þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Jæja hvað segiði þá.

Er ekki komin tími á smá skrif hér á þessu dauðans bloggi. Meiri endemis letin í öllum þessa dagana. Það er svo hryllilega lítið að gerast í mínu lífi þessa dagana að ég gæti hreinlega grátið. Íbúðarsölukaupsvesenið í smá pattstöðu. Bíð eftir að þjónustufulltrúi minn komi úr fríi sem er að mér skilst núna á miðvikudaginn. Bíð eftir að heyra frá fasteignasala þeim er með íbúðina sem okkur langar í á sölu, hringi í okkur. Ætlaði að hringja fyrir helgi en er ekki búinn að hringja enn. Held að ég verði að hringja í hann á morgun. Íbúðin er samt ekki seld. Svo mikið veit ég. Fer til tannholdssérfræðingsinns á morgun og fæ þá að vita hvað hægt er að gera til að bjarga mínu eðal postulíni, verð að viðurkenna það að mig kvíður smá fyrir því að heyra hvað það KOSTAR. Og svo er ég loksins búin að panta tíma hjá Ríkey og fer til hennar á miðvikudaginn, þvílíkur léttir sem það verður. Skrapp á árshátíð Skeljungs á föstudagskvöldi og þar var voða Havai þema í gangi. Allir fengu blómsveig um hálsinn og svona. Gasalega flott. Fínn matur. Mikið dansað og allt í fullu fjöri þar eins og venjulega. Svo byrja ég að vinna aftur 7 mars og þá svona fellur lífið aftur í sínar föstu skorður. En það furðulega er það að þegar ég kem aftur til vinnu, verð ég ekki að vinna hjá Skeljungi lengur heldur 10-11. Og hana nú. Nú eru þeir búnir að gleypa okkur. Var að passa lilleman í dag og við Örn Aron voða dúleg og löbbuðum heim. Og syngja svo HALELÚJA. Walking 2Talaði við Túrstæn í dag og skammaði hann fyrir að vera ekki búinn að heimsækja mig. Og bauð honum formlega í kaffi annað kvöld. Kóræfing á morgun, gaman saman.
Bíddu og var ég að tala um að það væri ekkert um að vera í mínu lífi.. .En jæja, var eiginlega á leiðinni upp í rúm en sé að það er að ég held góð mynd á Bíórásinni. Spurning hvort mar kíki ekki aðeins á hana.
Yfir og út krúsarknús................... TV 3
Engin ummæli: