þriðjudagur, apríl 19, 2005

Jæja, þá er

búið að brjóta gat á vegginn minn fína inni á baði. Daði búinn að kíkja á herlegheitin og sýnist á öllu að hægt sé að breikka baðherbergið um heila 27 sentimetra. Ekki slæmt það á þessu mjög svo litla og þrönga baðherbergi.. Svo nú er bara að fara að drífa sig í að rífa niður vegg, skafa dúk af veggjum og henda öllu sem hægt er að henda þarna inn og fara og eyða FULLT af pengingum. Sem ég á ekki. En Vísa frænka verður bara með í för og fær að kenna á því. Gaman,gaman. Fyrsta vikan liðin á næturvöktum og leið bara ótrúlega fljótt. Verst að ég er ansi hrædd um að frívikan verður verður líka mjög fljót að líða. Búin að standa mig eins og hetja í sundinu. Verð þó að viðurkenna það að ég hefði sko alveg verið til í að fara að lúlla aftur þegar Örn var farinn í skólann í morgun. En Gurrý stóð sína plikt og gaf mér ekkert eftir og í sund fórum við. Adda og Lonni komu hér við í dag og að venju var tekinn einn óþverri. Lonni vann og svo Adda. Ég geri ekki annað en að tapa fyrir þessum drósum. Er að fara í tásu snyrtingu á morgun til Eddu Láru. Mmmmmm. Það er svo gott. Maður hreinlega svífur út þegar þessu er lokið. Er bara orðin alltof löt við að fara. Fór hér á árum áður einu sinni í mánuði en nú orðið er þetta orðið 2svar á ári. Allof sjaldan. En í gærkvöldi gerði ég soldið ógeðslega skemmtilegt. Fór og var við upptökur á einum þætti hjá Hemma Gunn. Það var lagið. Og oh my god. Váááááááá hvað var gaman. Hefði sko alveg verið til í að fara beint á pöbbinn á eftir. Komin í þetta líka rokna stuð. Júhúúúú.
Örn Aron kom með og skemmti sér sko ekki síður. Maður gjörsamlega missti sig þarna og steingleymdi að það væru camerur þarna í gangi. Og að sjálfsögðu var okkur plantað á fremsta bekk, en ekki hvað. Væri sko alveg til í að fara aftur. En nú er þetta að verða búið. Síðasti þáttur tekinn upp annað kvöld. En nú er lát að linni.
Laters.......

föstudagur, apríl 15, 2005

21

Jæja elskurnar mínar. Sá update af stelpunni. Búin að vera á næturvöktum alla þessa viku og líkar það bara vel. Verður náttla enn betra í næstu viku. Frí í heila. Verst hvað þessu stúlka sem ég er að vinna með er eitthvað leim. Vona svo sannarlega að hún komi til þó svo að sú sem ég tók við af segir það ekki gerast. Svo er stelpan líka búin að vera rosa dúleg og fara í sund eftir hverja vakt. Og þykir það nú aftek útaf fyrir sig. Tek 300 metrana. Bæti svo við mig 100 í næstu viku og linni ekki látum fyrr en 1000 metrum er náð. Verð samt að fá mér sundgleraugu. Ég syndi eins og gömul önd með hausinn upp úr og nú er mér svoooooo illt í bakinu og hálsinum að það hálfa væri nóg. Bjó mér til stuðningshóp svo að við getum sparkað í hvor aðra ef einhver ætlar að vera með leti. Gurrý hér við hliðina og Olga urðu þess heiðurs aðnjótandi. Svo nú bera þær ábyrgð á því að ég vakni í frívikunni og drífi mig. Verðum við heitustu gellur bæjarins eða hvað. hehehe.... En nóg í bili. Þarf að drífa mig í vinnunna.
Laters......

mánudagur, apríl 11, 2005

Sennilega

fer ég að fá nafnbótina, latasti bloggari ever.... Er enganvegin að nenna þessu núna en hvet samt ykkur hin til að vera dugleg að blogga. Ég nenni nebbilega alveg að lesa hjá ykkur. hehehe,...Nú er mín byrjuð á næturvöktum og verð út þessa viku svo vika frí. Kórinn í góðum gír og æfingarnar hafa verið alveg sérlega líflegar núna undanfarið. Seth nokkur hefur verið að koma og kenna okkur listina að túlka gospelsöng. Og ekki skemmir fyrir að hann syngur alveg eins og engill sjálfur. Aukakóræfing síðasta laugardag vegna afmæli Vigdísar Finnbogadóttur. Fín æfing og mikið gaman. Hef hinsvegar ekki verið nógu dugleg að læra Blástjörnuna sem á að syngja í afmæli hennar. Verð að taka mig á með það í vikunni, því afmælið er á föstudaginn. Ætlaði að vera voða dúgleg og byrja í sundi í morgun eftir vinnu, en þar sem ég náði ekki sambandi við Gurrý sem ætlar með í dæmi, þá bara fór ég heim að lúlla. En hún lofar að vera vöknuð í fyrramálið svo nú er bara að standa sig. Held að það hljóti að vera fínt að fara að synda eftir vinnu, komin heim þá um 9 dasaður og slakur og þá ætti mar að sofa eins og engill. Og löngu orðið tímabært að konan fari að hreyfa á sér skankana. Og svo er nú aldeilis farið að styttast í sumbarbústaðaferð saumaklúbbsinns, get bara ekki beðið. Heit.......... neibb ætla ekki að fara að rausa um það aftur. Hins vegar líta húsnæðismálin þannig út að nú er hjúin að spá í að bíða bara með þetta í 1 til 2 ár kannski. Taka baðherbergið hér bara í gegn og slaka á hér. það er hvort eð er ekkert til af eignum í þeim bærjarhluta sem við vilju búa í. Alveg eins gott að bíða bara. Þetta ástand á fasteignamarkaðinum hlýtur að taka enda einhvern tíman. En nú er ég hætt og ætla að fara að fá mér soðna ýsu með rófum.
Laters...........

mánudagur, apríl 04, 2005

Jæja þá er helgin

liðin, og þessi líka fína helgi. Fórum norður á Akureyri á Goðamót með guttann. Þeir stóðu sig að sjálfsögðu alveg með stakri prýði og lenntu í öðru sæti. Hefði alveg eins getað verið í fyrsta. Því að reglurnar þar eru þannig að ekki er farið í vítaspyrnukeppni ef staðan er jafntefli í úrslitaleik heldur vinnu það lið sem skorar á undan í leiknum. Og staðan var 1-1. En Fylkis drengirnir voru heppnir og náðu að setja í rammann á undan okkar mönnum.. En rosa gaman. Strax bara farin að hlakka til að mæta á Esso mótið í sumar. Gistum núna á KEA og var það bara alveg hreint ágætt. Alli og Anna voru þar líka svo ekki leiddist okkur á kvöldin. Rifjaðar upp gamlar syndir og hrekkjabrögð. Og díses hvað við hlógum. Hef sko ekki hlegið svona í háa herrans tíð. Mikið gaman og mikið fjör. En kvöldvakt framundan og svo að dobbla Sigga til að skipta við mig á morgun svo ég komist á kóræfingu. Og verður það í síðasta skipti sem ég þarf á því að halda. Byrja á næturvöktunum núna 11 apríl. Spennandi að sjá hvernig það kemur út hjá mér. Vona bara svo sannarlega að ég hafi ekki hlaupið á mig með því að skipta um vaktir. En kannski meira í kvöld. Komin tími til að fara að hafa sig til fyrir vinnuna.
Laters you gay.........

miðvikudagur, mars 30, 2005

Æj, hvað mar er eitthvað

tussulegur þessa stundina. Afsakið orðbragðið. En þannig líður mér akkúrat núna. Kallinn búinn að vera ælandi hér í allt kvöld og nú er mér svo flökurt að ég er að brjálast. Má sko ekkert vera að því að vera veik. Fór í dag eftir vinnu að skoða íbúð í Vesturbænum og get sko alveg séð fyrir mér að hún gæti orðið æðisleg. Stór og rúmgóð. En stóri gallinn að hún er of mikill kjallari fyrir okkur. Bömmer. Allt eins. My kind of luck. En hvað um það. Íbúð þessa á ein ofurvirk bloggari sem ég fylgist grannt með og hef gaman af að lesa. Og ekki er nú öll sagan sögð enn. Heldur finnst mér ég eitthvað kannast við þetta konutetur. En pæli samt ekkert rosa mikið í því. Svo þegar ég fer að lýsa þessari íbúð fyrir bóndanum og númer hvað hún sé í þessari götu, þá kveiknar sko á öllum ljósaperunum í hans haus. Þá er hann að vinna með systur hennar og ekki nóg með það heldur eru þau líka skyld. Og hana nú. Já það er sko engu logið um það að hann sé lítill þessi heimur. Gaman að þessu. Svo kom hér maður að skoða hjá okkur í kvöld ásamt vini sínum, sem er svosem ekki í frásögu færandi nema að hann var ekki íslenskur og mikið sem það fór í taugarnar á mér þegar þeir voru að spjalla um það sem fyrir augu bar. Og örugglega á pólsku. Arrgggg..Verð að læra pólsku. Jæja held ég láti staðar numið að sinni og fari að gubba.

laugardagur, mars 26, 2005

Jæja þá er mar komin

heim af kvöldvakt dauðans, ef svo má að orði komast. þvílík og önnur eins vakt. Hvernig er þetta annars með fólk. Er því alveg fyrirmunað að skilja það að matvöruverslanir eru lokaðar á föstudaginn langa. Búðin hjá okkur var eins og sviðin jörð eftir átök dagsins. Síminn hringdi stöðugt og maður gat bara sagt þegar mar tók tólið upp, já það er opið. Og svo var fólk voða undrandi á því að við skyldum nú ekki selja læri og hrygg,hrásalat og bernaissósu. Halló. Þetta er bensínstöð með sjoppu. Það seldist allt. Og hvernig er þetta eiginlega með þessar annars ágætu pullur. Ég hafði á tímibili ekki undan að vefja beikopullur. Beint á grillið. Ætlaði aldrei að ná því að vefja í blessuð boxin sem geyma þessa drjóla. Shit man. Og þar sem við erum nú komin undir hatt 10-11 að þá var miði í gluggum þeirra búða allar upplýsingar um það að það væri opið hjá okkur. Og að sjálfsögðu vorum við undirmönnuð, þannig að vaktstjórinn sem mætti hálf átta í morgun fór ekki heim fyrr en hálf tólf í kvöld í staðin fyrir fjögur í dag. Eins verður á sunnudaginn,þær verða bara tvær, því sorry, það fékkst engin til að koma auka inn. Og ég í einhverju helvítis góðgerðarkasti gat út veiðileyfi á mig, er bara að hugsa um að slökkva á símanum mínum á sunnudaginn. Það er sko ekki verið að gera neitt annað en að taka okkur í rass..... Hvernig stendur á því að þegar ekki er hægt að manna vaktir, að samt sé haft opið á svona degi. Er sko ekki að fatta það. Og svo segir stöðvan bara. And I cote " Ekki hringja í mig um helgina". Bíddu er ekki ábyrgðin hennar. Mér er spurn. Arrrrrgggggg. Er gjörsamlega brjáluð út í þetta lið. Og hana nú. Nóg um vinnuna. Skruppum í bíltúr á Hellu í morgun að kikka á Didduna og Lallann. Hann var reyndar ekki heima en hittum Hössa og Sævar Leon í staðin. Fínt stopp þar og gott kaffi og spjall. Og aftur að þessar ógurlegu frjósemi í ættinni. Fékk komment um það hvort ég ætli að taka þátt í þessu. Og svarið við því er blátt áfram NEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEI
er sko búin með minn kvóta. En fékk samt fréttir af einni til í gærkvöldi. Það verður ekki upplýst í þessu bloggi hver það er. En kannski fljótlega. jeyyyyyy......Ég veit soldið sem þið vitið ekki. liggaliggalái........
Alveg er ég nú hætt að skilja neitt í þessu msn-i mínum. Það er aldrei neinn tengdur þegar ég tengi mig. Skildu allir vera búnir að blokka á mig. Mér er spurt. Hmmmmm.
Harpa snúlla átti afmæli í dag, og hafði líka þessar rosa áhyggjur af því að verða fertug. Hún á sko alveg eftir að fatta það að lífið byrja fyrst þá. Tala sko af reynslu. hehehehehe.... Well my darlings, á morgun ætla ég bara að chilla hér heima og fá Öddu sköddu til að koma og óþverrast aðeins. Orðin sko örugglega þrjár vikur síðan síðast og þetta er sko ekki að ganga. Komin með fráhvörf. Góða nótt elskurnar
Yfir og út krúsarknús.....................

fimmtudagur, mars 24, 2005

K.A.F.F.I.

hætt´að þamba kaffi.
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,drykkur sá
heilsu spillir, gerir börnin grá
Slíkt heljans eitur svart.
Það henntar börnum vart..

Vantar nokkur örðþarna inn, get ómögulega munað þau. Kemur kannski seinna.

Tók smá kaffipróf og mátti til með að skella því hér inn.


Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


Verð ekki með meira hér í kvöld. Heyrumst síðar....

miðvikudagur, mars 23, 2005

Það er aldeilis að frjósemin

er að gera vart við sig í þessari litlu familíu minni. Frétti það í gær að Arna frænka ætti von á stúlkubarni og þykir það nú kraftaverki næst. Hún á fyrir tvo yndislega stráka sem báðir eru afrakstur tæknifrjóvgunar, og svo bara kviss bamm búmm, ólétt by nature. Svo eru þær systur Hilla og Ragnheiður Arna báðar á leiðinni með kríli líka og Ragnheiður Arna sko með tvilla. Og svo fékk ég staðfestingu á því í dag að Ríkey klipparinn minn er líka bomm. Hvað er eiginlega í gangi? Mér er spurn. En allt er nú þetta yndislegt alltsaman. Allt óskabörn. Bíllinn að gera það gott. Mjög gott að keyra hann og allt er nú þetta að koma í sambandi við beinskiptinguna. Held nú samt að næst þegar ég skipti að þá fái ég mér aftur sjálfskiptann. Er meira fyrir það. Litli ömmustúfurinn er allur að koma til. Búinn að vera með þennann ódæðis RS vírus sem öll börn virðast fá í dag, og svo er hann líka komin með í eyrun þessi elska. Fórum aðeins og litum á hann og Liljuna í dag, og er ég nú ekki frá því að hann hafi bara verið glaður að sjá ömmuna sína. Jæja, þrjár kvöldvaktir framundan. Ekkert frí á Select og þykir mér það nú frekar lélegt. Ekkert heilagt lengur í þessum verslunarbransa. Saumó hjá mér í gærkveldi og bauð ég upp á karrý kjúlla a la Silla. Mæli eindregið með honum. Algjört lostæti. Bauð rautt með og féll það að sjálfsögðu vel í kramið. Sumarbúsataðferð ákveðin núna 22-24 apríl. Jibbý. Heitur pottur og alles. Svo nú bara get ég ekki beðið. Heitur pottur,heitur pottur,heitur pottur. Hafiði heyrt þennan áður. I luv hot tub. Var að horfa á Survivor og er frekar fúl yfir gangi máli í þessum þætti. Finnst óréttlátt að Angie var látin fara. Finnst hún bara eiginlega vera búin að standa sig best í þessu tribe. Fúllllllttttttt. En nóg í bili
Yfir og út krúsarknús...............................

fimmtudagur, mars 17, 2005

Well, þá er bíllinn kominn

Fórum í dag og keyptum okkur eitt stykki nýjan bíl. Liggalái.... Fengum okkur Opel Zafira 2001 model. Ógó flottur og alveg eins og nýr. Verst er þó að hann er beinskiptur og ég sem var búin að ákveða það að ég skildi aldrei aftur fá mér beinskiptan. En svona er mar minntur á það aftur og aftur að aldrei getur aldrei orðið aldrei. Er samt alveg í skýjunum með vagninn. NASCAR Svo nú eru bara íbúðarmálin eftir. Er ekki einhver þarna út sem á góða jarðhæð í vesturbænum og vill selja mér hana. ha. Það er sko ekkert grín. Það er ekkert framboð í þessum bæjarhluta. Ohhhh.
Anyways. Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í kvöld, leiðindarvinnuhelgi framundan, arg. svo ekki veitir mér af því að fara að sofa.

Yfir og út krúsarknús................. Dutch





sunnudagur, mars 13, 2005

Er ekki komin tími á blogg

ég held það. Orðin ansi eitthvað léleg í þessu nú orðið. En það er barasta ekkert að gerast eða þannig. Fórum reyndar í dag að skoða íbúð á Hringbrautinni og o.m.g. Þvílílka holan. Og drengurinn sem á þessa holu var sko sölumaður dauðans. Hann var sko farinn að tala um það að ÞEGAR, ekki ef, við tækjum við þá þyrftum við ekki að borga hitt og þetta. En nei takk ekki fyrir okkur. Alls ekki eins og ég var búin að sjá þetta fyrir mér.Er reyndar með aðra í sigtinu á Víðimelnum sem ég ætlaði að fá að skoða um helgina. En náði ekki í fólkið í dag svo ég verð að reyna á morgun.. Svo þegar við vorum búin að skoða fórum við í Krónuna þarna vestur frá að versla og hittum þar fyrir Tóta móðurbróður Didda og vildi hann endilega að við kæmum nú við í kaffi hjá sér og Dúnu sinni. Sem við að sjálfsögðum gerðu. En eftir að við fórum úr Krónunni hitti Tóti Lilju og Dadda systir Didda og vildi líka endilega fá þau í kaffi, og að sjálfsögðu komu þau líka. Þetta varð hið besta kaffisamsæti og bara mjög gaman að hitta þau. Eldaði þennann líka dýrindis Gráðosta kjúlla af síðunni hennar Sillu í kvöld og sló hann í gegn. Bauð svo þeim skötuhjúum Sillu og John í osta og rauðvín, sem þau þáðu og svo var tekin Kani. Mikið gaman það. Ég vann. Jibbýjei.............Tók síðan þá ákvörðun í fyrradag að nú skildi frúin setjast á skólabekk á komandi hausti. Nenni ekki að vera í þessu afgreiðslujobbi að eilífu amen. Svo stefnan er sett á Skrifstofubraut í MK. Og nú bara get ég ekki beðið með að byrja. WritingSvo var drengurinn hennar mömmu sinnar fyrir því óláni i gær að brjóta á sér þumalinn og það á hægri. Fór með hann á Slysó og díses kræst. Það var troðið. Við máttu gössovel og hanga þarna í rúmlega 3 klukkutíma. Ekki alveg minn tebolli. Svo nú er hann með gips spelku og svo var hann svo gáfaður að hann hélt að nú fengi hann sko bara frí í skólanum, því að nú gæti hann ekki skrifað. En ekki er það svo gott. Crutches Rétt náðum svo til Guðnýjar og Sigga í Idolið og sjálfsögðu vann mín kona. En samt, þær voru báðar algjört eyrnakonfekt í gær. Báðar alveg æðislegar. Svo nú er að sjá hvor þeirra verður vinsælli.. Það virðist brenna við að annað sæti nái lengra. Ruben og Klay. Kalli Bjarni og Fimmhundruðkallinn. Jamm gaman að fylgjast með því. Stefnan sett á bíó annað kvöld með Olgu og Lonni. Ætlum að sjá Hide and seek. Mennirni okkar eru svoddan "kellingar" að þeir geta ekki horft á svona myndir. Þeir fá martröð greyin. hehehehehehe....... I Must Be Dreaming En nú held ég að ég láti þessu lokið og drífi mig í bælið.

Yfir og út krúsarknús......... Heart Glasses





sunnudagur, mars 06, 2005

Útsöludagur "dauðanns"

Jamm, gerði það í dag sem ég hef ALDREI gert áður. Fór á auglýsta ústsölu á fyrsta og reyndar eina degi útsölunar í Rúmfatalagernum á Smáratorgi í morgun.. Og þar sem ég var bíllaus hringdi ég bara í hana Sigrúnu vinkonu og spurði hana hvort hana langaði ekki. Og að sjálfsögðu langaði hana. Svo við drifum okkur í morgun og vorum mættar um 10 leytið. Og o.m.g. það var troðið út að dyrum. En engin skilaboð á dyrinni. Karfan orðin hálf full er við drifum okkur nú í biðröð að kassadýrinu og fannst okkur við bara standa okkur vel. En nei, o, nei. Fólk verslaði eins og þetta væri allra síðasti dagurinn sem þessi verslun væri opin. Nema maðurinn fyrir framan okkur. Tek það fram að við stóðum í 30 mínútur í biðröð og maðurinn fyrir framan okkur var að kaupa EINA, ég endurtek EINA drykkjarkönnu. Halló, hvað er í gangi. Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Nei takk, ég hefði nú ekki nennt að leggja þessa bið á mig fyrir EINA drykkjarkkönnu á 79 krónu. cocco En ég verslaði mér nýja sæng, sængurverasett á hjónarúmið og að sjálfsögðu Burbury eins og allir hinir í búðinni, 4 drykkjarkönnur ógó sætar, dúk á eldhúsborðið, körfu á borðið inni í sjónvarpsherberginu undir allar þessar fjárans fjarstýringar sem fara endalaust í taugarnar á mér og svo eina körfu undir handavinnuna, svona Rauðhettukörfu. Og fyrir þetta mátti ég greiða heila 7 þúsund krónur og þykir það nú bara skratti vel sloppið. Var sko bara sæl með þessa verslunarferð okkar vinkvenna. Kannski að mar fari að stunda þessar útsölur bara grimt. Hef aldrei þolað þessar endalausu búðarferðir, þykir bara held ég ekkert eins leiðinlegt og að rápa í búðum. Skil til dæmis ekki fólk sem hefur ekkert þarfara að gera um helgar en að labba í Kringlunni eða Smáralindinni. Forðast það eins og heitan eldinn. Firehair 2 Fór til Guðnýjar og Sigga í gærkvöldi að horfa á Idol og stefnan sett á þau líka næsta föstudagskvöld. Hefði gjarna vilja sjá Davíð Smára í úrslitum en hann gjörsamlega tapaði sér í fyrra laginu svo þetta fór eins og það fór. Er samt alveg viss um að Hildur Vala vinni þetta. Er ekki alveg að fíla Heiðu. Hún er svo sem ágæt, en samt. Fórum í afmæli í kvöld hjá framkvæmdarstjóra Strætó og var þetta bara ferlega flott partý. Mikið um ræðuhöld og svo rosa mikið sungið og dansað. Lonni kom að sjálsögðu og málaði mömmsuna sína og bauð Guggu svilkonu líka í meikup. Svo við vorum ógó fínar. Fínt að fá svona förðunarfræðing í fjölskylduna.
Lipstick Eyeshadow 2 Perfume Didda besta skinn kom hér í mýflugumyndi í dag með sínum heittelskaða og var yndislegt að sjá þau. Nú eru þau sko orðin prentsmiðjueigendur. Vona svo sannarlega að þetta gangi allt rosa vel hjá þeim. Finnst þau sko alveg eiga það skilið. En nóg komið af bulli
Yfir og út krúsaknús.......... Dolled Up



Útsöludagur "dauðanns"

miðvikudagur, mars 02, 2005

Cause I´m a woman. lalalalalalala

Held svei mér þá að þetta sé nú alveg að detta inn, eins og mér fannst þetta eitthvað flókið lag þegar við fengum það og renndum yfir í fyrsta skipti. Held nú samt að Sillunni minni þyki það hálfgerð helgispjöll að við skulum vera að syngja þetta lag. Eignaði Léttum þetta lag með húð og hári. hehehe.......Við megum sko líka. Rosalega flott lag. Alvöru blues.. Og það er sko að mínu skapi. Er óttalegur bluesari í mér..... Sem sagt var á kóræfingu í kvöld eins og þið sjáið á þessu, var bíllaus og dobblaði Sillu að ná í mig og svo Olgu til að ná í mig á æfingu því að svo var haldið beint til Önnu í saumaklúbb. Er ný komin heim og ætti að sjálfsögðu að vera farin í rúmið því að nú er komið að mér að vakna í fyrramálið til að keyra drenginn í Fífuna á knattspyrnuæfingu klukkan rúmlega sex. Er sko ekki alveg að fíla þennan tíma. B manneskjan ég. En þetta hefst nú allt. Verður maður ekki að standa með þessum krökkum sínum og hvetja þau til dáða þegar þau gera eitthvað vel og eru svona áhugasöm, eins og minn maður. SoccerAf íbúðarmálum er það að frétta að það er sennilega búið að selja íbúðina sem okkur langaði í. Og verð ég nú að segja að ég sé frekar fúl yfir því. Það er ekki eins og að allt sé fljótandi í íbúðum í vesturbænum á fasteignasölum borgarinnar. Nei það er nú eitthvað annað. Ekkert framboð. Shitt.... Höfum ekki enn komist í að prufukeyra drossínuna fínu sem ég minntist á. Spúsinn búinn að vinna myrkrana á milli. Ætlum að reyna að komast í það á morgun ef ekki kemur eitthvað annað upp á. Svo var ég spurð í commenti hér að neðan hvað tegund af hundi þetta væri sem kostar heila 360 þúsund og upplýsist það hér með að það er Bulldog. Svona lítill með klesst nef. Elska þessa hunda. En langar samt frekar í Boxer, þeir taka öllu fram. En svo eru allir að segja mér að þeir séu frekar erfiðir. Ekki hægt að skilja þá eftir eina heima, éta allt sem kjafti kemur og svona. Veit ekki, það er bara eitthvað við þá sem ég fíla. Dog 21

Yfir og út krúsarknús....................................... Dutch





mánudagur, febrúar 28, 2005

15

Well,well,well. Helgin liðin og heil vika framundan. Jey.... Ekki gert neitt mjög svo merkilegt þessa helgina, bara chillað og svona. Skrapp reyndar í gær með Olgu upp í Dalsmynni að skoða hunda. Hún fær aldrei nóg þessi kona. Þar varð hún ástfangin af cowowa. Veit sko ekki hvernig í asskotanum það er skrifað. Hlýtur að skiljast. Allavega hélt ég að hún ætlaði bara ekki að sleppa greyi dýrinu. Hún er sko með tvö stykki Púðlur, stelpu og strák, eina kisu, einn hamstur, einn lítinn gára og svo einn dísarpáfagauk. Skil ekki að hún nenni að bæta meira við sig. Og ekki má gleyma því að hún á líka þrjár stelpur og einn kall.. Erfðaprinsinn á þessu heimili fór í feita fýlu yfir því að mammsan hans vildi ekki kaupa hund NÚNA. Alltaf sama þolinmæðin á þeim bænum. En er svona búin að hálf lofa því að ef við fáum draumaíbúðina að þá megi hann fá hund. Hvort hann kemur frá Dalsmynni eða öðrum stað verður bara að koma í ljós. Hins vegar átti konan hund sem ég hefði alveg geta hugsa mér. En að borga 360 þúsund fyrir kelirófu, nei takk. Ekki hér. Annars gat ég ekki annað séð en að þetta væri allt voða fínt hjá þeim hjónum þarna uppfrá. Held að aðrir hundaræktendur séu bara í afbrýðissemiskasti. Puppies Keyrði svo Lilju í atvinnuviðtal í kvöld og hvar haldiði að það sé. En ekki í Vinabæ. Bingó staðnum góða. Það vill svo til að systir tengdapabba hennar sér um þetta Bingó. Jibbý..... Túrstæn kom hér í kaffi og bjór á þriðjudagskvöldið og við töluðum út í eittGossip til að verða tvö. Eða kannski talaði ég út í eitt. Og að sjálfsögðu var vinnan aðalumræðuefnið. Greinilegt að það er langt síðan ég var í vinnunni. En nú styttist í það. Mæti galvösk annann mánudag. Svo er Diddan mín besta skinn flutt næstum því í bæinn. Eða á Hellu. Svo nú get ég farið í sunnudagskaffi þangað. Aldeilis munur en að hafa hana á Breiðdalsvíkinni. Við hjónin komum við á bílasölu í dag og fundum þessa líka flottu drossíu sem við gætum alveg hugsað okkur að eignast. Verður kíkt aftur í fyrramálið, var nebbilega lokað í dag. Svo nú verðum við að fá að prufukeyra. NASCAR Liggalái... Fórum svo til Guðnýjar og Sigga eftir bílaskoðun í dag og að sjálfsögðu var farið að spá í sumarið. Stefnan sett á vestfirðina, svo nú er bara að finna gistingu, sumarbústað eða íbúð sem leigð er út í vikutíma eða svo. Ekkert er sumarið nema flakkað sem með þeim. Mar er bara orðin háður því. En nú er ég hætt í bili.
Yfir og út krúsarknús.................. Super Smiley





þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Jæja hvað segiði þá.

Er ekki komin tími á smá skrif hér á þessu dauðans bloggi. Meiri endemis letin í öllum þessa dagana. Það er svo hryllilega lítið að gerast í mínu lífi þessa dagana að ég gæti hreinlega grátið. Íbúðarsölukaupsvesenið í smá pattstöðu. Bíð eftir að þjónustufulltrúi minn komi úr fríi sem er að mér skilst núna á miðvikudaginn. Bíð eftir að heyra frá fasteignasala þeim er með íbúðina sem okkur langar í á sölu, hringi í okkur. Ætlaði að hringja fyrir helgi en er ekki búinn að hringja enn. Held að ég verði að hringja í hann á morgun. Íbúðin er samt ekki seld. Svo mikið veit ég. Fer til tannholdssérfræðingsinns á morgun og fæ þá að vita hvað hægt er að gera til að bjarga mínu eðal postulíni, verð að viðurkenna það að mig kvíður smá fyrir því að heyra hvað það KOSTAR. Og svo er ég loksins búin að panta tíma hjá Ríkey og fer til hennar á miðvikudaginn, þvílíkur léttir sem það verður. Skrapp á árshátíð Skeljungs á föstudagskvöldi og þar var voða Havai þema í gangi. Allir fengu blómsveig um hálsinn og svona. Gasalega flott. Fínn matur. Mikið dansað og allt í fullu fjöri þar eins og venjulega. Svo byrja ég að vinna aftur 7 mars og þá svona fellur lífið aftur í sínar föstu skorður. En það furðulega er það að þegar ég kem aftur til vinnu, verð ég ekki að vinna hjá Skeljungi lengur heldur 10-11. Og hana nú. Nú eru þeir búnir að gleypa okkur. Var að passa lilleman í dag og við Örn Aron voða dúleg og löbbuðum heim. Og syngja svo HALELÚJA. Walking 2Talaði við Túrstæn í dag og skammaði hann fyrir að vera ekki búinn að heimsækja mig. Og bauð honum formlega í kaffi annað kvöld. Kóræfing á morgun, gaman saman.
Bíddu og var ég að tala um að það væri ekkert um að vera í mínu lífi.. .En jæja, var eiginlega á leiðinni upp í rúm en sé að það er að ég held góð mynd á Bíórásinni. Spurning hvort mar kíki ekki aðeins á hana.
Yfir og út krúsarknús................... TV 3




þriðjudagur, febrúar 15, 2005

þá er það ákveðið.

Nú skal íbúðin seld, komin á sölu og við ætlum að gera tilboð í nýju fínu íbúðina á morgun. Bara taka sjénsinn. Og þar sem ég get verið mjög óþolinmóð, þá er ég nánast flutt í huganum. Stend mig að því nokkrum sinnum á dag að ég er að spá og spekúlera hvernig best sé nú að raða dótinu okkar þarna inn. Svo nú er bara að leggjast á eitt og vona að allt gangi nú upp fyrir okkur. Ætlum að skoða íbúðina aftur á morgun og gamla settið þ.e. mamma og pabbi ætla að koma með. Veit eiginlega ekki hvort okkar er spenntara, við eða þau. Það má ekki miklu muna. Enda er þetta eitt af því skemmtilegasta sem móðir mín gerir. Þrífa og koma öllu fyrir. Pakka í kassa, ekki málið. Nei við erum sko ekki ein í horni með þau okkur við hlið. Held meiraðasegja að Örnin minn sé soldið spenntur líka. Hefur smá áhyggjur af því að skipta um skóla en eins og við bentum honum á, þá þekkir hann fullt að strákum þarna sem æfa með honum boltann svo að ég get ekki séð að þetta verði neitt vandamál. PropellerHins vega líst honum sérdeilis vel á að búa í næstu götu við KR heimilið. Ekki slæmt það. Svo byrja ég að vinna núna aftur um mánaðarmótin og verð ekki nema í 1 og hálfan mánuð á mínum vöktum og fer svo yfir á næturvaktirnar. Jísös hvað mig hlakkar til. Er enn aurfúl yfir þessum vaktarbreytingum sem áttu sér stað í desember. Munar mig ekki svo miklu í launum og svo vinnur maður bara í viku og á svo vikufrí. Ekkert meira vesen með kóæfingarkvöldin mín heilögu. Og það finnst mér eiginlega mesti kosturinn. Get bara mætt á mínar æfingar í friði og þarf ekki að vera að standa í vaktarskiptum. Og þar sem ég er B-manneskja af lífi og sál held ég að þetta geti bara verið til hinns betra. En ætli ég láti ekki staðar numið að sinn og býð góðrar nætur.

Yfir og út krúsarknús............ Dolled Up





föstudagur, febrúar 11, 2005

11.5

Jæja, þetta er nú meiri endemis letin í mér þessa daganna. Hef bara ekki nennt að skrifa hér nokkurn skapaðan hlut. En nú skal reynt að bæta úr því. Fór í foreldraviðtal á þriðjudaginn hjá erfðaprinsinum. Og það var aldeilis. Hann er svo duglegur, svo kurteis og svo bóngóður og svo stilltur tímum að það hálfa væri nóg. Var eiginlega að spá í hvort að við værum að tala um sama barinið. En hann var með mér svo það hlýtur að vera. Svo hann fékk smá verðlaun í gærkvöldi. Ég bauð honum í Bingó. Og hann var ekkert smá happy með það. Algjör spilafíkill alveg eins og mamman. og haldiði ekki að dýrið hafi unni 5 þúsund kall. Ég fékk reyndar Bingó líka en við vorum svo mörg um það að ég fékk bara 100 kall. Sá var nú aldeilis glaður. Clapping Hands Var að passa litla manninn í gær og hann er alltaf jafn góður þessi elska. Bara hlær og kjaftar út í eitt. Og uppáhaldið hans er Söngvaborg 3. Svoleiðis skríkir og hlær þegar spólan er sett í gang. Nú svo er komin svona fluttingarfílingur í okkur skötuhjúin. Fórum að skoða íbúð í Granaskjóli um daginn og verst er að við erum ekki sammála hjónin. Ég vil en hann ekki. Og ekki nóg með það, heldur eru engar eignir til sölu á þessu svæði. Og við viljum ekki fara annað en þangað. Svekkelsi. Reyndar er líka ein til sölu á Fálkagötunni en það ætlar að ganga illa að fá að skoða hana. Hún er í leigu og leigjandinn bara svara ekki síma. Er bara með GSM og það kemur bara talhólf. Eftir að hafa hringt svona kannski 10 sinnum lét ég eftir konunni og talaði inn skilaboð sem hún hefur ekki haft fyrir að svara. Verð bara að hringja aftur í fasteignasalann og athuga hvort hann geti ekki reddað þessu. Vil helst vera flutt fyrir næsta vetur.. Og ekkert múður.... House Fór til tannholds sérfræðingsins í dag og mátti gösso vel og punga út 16 þúsund kalli. Og svo á ég að koma aftur á föstudag í næstu viku. Þá ætlar hann að vera búinn að skoða myndirnar allar sem hann tók í morgun og fara yfir einhverjar mælingar sem hann gjörði á tönnum mínu. Sem b.t.w. var ekkert rosalega gott. En slapp. Líst bara vel á manninn, hann virðist bara vera mjög mannlegur og skilja tilfinningar mínar í sambandi við mitt "eðal" postulín. Tooth Er samt farið að kvíða fyrir því að heyra upphæðina eftir þann tíma. Dísös kræst, því í veröldinni er minn maður ekki tannlæknir, og algjör success. Kóræfing að sjálfsögðu síðasta þriðjudag og alltaf jafngaman. Saknaði samt Sillunnar minnar. Sýnist á bloggi hennar að hún sé í flensupest. Ömminja hún.. Get Well Soon Svo verð ég að fara að drífa mig í að hringja í Ríkey. Ég er orðin eins og Gilitrutt um hausinn. Jís. Og allur litur úr því gengin svo eftir standa þessi líka fínu gráu hár sem ég er svo endalaust ánægð með. Eða þannig. Hairy En nú er ég hætt þessu og býð góða nótt og eigið fallega drauma.Yfir og út, krúsarknús................................ Cupid


föstudagur, febrúar 04, 2005

Bingó,bingó,bingó

Eða bara ekkert bingó. Við Súsý drifum okkur í Vinabæ í kvöld og hvað haldiði. Ekkert bingó. Við Adda höfum tekið svona vitlaust eftir. Bingó er semsagt spilað á miðviku, föstu og laugardögum. Og hana nú. Massa fýluferð. En hvað um það, fer bara í næstu viku og ekkert múður með það. Keyrði hana þá heim og fór svo í Kaskó að kaupa mér í ógeðsdrykk. Eða þannig. Hvítlauk, engiferrót, hunang og sítrónu. Samkvæmt Stínu Stuð er þetta allara meina bót og þá sérlega við kvefi sem ér er þessa stundina að fyllast af. Og nenni sko ekki að standa í því, svo nú er bara að þamba.. Caffeine . Átti líka að vera rauður pipar en gleymdi honum. Fór svo til Olgu í Idol gláp og svo bara heim. Þannig fór nú bingóferðin sú..... Damn Damn Fór í morgun í upptöku á Spaugstofunni svo nú verða allir að horfa á laugardaginn. hehehe,.... Kórinn var beðin um að redda konum og við mættur heila fjórar. Fámennt en góðmennt. Gaman að þessu. Skutlaðist svo til Sillunnar og gerði rúmrusk þar. híhí..... Verst fannst mér þó að konan átti ekki kaffibaunir í fínu vélina sína. Coffee Fékk í einn bolla og heldur var hann nú þunnur þessi elska. En hún lofaði að kaupa baunir í dag, og sé á bloggi hennar að svo hafi hún gjört og er það gott. Hlakka til að koma þar næst. Eins gott að ekki líði of langt á milli svo mar lendi ekki í þessu aftur. Ein voða spæld...... Too Funny Svo kemur erfðaprinsinn heim á morgun og verður nú bara gott að knúsa hann aftur. Er nú eiginlega farin að sakna hans. Svo uppeftir til Lilju að passa og mikið held ég að minn maður verði nú glaður með það. Annars ekki mikið annað af mér.

Yfir og út krúsarknús................ Falling Asleep






miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Jæja nú held ég að ég sé hætt

þessum prófum á netinu. Eitthvað vesen í sambandi við að publisera því. Í prófinu hér á undan er ég týpa B+ en sýnist á öllu að það sjáist ekki. GrrrAnnars hefur nú frekar lítið á daga mína drifið að undanförnu. Liljan byrjuð að vinna og ég var að passa litla manninn í dag. Ekki mikið að hafa fyrir honum þessari elsku. Fór svo á kóræfingu í kvöld og það var að venju meiriháttar. Get svarið það að ekki veit ég hvernig ég færi að ef ég hefði ekki þennann yndislega kór minn. Lægi sennilega í bælinu allan veturinn í massa þunglyndi. SpinnngSúsý vinkona hringdi í mig í dag og ætlar að kikka á mig á morgun. Við erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum þrettán og stúlkan sú hefur aldrei tekið bílpróf. Sjokkk..... En hvað haldiðið, drífur hún sig ekki alltíeinu af stað og er búin að taka prófið og kaupa sér bíl. Og svo var hún alveg hissa á því að þetta var bara ekkert erfitt. Hjúkk. Skil hreinlega ekki hvernig hún hefur komist af án þessa að hafa prófið. Held ég færi aldrei neitt ef ég hefði ekki mitt eðalvagnapróf...... Road Rage Erfaðprinsinn fór að Reykjum í gær með skólanum og verður þar í 5 daga. Kemur heim seinnipartinn á föstudaginn. Var voða spenntur að fara, en þegar Diddi keyrði hann út í skóla í gærmorgun þá kom svona smá kvíði í minn mann. Hvort hann gæti nú sofnað og svona. Það er náttlega enginn sem les og fer með bænirnar þarna. Elsku kallinn minn. Vona bara svo sannarlega að hann skemmti sér vel. Vacation 1Svo ætluðum við Adda að skella okkur í Bingo annað kvöld og alveg búnar að plana þetta. Vinna pottinn og svona. Haldiði ekki að hún hringi í mig í kvöld og bara sorry var bara búin að steingleyma því að hún er að fara á fund annað kvöld. Shitt happens. En ég var snögg að redda því. Hringdi bara í Olgu og dobblaði hana . Og að sjálfsögðu var hún til. Eins gott að ekki komi neitt uppá hjá henni. Bingo Jæja held ég láti nú bulli staðar numið.

Yfir og út krúsarknús............... I Love You