föstudagur, febrúar 04, 2005

Bingó,bingó,bingó

Eða bara ekkert bingó. Við Súsý drifum okkur í Vinabæ í kvöld og hvað haldiði. Ekkert bingó. Við Adda höfum tekið svona vitlaust eftir. Bingó er semsagt spilað á miðviku, föstu og laugardögum. Og hana nú. Massa fýluferð. En hvað um það, fer bara í næstu viku og ekkert múður með það. Keyrði hana þá heim og fór svo í Kaskó að kaupa mér í ógeðsdrykk. Eða þannig. Hvítlauk, engiferrót, hunang og sítrónu. Samkvæmt Stínu Stuð er þetta allara meina bót og þá sérlega við kvefi sem ér er þessa stundina að fyllast af. Og nenni sko ekki að standa í því, svo nú er bara að þamba.. Caffeine . Átti líka að vera rauður pipar en gleymdi honum. Fór svo til Olgu í Idol gláp og svo bara heim. Þannig fór nú bingóferðin sú..... Damn Damn Fór í morgun í upptöku á Spaugstofunni svo nú verða allir að horfa á laugardaginn. hehehe,.... Kórinn var beðin um að redda konum og við mættur heila fjórar. Fámennt en góðmennt. Gaman að þessu. Skutlaðist svo til Sillunnar og gerði rúmrusk þar. híhí..... Verst fannst mér þó að konan átti ekki kaffibaunir í fínu vélina sína. Coffee Fékk í einn bolla og heldur var hann nú þunnur þessi elska. En hún lofaði að kaupa baunir í dag, og sé á bloggi hennar að svo hafi hún gjört og er það gott. Hlakka til að koma þar næst. Eins gott að ekki líði of langt á milli svo mar lendi ekki í þessu aftur. Ein voða spæld...... Too Funny Svo kemur erfðaprinsinn heim á morgun og verður nú bara gott að knúsa hann aftur. Er nú eiginlega farin að sakna hans. Svo uppeftir til Lilju að passa og mikið held ég að minn maður verði nú glaður með það. Annars ekki mikið annað af mér.

Yfir og út krúsarknús................ Falling Asleep






Engin ummæli: