þriðjudagur, febrúar 15, 2005

þá er það ákveðið.

Nú skal íbúðin seld, komin á sölu og við ætlum að gera tilboð í nýju fínu íbúðina á morgun. Bara taka sjénsinn. Og þar sem ég get verið mjög óþolinmóð, þá er ég nánast flutt í huganum. Stend mig að því nokkrum sinnum á dag að ég er að spá og spekúlera hvernig best sé nú að raða dótinu okkar þarna inn. Svo nú er bara að leggjast á eitt og vona að allt gangi nú upp fyrir okkur. Ætlum að skoða íbúðina aftur á morgun og gamla settið þ.e. mamma og pabbi ætla að koma með. Veit eiginlega ekki hvort okkar er spenntara, við eða þau. Það má ekki miklu muna. Enda er þetta eitt af því skemmtilegasta sem móðir mín gerir. Þrífa og koma öllu fyrir. Pakka í kassa, ekki málið. Nei við erum sko ekki ein í horni með þau okkur við hlið. Held meiraðasegja að Örnin minn sé soldið spenntur líka. Hefur smá áhyggjur af því að skipta um skóla en eins og við bentum honum á, þá þekkir hann fullt að strákum þarna sem æfa með honum boltann svo að ég get ekki séð að þetta verði neitt vandamál. PropellerHins vega líst honum sérdeilis vel á að búa í næstu götu við KR heimilið. Ekki slæmt það. Svo byrja ég að vinna núna aftur um mánaðarmótin og verð ekki nema í 1 og hálfan mánuð á mínum vöktum og fer svo yfir á næturvaktirnar. Jísös hvað mig hlakkar til. Er enn aurfúl yfir þessum vaktarbreytingum sem áttu sér stað í desember. Munar mig ekki svo miklu í launum og svo vinnur maður bara í viku og á svo vikufrí. Ekkert meira vesen með kóæfingarkvöldin mín heilögu. Og það finnst mér eiginlega mesti kosturinn. Get bara mætt á mínar æfingar í friði og þarf ekki að vera að standa í vaktarskiptum. Og þar sem ég er B-manneskja af lífi og sál held ég að þetta geti bara verið til hinns betra. En ætli ég láti ekki staðar numið að sinn og býð góðrar nætur.

Yfir og út krúsarknús............ Dolled Up





Engin ummæli: