRUM. og ég er nú frekar svekt yfir því. Tár og snökt,snökt. En það verður hver að finna sína leið. Ég vil fara mína leið og þú vilt fara þína..... Kannski ég fari bara hennar leið að hausti. Aldrei að vita.
Miss you darling.
Jæja nú er Lonni mín lögð af stað í ferðalagið heim á leið. Hún lendir hér klukkan um fjögur á fimmtudaginn. Og ég samdi við hana að við myndum frekar hafa kleinufisk og remolaðisósu, heldur en saltkjöt og baunir. Og henni fannst það bara ekkert verra. Enda mikil matkona þessi elska.
En svo var að sjálfsögðu kóræfing í kvöld, og Diddú og Jóhann Sigurðsson komu og sungu eitt lag með okkur. Og ég verð nú bara að segja það. það er ótrúlega fyndið að sjá þessi tvö standa hlið við hlið. Ég held að Diddú komist fimm sinnum inn í Jóhann. Og svo syngja þau alveg eins og englar. Og þá sérstaklega hún. Þvílík útgeislun og alltaf með bros á vör.
Hér er dr. Phil á skjánum og þarna situr hann og talar við þennann líka stóra svarta mann og hann bara grætur og grætur. Ótrúlegt með kanan. Koma í sjónvarpið með hin minnstu vandamál og svo er bara grátið og grátið.
Jæja ég held ég láti staðar numið og kevðji. Góða nótt dúllur
Knús í krús.....
Annars er þetta búin að vera ágætur dagur. Byrjaði hann á því að keyra junior í skólann. Hálf vorkendi honum að þurfa að fjúka þessa leið svona strax í morgunsárið. Og honum þótti það nú ekki slæmt. Ég fékk prik fyrir það. En svo lagði ég mig þegar ég kom heim aftur og hraut eins og gömul eimreið til hádegis. En þá kom Ásthildur og svo kom Lilja og þvoði tvær vélar. Og ég sem ætlaði að vera svoooooooooo dugleg og skúra, gerði nákvæmlega ekki neitt, sat og þambaði kaffi í massavís. Ekki það, að það var miklu skemmtilegra en að skúra. Geri það bara á morgun, eins og sá lati segir.
Svo hringdi Sillan í mig, og færði mér frekar leiðinlegar fréttir. HÚN ER HÆTT Í GOSPELSYSTRUM. og ég er nú frekar svekt yfir því. Tár og snökt,snökt. En það verður hver að finna sína leið. Ég vil fara mína leið og þú vilt fara þína..... Kannski ég fari bara hennar leið að hausti. Aldrei að vita.
Miss you darling.
Jæja nú er Lonni mín lögð af stað í ferðalagið heim á leið. Hún lendir hér klukkan um fjögur á fimmtudaginn. Og ég samdi við hana að við myndum frekar hafa kleinufisk og remolaðisósu, heldur en saltkjöt og baunir. Og henni fannst það bara ekkert verra. Enda mikil matkona þessi elska.
En svo var að sjálfsögðu kóræfing í kvöld, og Diddú og Jóhann Sigurðsson komu og sungu eitt lag með okkur. Og ég verð nú bara að segja það. það er ótrúlega fyndið að sjá þessi tvö standa hlið við hlið. Ég held að Diddú komist fimm sinnum inn í Jóhann. Og svo syngja þau alveg eins og englar. Og þá sérstaklega hún. Þvílík útgeislun og alltaf með bros á vör.
Hér er dr. Phil á skjánum og þarna situr hann og talar við þennann líka stóra svarta mann og hann bara grætur og grætur. Ótrúlegt með kanan. Koma í sjónvarpið með hin minnstu vandamál og svo er bara grátið og grátið.
Jæja ég held ég láti staðar numið og kevðji. Góða nótt dúllur
Knús í krús.....
þriðjudagur, mars 09, 2004
Mér er orðið ljóst að maður á aldrei að borga fyrir verk fyrr en því er lokið...........................48 ára
Og þannig er nú það.
En annars hef ég ekki afrekað mikið í dag. Er búin að vera með einhverja leiðinda magakveisu og hef þar af leiðandi þurft að halda mig nálægt náðhúsinu.... En það hlýtur að lagast eins og annað sem hrjáir mannfólkið öðruhverju. Skruppum samt aðeins til Lilju og Baldurs að sjá hvað það er orðið fínt hjá þeim. Og það er allt annað sjá íbúðina svona ljósa heldur en í þessum dökku litum. Hún er svo lítil að hún ber það ekki.
Svo dreif ég mig og setti teljara inn á síðuna hjá Lonni og gat gert það alveg alein. Húrra fyrir mér. Og svo færði ég minn ofar á síðuna. Svo dugleg. Ég hringdi líka í Jóhönnu stöðvarstjóra og bað um frí á fimmtudaginn. Á að vera á kvöldvakt þá, en það gengur náttla ekki. Lonni að koma heim og fyrsta stopp er sko hér í Grýtubakkanum. Og svo sendi hún mér sms í gær og bað um að ég hefði saltkjöt og baunir í matinn. Æjæj. Ég er nú ekkert spennt fyrir því að borða það aftur svo fljótt.
Svo á að vera einhver foreldrafundur hjá Erni á fimmtudaginn klukkan hálf sex, með kennaranum og Hrönn sem kennir þeim lífsleikni. Þeim (kennurunum) finnst krakkarnir ekki vera nógu góð við hvort annað og ekki leika sér nógu mikið saman. Og vilja ræða hvað er til ráða. Ég verð nú að segja það að mér finnst alveg ótrúlegt að börnin megi ekki velja sér vini sjálf. Það er með þau alveg eins og okkur fullorðna fólkið, að við pössum misjafnlega vel saman. Þetta var líka til umræðu þegar hann var í leikskóla. þar átti hann einn vin og þeir vildu bara leika sér saman og það var ekki nógu gott. þeir ÆTTU að leika við hin börnin líka. En svona er þetta. Maður velur sína vini sjálfur eftir því hvernig maður smellur við fólk. Og hana nú.
Ekki meir að sinni.
Knús í krús............
En annars hef ég ekki afrekað mikið í dag. Er búin að vera með einhverja leiðinda magakveisu og hef þar af leiðandi þurft að halda mig nálægt náðhúsinu.... En það hlýtur að lagast eins og annað sem hrjáir mannfólkið öðruhverju. Skruppum samt aðeins til Lilju og Baldurs að sjá hvað það er orðið fínt hjá þeim. Og það er allt annað sjá íbúðina svona ljósa heldur en í þessum dökku litum. Hún er svo lítil að hún ber það ekki.
Svo dreif ég mig og setti teljara inn á síðuna hjá Lonni og gat gert það alveg alein. Húrra fyrir mér. Og svo færði ég minn ofar á síðuna. Svo dugleg. Ég hringdi líka í Jóhönnu stöðvarstjóra og bað um frí á fimmtudaginn. Á að vera á kvöldvakt þá, en það gengur náttla ekki. Lonni að koma heim og fyrsta stopp er sko hér í Grýtubakkanum. Og svo sendi hún mér sms í gær og bað um að ég hefði saltkjöt og baunir í matinn. Æjæj. Ég er nú ekkert spennt fyrir því að borða það aftur svo fljótt.
Svo á að vera einhver foreldrafundur hjá Erni á fimmtudaginn klukkan hálf sex, með kennaranum og Hrönn sem kennir þeim lífsleikni. Þeim (kennurunum) finnst krakkarnir ekki vera nógu góð við hvort annað og ekki leika sér nógu mikið saman. Og vilja ræða hvað er til ráða. Ég verð nú að segja það að mér finnst alveg ótrúlegt að börnin megi ekki velja sér vini sjálf. Það er með þau alveg eins og okkur fullorðna fólkið, að við pössum misjafnlega vel saman. Þetta var líka til umræðu þegar hann var í leikskóla. þar átti hann einn vin og þeir vildu bara leika sér saman og það var ekki nógu gott. þeir ÆTTU að leika við hin börnin líka. En svona er þetta. Maður velur sína vini sjálfur eftir því hvernig maður smellur við fólk. Og hana nú.
Ekki meir að sinni.
Knús í krús............
mánudagur, mars 08, 2004
Mér er orðið ljóst að ákvarðanir teknar á unglinsárum hafa langtímaafleiðingar.....................................49 ára....
Já og þar með er sagan öll. Hef enga speki um þetta"orðið ljóst"
Var að tala við Lonni og Rúnu núna áðan. Þær voru komnar í bikiníin og voru á leið út í sólbað og sundlaugina. Hm. það er víst nóg að fara bara út á svalir hér, þá er mar komin í sundlaug. Þvílík og önnur eins rignig. Mér finnst nú að Guð og englarnir hafi grátið alveg nægju sína í bili. Er ekki komin tími til að brosa aðeins við okkur frónbúum. Allavega finnst mér þeir hafa brosað nóg til þeirra þarna down under.
Annars er þetta búið að vera letidagur allra letidaga hjá mér. Vaknaði klukkan níu, fór fram í hálftíma eða svo og svo upp í aftur og svaf til 12 og horfði þá viku skammt af nágrönnum. Lagði mig aftur um hálf þrjú og svaf til að verða fjögur. Druslaðist þá upp í Grafarvog til Ella og Jónu. Diddi og unginn voru þar að þrífa bílinn. Og svo heim og hér hef ég setið og gert ekki neitt. Og þó. Ég er búin að brjóta saman þvott úr tveim vélum og þvo eina. Og segiði svo að ég geri ekki neitt.
Svo er ég líka búin að skrifa eina atvinnuumsókn, og þarf að henda henni í póst á morgun. Break a leg........
Og svo hringdi Lilja Bryndís og bauð í kaffi. En ég hreinlega nennti ekki út í þetta veður í kvöld og lofaði að koma á morgun í staðinn. Þau eru nebblega búin að mála og gera allt voða fínt. Svo mar verður að kikka á þetta hjá turtildúfunum.
Og svo er hún orðin algjör bumbulíus. Ótrúlega krúttleg.
Annars hef ég ekki meir að segja, því eins og þið sjáið gerðist ekki neitt hjá mér í dag. Big cero.
Knús í krús......
Var að tala við Lonni og Rúnu núna áðan. Þær voru komnar í bikiníin og voru á leið út í sólbað og sundlaugina. Hm. það er víst nóg að fara bara út á svalir hér, þá er mar komin í sundlaug. Þvílík og önnur eins rignig. Mér finnst nú að Guð og englarnir hafi grátið alveg nægju sína í bili. Er ekki komin tími til að brosa aðeins við okkur frónbúum. Allavega finnst mér þeir hafa brosað nóg til þeirra þarna down under.
Annars er þetta búið að vera letidagur allra letidaga hjá mér. Vaknaði klukkan níu, fór fram í hálftíma eða svo og svo upp í aftur og svaf til 12 og horfði þá viku skammt af nágrönnum. Lagði mig aftur um hálf þrjú og svaf til að verða fjögur. Druslaðist þá upp í Grafarvog til Ella og Jónu. Diddi og unginn voru þar að þrífa bílinn. Og svo heim og hér hef ég setið og gert ekki neitt. Og þó. Ég er búin að brjóta saman þvott úr tveim vélum og þvo eina. Og segiði svo að ég geri ekki neitt.
Svo er ég líka búin að skrifa eina atvinnuumsókn, og þarf að henda henni í póst á morgun. Break a leg........
Og svo hringdi Lilja Bryndís og bauð í kaffi. En ég hreinlega nennti ekki út í þetta veður í kvöld og lofaði að koma á morgun í staðinn. Þau eru nebblega búin að mála og gera allt voða fínt. Svo mar verður að kikka á þetta hjá turtildúfunum.
Og svo er hún orðin algjör bumbulíus. Ótrúlega krúttleg.
Annars hef ég ekki meir að segja, því eins og þið sjáið gerðist ekki neitt hjá mér í dag. Big cero.
Knús í krús......
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)