mánudagur, apríl 04, 2005

Jæja þá er helgin

liðin, og þessi líka fína helgi. Fórum norður á Akureyri á Goðamót með guttann. Þeir stóðu sig að sjálfsögðu alveg með stakri prýði og lenntu í öðru sæti. Hefði alveg eins getað verið í fyrsta. Því að reglurnar þar eru þannig að ekki er farið í vítaspyrnukeppni ef staðan er jafntefli í úrslitaleik heldur vinnu það lið sem skorar á undan í leiknum. Og staðan var 1-1. En Fylkis drengirnir voru heppnir og náðu að setja í rammann á undan okkar mönnum.. En rosa gaman. Strax bara farin að hlakka til að mæta á Esso mótið í sumar. Gistum núna á KEA og var það bara alveg hreint ágætt. Alli og Anna voru þar líka svo ekki leiddist okkur á kvöldin. Rifjaðar upp gamlar syndir og hrekkjabrögð. Og díses hvað við hlógum. Hef sko ekki hlegið svona í háa herrans tíð. Mikið gaman og mikið fjör. En kvöldvakt framundan og svo að dobbla Sigga til að skipta við mig á morgun svo ég komist á kóræfingu. Og verður það í síðasta skipti sem ég þarf á því að halda. Byrja á næturvöktunum núna 11 apríl. Spennandi að sjá hvernig það kemur út hjá mér. Vona bara svo sannarlega að ég hafi ekki hlaupið á mig með því að skipta um vaktir. En kannski meira í kvöld. Komin tími til að fara að hafa sig til fyrir vinnuna.
Laters you gay.........

Engin ummæli: