mánudagur, apríl 11, 2005

Sennilega

fer ég að fá nafnbótina, latasti bloggari ever.... Er enganvegin að nenna þessu núna en hvet samt ykkur hin til að vera dugleg að blogga. Ég nenni nebbilega alveg að lesa hjá ykkur. hehehe,...Nú er mín byrjuð á næturvöktum og verð út þessa viku svo vika frí. Kórinn í góðum gír og æfingarnar hafa verið alveg sérlega líflegar núna undanfarið. Seth nokkur hefur verið að koma og kenna okkur listina að túlka gospelsöng. Og ekki skemmir fyrir að hann syngur alveg eins og engill sjálfur. Aukakóræfing síðasta laugardag vegna afmæli Vigdísar Finnbogadóttur. Fín æfing og mikið gaman. Hef hinsvegar ekki verið nógu dugleg að læra Blástjörnuna sem á að syngja í afmæli hennar. Verð að taka mig á með það í vikunni, því afmælið er á föstudaginn. Ætlaði að vera voða dúgleg og byrja í sundi í morgun eftir vinnu, en þar sem ég náði ekki sambandi við Gurrý sem ætlar með í dæmi, þá bara fór ég heim að lúlla. En hún lofar að vera vöknuð í fyrramálið svo nú er bara að standa sig. Held að það hljóti að vera fínt að fara að synda eftir vinnu, komin heim þá um 9 dasaður og slakur og þá ætti mar að sofa eins og engill. Og löngu orðið tímabært að konan fari að hreyfa á sér skankana. Og svo er nú aldeilis farið að styttast í sumbarbústaðaferð saumaklúbbsinns, get bara ekki beðið. Heit.......... neibb ætla ekki að fara að rausa um það aftur. Hins vegar líta húsnæðismálin þannig út að nú er hjúin að spá í að bíða bara með þetta í 1 til 2 ár kannski. Taka baðherbergið hér bara í gegn og slaka á hér. það er hvort eð er ekkert til af eignum í þeim bærjarhluta sem við vilju búa í. Alveg eins gott að bíða bara. Þetta ástand á fasteignamarkaðinum hlýtur að taka enda einhvern tíman. En nú er ég hætt og ætla að fara að fá mér soðna ýsu með rófum.
Laters...........

Engin ummæli: