þriðjudagur, apríl 19, 2005

Jæja, þá er

búið að brjóta gat á vegginn minn fína inni á baði. Daði búinn að kíkja á herlegheitin og sýnist á öllu að hægt sé að breikka baðherbergið um heila 27 sentimetra. Ekki slæmt það á þessu mjög svo litla og þrönga baðherbergi.. Svo nú er bara að fara að drífa sig í að rífa niður vegg, skafa dúk af veggjum og henda öllu sem hægt er að henda þarna inn og fara og eyða FULLT af pengingum. Sem ég á ekki. En Vísa frænka verður bara með í för og fær að kenna á því. Gaman,gaman. Fyrsta vikan liðin á næturvöktum og leið bara ótrúlega fljótt. Verst að ég er ansi hrædd um að frívikan verður verður líka mjög fljót að líða. Búin að standa mig eins og hetja í sundinu. Verð þó að viðurkenna það að ég hefði sko alveg verið til í að fara að lúlla aftur þegar Örn var farinn í skólann í morgun. En Gurrý stóð sína plikt og gaf mér ekkert eftir og í sund fórum við. Adda og Lonni komu hér við í dag og að venju var tekinn einn óþverri. Lonni vann og svo Adda. Ég geri ekki annað en að tapa fyrir þessum drósum. Er að fara í tásu snyrtingu á morgun til Eddu Láru. Mmmmmm. Það er svo gott. Maður hreinlega svífur út þegar þessu er lokið. Er bara orðin alltof löt við að fara. Fór hér á árum áður einu sinni í mánuði en nú orðið er þetta orðið 2svar á ári. Allof sjaldan. En í gærkvöldi gerði ég soldið ógeðslega skemmtilegt. Fór og var við upptökur á einum þætti hjá Hemma Gunn. Það var lagið. Og oh my god. Váááááááá hvað var gaman. Hefði sko alveg verið til í að fara beint á pöbbinn á eftir. Komin í þetta líka rokna stuð. Júhúúúú.
Örn Aron kom með og skemmti sér sko ekki síður. Maður gjörsamlega missti sig þarna og steingleymdi að það væru camerur þarna í gangi. Og að sjálfsögðu var okkur plantað á fremsta bekk, en ekki hvað. Væri sko alveg til í að fara aftur. En nú er þetta að verða búið. Síðasti þáttur tekinn upp annað kvöld. En nú er lát að linni.
Laters.......

Engin ummæli: