miðvikudagur, mars 30, 2005
Æj, hvað mar er eitthvað
tussulegur þessa stundina. Afsakið orðbragðið. En þannig líður mér akkúrat núna. Kallinn búinn að vera ælandi hér í allt kvöld og nú er mér svo flökurt að ég er að brjálast. Má sko ekkert vera að því að vera veik. Fór í dag eftir vinnu að skoða íbúð í Vesturbænum og get sko alveg séð fyrir mér að hún gæti orðið æðisleg. Stór og rúmgóð. En stóri gallinn að hún er of mikill kjallari fyrir okkur. Bömmer. Allt eins. My kind of luck. En hvað um það. Íbúð þessa á ein ofurvirk bloggari sem ég fylgist grannt með og hef gaman af að lesa. Og ekki er nú öll sagan sögð enn. Heldur finnst mér ég eitthvað kannast við þetta konutetur. En pæli samt ekkert rosa mikið í því. Svo þegar ég fer að lýsa þessari íbúð fyrir bóndanum og númer hvað hún sé í þessari götu, þá kveiknar sko á öllum ljósaperunum í hans haus. Þá er hann að vinna með systur hennar og ekki nóg með það heldur eru þau líka skyld. Og hana nú. Já það er sko engu logið um það að hann sé lítill þessi heimur. Gaman að þessu. Svo kom hér maður að skoða hjá okkur í kvöld ásamt vini sínum, sem er svosem ekki í frásögu færandi nema að hann var ekki íslenskur og mikið sem það fór í taugarnar á mér þegar þeir voru að spjalla um það sem fyrir augu bar. Og örugglega á pólsku. Arrgggg..Verð að læra pólsku. Jæja held ég láti staðar numið að sinni og fari að gubba.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli