miðvikudagur, mars 23, 2005

Það er aldeilis að frjósemin

er að gera vart við sig í þessari litlu familíu minni. Frétti það í gær að Arna frænka ætti von á stúlkubarni og þykir það nú kraftaverki næst. Hún á fyrir tvo yndislega stráka sem báðir eru afrakstur tæknifrjóvgunar, og svo bara kviss bamm búmm, ólétt by nature. Svo eru þær systur Hilla og Ragnheiður Arna báðar á leiðinni með kríli líka og Ragnheiður Arna sko með tvilla. Og svo fékk ég staðfestingu á því í dag að Ríkey klipparinn minn er líka bomm. Hvað er eiginlega í gangi? Mér er spurn. En allt er nú þetta yndislegt alltsaman. Allt óskabörn. Bíllinn að gera það gott. Mjög gott að keyra hann og allt er nú þetta að koma í sambandi við beinskiptinguna. Held nú samt að næst þegar ég skipti að þá fái ég mér aftur sjálfskiptann. Er meira fyrir það. Litli ömmustúfurinn er allur að koma til. Búinn að vera með þennann ódæðis RS vírus sem öll börn virðast fá í dag, og svo er hann líka komin með í eyrun þessi elska. Fórum aðeins og litum á hann og Liljuna í dag, og er ég nú ekki frá því að hann hafi bara verið glaður að sjá ömmuna sína. Jæja, þrjár kvöldvaktir framundan. Ekkert frí á Select og þykir mér það nú frekar lélegt. Ekkert heilagt lengur í þessum verslunarbransa. Saumó hjá mér í gærkveldi og bauð ég upp á karrý kjúlla a la Silla. Mæli eindregið með honum. Algjört lostæti. Bauð rautt með og féll það að sjálfsögðu vel í kramið. Sumarbúsataðferð ákveðin núna 22-24 apríl. Jibbý. Heitur pottur og alles. Svo nú bara get ég ekki beðið. Heitur pottur,heitur pottur,heitur pottur. Hafiði heyrt þennan áður. I luv hot tub. Var að horfa á Survivor og er frekar fúl yfir gangi máli í þessum þætti. Finnst óréttlátt að Angie var látin fara. Finnst hún bara eiginlega vera búin að standa sig best í þessu tribe. Fúllllllttttttt. En nóg í bili
Yfir og út krúsarknús...............................

Engin ummæli: